Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 117
Valtýr á grænni treyju
Þessi höfuðskel var tekin undir Gálgakletti árið 1910 og notuð við ketinslu á Borgarfirði eystra.
Ljósm.: Gunnar Hersveinti.
Sameiginlegur söguþráður
Sé litið á útdrættina hér á undan er ljóst
að frá fornu fari hefur lifað sögn (eða
sagnir) þar sem öll meginatriði sögunnar
koma fram: Valtýr, góður og gegn bóndi, er
saklaus ákærður fyrir að hafa myrt ferða-
mann, sem hafði meðferðis talsverða fjár-
muni, í því skyni að ræna hann. Þótt hann
haldi stöðugt fram sakleysi sínu og játi
aldrei er hann dæmdur til dauða og tekinn
af lífi. Á aftökustað boðar hann dórnara
sínum refsidóm. Sá dómur er fólginn í
Valtýsvetri, hinum þunga fellivetri sem
gereyddi bústofni manna. Eftir hann telja
menn að Valtýr hafi verið saklaus af lífi
tekinn. Er þá tekin önnur hönd hans (eða
höfuðskel) og hengd upp í bæjardyr
(kirkjudyr) á Egilsstöðum (Vallanesi). Um
þetta tiltæki farast Sigmundi svo orð í sinni
sögu af Valtý að svo líti út „sem það hafi
verið trú manna í þá daga að ef hengdur
væri einhvur limur af þeim er menn héldu
dána af mannavöldum og hinn seki gekk
undir mundi eitthvurt teikn sjást, og þess
vegna hefur það verið siður að gjöra svo
þegar menn vóru hræddir um að hið sanna
væri ekki komið í ljós“ (Jón Árnason
1956:83). Páll Pálsson fjallar um þetta í
grein sinni hér á eftir (,,..og skyldi afhönd-
in, bls. 130). Eftir tiltekinn tíma (3-19 ár)
kemur morðinginn, sem líka heitir Valtýr, í
Egilsstaði (Vallanes, ekki tilgr. staðurí V-5)
og er hann gengur undir höndina (höfuð-
skelina) falla blóðdropar í höfuð honum og
fær hann nú makleg málagjöld.
Það er ómaksins vert að bera nákvæm-
lega saman lýsingar á upphafi harðindanna,
daginn sem Valtýr bóndi var tekinn af lífi.
Þá dregur upp skýflóka sem svo er lýst:
Sáu menn þá kolsvartan skýflóka stíga upp á
heiðan himin við ystu hafsbrún og breiðast út;
varð hann þá í lögun sem mannshendi og sýndist
vísifingur mestur og benda inn til Héraðsins (V-l)
115