Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 128

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Blaðsíða 128
Múlaþing Þessi vísa er úr ljóðmælum sem séra Bjarni hefur skrifað vinkonu sinni, Vil- borgu húsfreyju Jónsdóttur á Felli í Suður- sveit, konu ísleifs sýslumanns Einarssonar. í kvæðinu kemur fram að „tugina átta telur sér karlinn“ en á öðrum stað er svo að skilja sem hann sé að láta af prestsskap þetta ár. Séra Bjarni mun hafa látið af þjónustu árið 1702 og er ljóðabréfið þá frá því ári, sem kemur heim við það að hann er talinn fæddur um 1621. í kvæðinu segir annars mest frá bágu árferði og verslunarólagi sem skapi neyð til sjávar og sveita en síðan er vikið að Valtýs- vetri eins og til samanburðar. Prestur virðist fjalla nokkuð kunnuglega um þessa óáran svo ætla mætti að eigi væri hún alls fjarri samtíð hans. Eftir nokkrar hugleiðingar hef ég get ráð fyrir því að Bjarni hafi ekki þekkt vetur þennan af eigin reynslu en hafi að öðru leyti haft all góða vitneskju um hann og jafnvel af fólki sem hefði lifað þá óáran. Af þessu er ljóst að leita verður lengra aftur í tímann ef harðindunum á að finna stað, en þá verður fátt við að styðjast annað en lrk- indareikning og getgátur. Þegar farið er að skyggnast í heimildir sem tíðindi telja frá síðari hluta 16. aldar og fram á þá 17. kemur í ljós eitt hallæri af mörgum sem sérstaka athygli vekur. Það skellur á upp úr aldamótunum 1600, nánar til tekið á Magnúsmessu (13. des.) 1601 og varð sólmyrkvi þann dag. Geisa hér síðan aftaka harðindi um allt land á þriggja ára tímabili. Þær heimildir sem hér um ræðir eru Alþingisbœkur og annálar. Þess er að geta að Alþingisbœkumar eru samtíma- heimildir en annálarnir eru ekki færðir í letur fyrr en síðar en styðjast auðvitað við ýmsar ritaðar heimildir, m.a. Alþingis- bækur. Hér verður vitnað til tveggja annála, Skarðsárannáls og Ballarárannáls og þar að auki lslenzkra annálabrota eftir Gísla biskup Oddsson. Þessi rit eru samin um svipað leyti og óháð hvert öðru. Höfund- arnir eiga það sammerkt að vera fæddir fyrir 1600 og hafa því lifað Valtýsvetur ef tilgáta höfundar þessarar samantektar reynist rétt.1 Lítum nú á frásagnir annála. Gísli biskup nefnir sólmyrkva sem hann segir að hafi orðið árið 1600: „Þann 14. desember varð sólmyrkvi í samfleyttar þrjár miðdegisstundir."2 Skarðsárannáll segir við árið 1601: „Sorti á sólu um miðdegisleyti" án þess að mánaðardagur sé tilgreindur. Bitastæðust lýsing á þessu fyrirbæri er þó ekki í neinum af þeim annálum sem nefndir voru heldur í Fitjaannál Odds bónda Eiríkssonar (f. 1640, d. 1719) að Fitjum í Skorradal. Þar segir svo við árið 1601: Skeði hræðileg formyrkvan á sólunni á Magnús- messu fyrir jól, stóð yfir lengi dags eður mestallan daginn, svo sólin varð öll svört, sem boðaði 1 iRifundur Skarðsárannáls var Björn Jónsson bóndi og lögréttumaður á Skarðsá í Skagafirði (f. 1574, d. 1655). Bjöm hóf annálaritun sína að tilhlutan Þorláks biskups Skúlasonar á Hólum og er talið að hann hafi unnið að því verki á árunum milli 1636-1640. Gísli biksup Oddsson í Skálholti (f. 1593, d. 1638) lauk við að rita annálabrot sín í Skálholti þann 24. júlí 1637 og í lok ritsmíðar segist hann hafa safnað efninu saman „úr bréfum áreiðanlegra manna, er treysta má, miðum og ýmiss konar vísum heima hjá mér". Rit Gísla er frumsamið á latínu og mun einkum ætlað útlendingum. Gísli var sonur Odds biskups í Skálholti, Einarssonar skálds og prests í Eydölum. Höfundur Ballarárannáls var Pétur Einarsson bóndi og lögréttumaður á Ballará á Skarðströnd vestur. Annáll hans tekur yfir þau ár sem spanna lífshlaup hans, byrjar á fæðingarárinu 1597 og endar 1665, árið fyrir andlát hans. Pétur styðst lítt eða ekki við ritaðar heimildir, ólíkt þeim Birni á Skarðsá og Gísla biskupi sem höfðu m.a. skjalasöfn biskupsstólanna úr að moða. ^Allar vitnanir til annála eru árfærðar og teknar eftir útgáfu Bókmenntafélagsins: Annálar 1400-1800, sjá heimildaskrá. 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.