Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Síða 122
Múlaþing
urðaður undir Gálganum. Löngu síðar voru
þeir þar einnig hengdir í sama stað Valtýr-
arnir, sá seki og saklausi sem segir í sögunni
af Valtý á grænni treyju“. Er svo að skilja
sem Jón skarði hafi fyrstur manna verið
tekinn af á þessum stað. Sigfús nefnir Runólf
Bjamason á Hafrafelli sem heimildarmann
en hann hafði eftir Sveini Guðmundssyni
(1803-80) afa sínum. Atburður þessi, segir
Sigfús, átti sér stað ,,[á] meðan sýslumenn
bjuggu á Ketilsstöðum á Völlum“ en það er
nokkuð óljós tímasetning. Sögnin virðist þó
benda til þess að fomar sögur hafi gengið um
aftökustað á Gálgaás. - Örnefni kennd við
gálga em annars víða um land í grennd við
foma þingstaði.
Eins og áður var getið leikur Jón
sýslumaður Arnórsson stórt hlutverk í
Valtýssögu Halldórs Jakobssonar. Ekki er
annað sýnna en Halldór hafi sett saman
dómsorð sýslumanns og eru þau býsna
trúverðug. Mætti ætla að höfundurinn hefði
haft einhverja nasasjón af formúlum sem þar
um gilda. Honum sést þó yfir þá staðreynd
að morðingjar og aðrir meiri háttar
sakamenn voru jafnan höggnir (allt til
Friðriks og Agnesar). Hitt er þó meira um
vert að þegar hér er komið sögu var
líflátsdómum yfirleitt skotið til lögréttu á
alþingi og þaðan til konungsnáðar.13 í fyrri
hluta sögunnar fylgir Halldór annars þjóð-
sögunni nokkuð nákvæmlega. Hann notar
mjög beina ræðu í frásögn sinni. Áður var
vikið að ræðu Valtýs en einnig er komið fyrir
samtali milli sýslumanns og Valtýs illa
(Magnús Bjamason 1950:184). Mun slrkt
ekki vera algengt í þjóðsögum enda hefur
Magnús á Hnappavöllum dregið mjög úr
þessum stíl, breytt í óbeina ræðu. Sigfús
Sigfússon hefur síðan enn dregið úr beinu
ræðunum.
I grein sinni um frásögn Halldórs
(1992b) telur Gunnar Hersveinn hann vera
afbragðs góðan sagnamann. M.a. telur hann
(bls. 37) að sögumaður leggi sig allan fram
um að sannfæra lesandann (hlustandann)
um að sagan sé sönn og telur Gunnar
Hersveinn að honum takist það ágætlega.
Hann segir (bls. 38) að sagan sé
listilega vel sögð. Hún er miklu fremur listræn
smásaga en frásögn flokkuð undir þjóðsögur.
Sagnaþulur sögunnar er fyrsta flokks
sagnamaður. Hann hefur sennilega tekið brot frá
ýmsum tímum og raðað þeim svona skemmti-
lega saman; maður var tekinn af lífi, bein voru
undir Gálgakletti, Valtýsvetur, o.s.frv. Það er í
rauninni ekkert sem styður atburðarás sögunnar.
Það eru engin sönnunargögn til en þrátt fyrir það
trúði fólk sögunni í áratugi. Og einmitt það
sannar snilid sagnaþularins. Hann var meistari
blekkingarinnar og sagan er góður og virðingar-
verður skáldskapur.
Einhverntíma hefðu nú bein undir kletti
verið talin til sönnunargagna og ekki
grunlaust um að einmitt þeirra vegna hafi
menn trúað sögunni. Fólk þekkti líka hinar
fornu sagnir um Valtýsvetur sem hafa
sjálfsagt verið taldar sannar. Halldór bjó
ekki sögu sína til úr neinu. Hann hefur
þekkt vel til Valtýssögunnar, líklega í
svipuðu formi og jafnaldri hans, Sigmundur
Long, færði í letur (V-3). Úr þeim efniviði
gerði hann sögu sína og jók við sögnum af
beinum illmennis undir Gálgaási. Það á
ekki illa við að kalla hana „listræna
smásögu“ en líklega hefur Halldór
Jakobsson ekki haft það listform í huga.
Guðni Jónsson, prófessor og sagnasafnari,
kallaði hana „gerviþjóðsögu“ og lýsir því
fyrirbæri svo að það sé eins og ef maður
settist
13 Réttarsögulegum atriðum þessa máls hefur María Anna gert góð skil í ritgerð sinni (1980:57-60).
120