Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 156

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 156
Múlaþing gaf henni avgva.......væri mart at tala en liet so onyta vorn dom og li(et dæma) þann davdadom heima æ hieradsþinge og voro flester boklavser en eigi nefndarmenn vtan ef Bjarne Ellendsson var og Þorer Sveins- son og Jon Arngrimsson“. I þessu skjali er margt óljóst og eyður sem ekki verða lesnar. Þó má af því sem lesið verður ráða að sá sem það skrifar eða skrifa lætur, líklega Björn Jónsson á Eyvindará hefur miklar efasemdir um dauðadóm Erlendar Þorvarð- arsonar yfir Sesselju Loftsdóttur. Jafnframt er hér íað að því að skipan dómsins hafi ekki verið réttilega gerð. I Fornbréfasafninu er þessi „kæra“ talin frá árinu 1548, samkvæmt skjalinu þá er það skiáð af Birni Jónssyni en hann var dáinn fyrir 23.maí 1558.61 Fyrir þann tíma ætti kæruskjalið að vera skráð. Þegar varðveisla skjalanna er skoðuð vekur athygli leið þeirra til Norðurlands. Egilsstaðadómarnir eru varðveittir í syrpu sr. Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ en hann var nátengdur Jóni biskupi Arasyni en varð að honum látnum einn virtasti prestur á Norðurlandi undir lútherskum sið. -Auk þess sem hann gengdi sýslumannsembætti um skeið. Gottskálk hafði mikil samskipti við Flólastað var prófastur í Hegranesþingi og um tíma staðgengill Hólabiskups sem officialis í stiftinu. Auk þess var móðurfaðir hans Gottskálk Nikulásson Hólabiskup. Glöggir gangvegir voru þess vegna á milli syrpu séra Gottskálks og bréfabókar Jóns biskups Vilhjálmssonar. Tengdir urðu síðan með séra Gottskálk og Njarðvík- ingum í Borgarfirði eystra þegar Herborg Gottskálksdóttir giftist Magnúsi Þorvarðar- syni frá Njarðvík. Gifting Magnúsar og Herborgar varð 1579. A þeim tíma voru upp á sitt besta sumir þeirra austfirsku lögréttu- manna sem 1543 voru látnir vera dóms- menn í Egilsstaðadómum. Ekki fæ ég séð að augljósir hagsmunir, t.d. Magnúsar Þorvarðarsonar, hafi legið til þess að falsa umrædd skjöl. Hins vegar hefi ég ekki getað rakið hvernig eignarhald Egilsstaða var á síðari hluta 16. aldar. Árið 1552 virðist Þorsteinn Finnboga- son sýslumaður hafa eignast hálfa Egils- staði í jarðakaupum við séra Sigurð Jónsson á Grenjaðarstöðum. Svo er að sjá sem jörðin sé hér talin 20 hundraða en ekki 24 hundraða. Mig grunar að hér sé á ferðinni hluti af Egilsstöðum, þ.e. þau 18 hundruð sem Brandi Guðmundssyni voru dæmd á sínum tíma. Það er mitt álit að Sesselja Loftsdóttir hafi aldrei búið á Egilsstöðum og ekki átt nema sex hundruð úr jörðinni og það hafi verið sá hluti Egilsstaða sem hún seldi Birni Jónssyni á Eyvindará 1540 og hafi þau kaup haldist órift. Niðurstaða Ég tel víst að Guðrún Finnsdóttir sem bréfabók Gissurar Einarssonar greinir frá að hafi gefið Skálholtsstól Egilsstaði í próventu sé sama konan og Guðrún Finnbogadóttir sem nefnd er hjá Guðbrandi Þorlákssyni. Á sama hátt er ég þess fullviss að Sesselja Loftsdóttir hafi verið dóttir Lofts lögréttu- manns Eyjólfssonar. Að Sesselja hafi verið stjúpdóttir Guðrúnar Finnbogadóttur byggir á því að skrifari hjá Gissuri biskupi Einarssyni hafi skrifað inn eftir minni klausuna um skyldleika lagskvenna Bjama Skeggjasonar og snúið þar við staðreyndum. Vissulega má gagnrýna það þegar heimildir eru teknar og lesið úr þeim annað en þar stendur, og verður hver að meta þá meðferð heimilda eins og honum sýnist. Ef ég ber saman heimildir þær sem til eru um morðákæruna á hendur Sesselju og Bjama þá virðast mér öll rök benda til að þar 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.