Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 110
Múlaþing
Var vetur þessi kallaður á Austurlandi
Valtýrsvetur. Lágu harðindi þessi á í sam-
felld þrjú ár. Varð þá margur öreigi sem
áður átti gott bú og mikil umferð snauðra
manna.4
Að þremur árum liðnum frá aftöku
Valtýrs kom ókenndur maður að Egils-
stöðum og vildi finna sýslumann og settist á
kláf í bæjardyrum. Sýslumaður kom fram
og var að tala við manninn, en gætti að því
að úr höndinni, sem þur og visin hékk upp í
bæardyrunum, drupu þrír blóðdropar ofan á
manninn, þar sem hann sat á kláfnum. Þetta
þókti sýslumanni undarlegt, og mikil
bending, svo hann tók manninn fastan og
þröngdi honum svo til meðkenningar
sannleikans, að hann játaði sig hafa myrt
manninn sem fannst fyrir þremur árum út
frá Egilsstöðum.5 Maðurinn sem myrtur
var, var sendur með smíðað silfur og
peninga sunnan af landi til sýslumannsins á
Egilsstöðum, en þessi hafði njósn af ferð
hans, fór á eftir honum, en náði honum
[ekki] fyrr enn út á Völlum, veitti
manninum bana og tók silfrið; hét Valtír en
laug til nafns síns í ókunnum sveitum því
hann var flakkari. Hann var tekinn af á
Egilsstöðum og eftir [það] létti harðindum.
Þessa sögu sagði Hjörleifur sterki6 mér,
eftir gömlum mönnum, en ártal ekki og
ekki hvör þá var valdamaður í Múlaþingi. -
J S. -
4 Orðið er tvíritað í hdr.
5 í upphafi frásagnarinnar er sagt að maðurinn hafi fundist skammt frá Eyjólfsstöðum. Hér gæti verið um að ræða misritun.
6 Hjörleifur Árnason sterki frá Höfn (1760-1831) bjó lengst í Snotrunesi í Borgarfirði.
108