Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 115
Valtýr á grænni treyju
nágrenni við sögusviðið. Sigmundur var
fróðleiksmaður og hóf ungur að færa dagbók
og að rita niður sagnir. Er næsta ólíklegt að
hann hafi ekki haft af því spurnir ef sagan
hefði verið talin gerast á dögum Jóns
sýslumanns Amórssonar. Hafi hann heyrt
slík tíðindi (ofan frá Gíslastöðum?) hefur
honum ekki sýnst að nefna þau. Ekki er ljóst
hvenær Sigmundur skráði sögu sína.
Kannski hefur það verið á svipuðum tíma og
Halldór frá Gíslastöðum skráði sína en
vafalaust áður en gerð Magnúsar Bjarna-
sonar birtist í Austra (1884). Sigmundur
sendi Jóni Arnasyni þessa sögu, ásamt
mörgum öðrum sögnum sínum. Er hún
prentuð í safni hans (1956:82-83) undir
nafninu „Valtýr og Símon.“6
V-4
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1845-
1918) skráði Valtýssögu og birtist hún í
þjóðsagnasafni hennar (1962:74-76). Dr.
Finnur Sigmundsson sem gaf safnið út telur
í inngangi ([iii]-iv) nokkuð víst að sögurnar
hafi hún skráð er hún dvaldi vestanhafs, í
Nýja Islandi, líklega á árunum 1876-78.
Torfhildur segir að Valtýssöguna hafi sagt
sér „Sigríður Pétursdóttir, sannsögul og
ráðvönd ekkja ofan af Héraði“ (74).
Sigríður fluttist til Kanada (Nýja íslands)
árið 1876, þá talin 35 ára. Hún hefur því
verið nær jafnaldra þeim Sigmundi Long og
Halldóri Jakobssyni, (fædd 1840 eða 41).
En Torfhildur vitnar einnig um sumt til
Elínar Guðmundsdóttur frá Butru í Suður-
sveit sem var gömul kona þegar Torfhildur
var að alast upp á Kálfafellsstað (hún dvaldi
þar til 17 ára aldurs). - Þess má geta hér að
Halldór Jakobsson („höfundur“ V-l)
dvaldist í Suðursveit á árunum 1858-61
(sbr. Vilmund Jónsson 1953).
Torfhildur Hóbn.
í frásögn Torfhildar eru ekki aðrir
nefndir með nöfnum en Valtýrarnir og engir
staðir nema Vellir og Vallanes. Aðalatriðin
eru hér þau sömu og í fyrri gerðum en sagan
er þó um sumt öðruvísi: Þar segir að
„maður var sendur af Völlum með peninga
að Ketilsstöðum. Þar átti að hafa búið
einhver valdsmaður, er peningarnir áttu að
fara til“ (74). Sendimaðurinn fannst svo
helsærður nálægt Ketilsstöðum, dó þar á
staðnum og „sést enn dys hans á milli
6Sagnasafn Sigmundar M. Long er í ritsafninu Að vestan 1955 (2. bindi). Dagbækur hans, ljóðasyrpur og fleira efni, sem ekki
hefur verið birt, er í Handritadeild Þjóðarbókhlöðu.
113