Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Side 120
Múlaþing Valtý í munn þegar kom á aftökustaðinn á Gálgaási: Nú má allur lýður eftir því taka, sem samþykkir mitt líflát, sem er saklaus maður, ranglega ákærður af óréttsýnum dómara, sem ekki getur forsvarað verk sín fyrir guðs hátignar hásæti, sem við báðir fram fyrir komum, annar fyrr, en annar síðar, og mun okkar uppskera næsta mjög ólfk í eilífðinni, sem okkar verk eru næsta mjög fráleit hvert öðm. Nú sjáið þér, kæru vinir, með yðar eigin augum dimmsvartan skýflóka við hafsbrún upp renna. Hann mun geta sýnt ykkur og sannað um mitt sakleysi, því hann mun mín grimmilega hefna og víst um of fyrir syndugan mann (sama rit: 183). Þá eru Valtý hinum illa ekki gerð síðri skil og þegar á líður söguna verður hann aðalpersóna ásamt Jóni sýslumanni. I þessari lýsingu má segja að Halldór nái sér vel á strik. Hann fylgir morðingjanum út yfir gröf og dauða. Titill sögunnar segir sína sögu um þetta.9 Lýsing Valtýs illa á því hvernig hann murkaði lífið úr Símoni gæti sómt sér í hvaða hryllingssögu sem væri. 18 urðu stungurnar og svo er bætt við: „En eg vildi hann lifði sem lengst honum til kvala“10 (sama rit: 185). Það er eins og morðinginn sé að leika sér að því að kvelja lífið úr fómarlambi sínu. Nú vill svo til að Halldór hefur skrásett „sína gerð“ af sögunni um morðið í Eiðaskógi sem nefnd var hér að framan. Birtist sú frásögn einnig í Þjóðsagnakveri Magnúsar á Hnappavöllum (1950:42-44)." Halldór leggur nokkra áherslu á að lýsa Jóni, óhappamanninum sem varð Vigfúsi, keppinauti sínum, að bana, en fer frjálslega með staðreyndir enda sagan sjálfsagt nokkuð gengin í munni á hans dögum. í upphafi segir að Jón hafi verið „mesta illmenni“ og eftir morðið bárust böndin fljótlega að honum og var hann tekinn til fanga og kúgaður og pyndaður, svo að hann meðgekk, að hann hefði ekki fyrri við Vigfús ráðið en hann var búinn að stinga hann þrettán stingi, sökum karlmennsku hans. Svo var Jón dæmdur til dauða. Prestur vildi telja um fyrir Jóni, svo hann iðraðist, en hann var alltaf harður og hreykinn og umventist aldrei fyrr en þeir hengdu hann upp (bls. 43-44). Illska Valtýs er máluð nokkuð sterkari litum en skyldleiki þessara frásagna virðist þó augljós: [Valtýr var] píndur með ýmsum pyndingum, en hann bölvaði og formælti sér og bað fjandann styrkja málefni sín. Heitaði að ganga aftur og drepa Jón sýslumann. Um síðir meðgekk hann, að hann hefði drepið mann, en sér hefði gengið verst að ná silfrinu, því hann hefði haldið því alltaf, þar til hann var búinn að stinga hann 18 banasár (sama rit: 184-185). Og aldrei iðraðist Valtýr því á aftökustað heitaðist hann við alla þá sem voru að drápi hans. Jón heyrðist aftur á móti síðast hafa yfir part af versi úr Passíusálmunum („Hvernig sem holdið fer / hér þegar lífið þver“) og virðist þá hafa verið orðinn uggandi um sáluhjálp sína. Halldór nefnir Valtý illa svo til sögu að hann var „maður svipmikill, stór og illilegur“ (sama rit: 184) og er hann hafði verið skorinn niður úr snörunni var hann „svo hræðilegur, að rétt fáir voru svo 9 Eins og áður er sagt heitir saga Halldórs „Stutt ágrip munnlega sagt af morðingjanum Valtý“. 10 Þessa setningu hefur Magnús Bjarnason fellt niður í sinni uppskrift. " Sagan heitir „Mannvalið hann Jón heitinn Sigmundarson.“ Útgefandi segir í athugasemd (bls 189): „Þessi sögn er skrifuð með sömu viðvaningslegu rithöndinni og uppkastið að sögunni um Valtý á grænni treyju". 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.