Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 157
Hamra-Setta
hafi legið að baki
óvild og afbrýði
Guðrúnar Finnboga-
dóttur. Dómur Mark-
úsar Jónssonar frá 3.
júní 1540 gefur ekk-
ert tilefni til að álykta
sem svo að Stein-
grímur Böðvarsson
hafi verið myrtur.
Þótt hinir varðveittu
dómar Erlendar Þo-
rvarðarsonar frá 7.
september 1543 séu
augljóslega falsaðir, þá gefa aðrar heimildir
tilefni til að telja líklegt að Erlendur hafi
kveðið upp dauðadóm í málinu sem ekki
hefur verið í samræmi við lög og sem hefur
verið hnekkt. Yngri skjöl varðandi málið svo
sem dómur Erlendar lögmanns frá 30. júní
1544 og dómur Gissurar biskups Einarssonar
frá 5. ágúst 1544 upplýsa svo ekki verður um
villst að Sesselja hefur ekki verið dæmd til
dauða, þess í stað fær hún dóm hjá biskupi
fyrir alvarlegt siðferðisbrot.
Eftir að hafa kannað og metið tiltækar
heimildir þá er það niðurstaða mín að
Sesselja Loftsdóttir hafi ekki þurft að hlíta
þeim dómi sem Erlendur Þorvarðarson
dæmdi á Egilsstöðum 7. september 1543. Ég
hefi hér fyrr nefnt Egilsstaðadómana
falsskjöl og það er ég sannfærður um að þeir
hafa verið. Ég tel jafnlíklegt að Erlendur
Þorvarðarson hafi kveðið upp einhvem dóm
á Egilsstöðunr sem dæmdur hefur verið
löglaus.
Til þess bendir dómur Gissurar biskups
frá 5. ágúst 1544, þrátt fyrir að ég telji að
skrifari hafi af misgáningi brenglað þar
hlutum.
Egilsstaðadómamir frá 7. september 1543
eins og þeir eru í Syrpu séra Gottskálks bera
þess öll merki að vera „lagaðir“ til þannig að
Hólaland í Borgarfirði. Ljósm.: höfundur.
þeir gæfu tilefni til að rifta eignarheimildum
á, ef að líkum lætur, hluta úr Egilsstöðum á
Völlum og Hólalandi í Borgarfirði.
Þjóðsagan segir að Sesselja hafi eftir
útlegð, barnaútburð og aðrar hremmingar
gifst í Borgarfirði og þótt hin mesta ágætis
manneskja. Ég held að þar hafi sagan verið á
réttri leið.
í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar segir
um Sesselju Sigurðardóttur, móður Sesselju
Jóakimsdóttur húsfreyja á Heyskálum í
Hjaltastaðaþinghá, að Sesselja eldri væri 4.
eða 5. liður frá „Hamra-Settu.“63 Það nær
auðvitað engri átt að Sesselja Sigurðardóttir
sem var fædd 176864 væri 5. liður frá Sesselju
Loftsdóttur fæddri 1505-1515. Þetta gæti
hins vegar verið arfsögn um að Sesselja
Loftsdóttir hefði átt afkomendur sem þekktir
voru í Borgarfirði.
Var Sesselja Loftsdóttir sek eða saklaus.
Þeirri spumingu verður ekki svarað úr því
sem nú er komið svo óyggjandi sé. Ég tel hins
vegar að öll þau gögn sem nú liggja fyrir
bendi til þess að hún og Bjarni Skeggjason
hafi verið saklaus að öðru en hjúskaparbroti
Sesselju og frillulífisbroti Bjama.
155