Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1999, Page 161
s
Arsskýrslur
Minjasafn Austurlands (1998)
Inngangur
Árið 1998 var þriðja fulla starfsár Minjasafns Austurlands eftir að 11 sveitarfélög á Héraði og
Borgarfirði eystri tóku við rekstri þess um mitt ár 1995. Eftir sveitastjórnarkosningar vorið 1998 fækkaði
rekstraraðilum úr 11 í 5 við sameiningu sveitarfélaga. Sveitarfélögin eru: Austur-Hérað, Norður-Hérað,
Fellahreppur, Borgarfjörður eystri og Fljótsdalshreppur.
Starfsemi ársins var öflug og fjölbreytt eins og efnisyfirlit gefur vísbendingu um. Forstöðumenn
stofnananna 3ja í Safnahúsinu; Bókasafns, Héraðsskjalasafns og Minjasafns tóku höndum saman um að
bjóða upp á opna dagskrá í húsinu á vetrum. Auk jólagleði og bókavöku var um að ræða dagskrá á
konudaginn, um vorjafndægur og á sumardaginn fyrsta. Samstarf þetta heppnaðist með ágætum og var
ákveðið að framhald yrði á því.
Sumarstarfsemin var lífleg en afspyrnu léleg tíð á Austurlandi setti strik í reikninginn og aðsókn að
safninu stóðst ekki væntingar. Auk lifandi starfsemi í tengslum við fastasýningu var opnuð sérsýning í sal
safnsins í kjallara og fjallaði hún um 1. áfanga rannsóknarinnar „Mörk heiðni og kristni“ sem Steinunn
Kristjánsdóttir fomleifafræðingur og fyrrum safnstjóri stjórnaði. Steinunn starfaði að 2. áfanga sömu
rannsóknar um sumarið og gekk rannsóknarstarfið vel þrátt fyrir veðurfar.
Snemma árs varð ljóst að umsókn um fjárveitingu úr Raphael-áætlun Evrópusambandsins, sem
Minjasafnið var aðili að ásamt stofnunum í 7 öðrum Evrópulöndum, hlaut brautargengi og hófst samstarfið
formlega á fundi aðilanna í Slóvakíu í maímánuði.
Hér á eftir verður farið nánar í ýmsa liði starfsemi safnins á árinu 1998.
Starfsmannahald
Á árinu urðu þessar breytingar á starfsmannahaldi: Starfshlutfall Grétu Osk Sigurðadóttur lækkaði úr
60% í 50% að hennar ósk. Tímabundinn ráðningarsamningur við Jóhönnu Bergmann rann út 31. maí.
Steinunn Kristjánsdóttir afréð að koma ekki aftur til starfa sem forstöðumaður heldur halda áfram
rannsóknum sínum undir merkjum safnsins enda fengist styrkfé til þess. Jóhanna Bergmann var ráðin
safnstjóri ótímabundið frá 1. júni að telja. Steinunn Kristjánsdóttir rak rannsóknir sínar að langmestu leyti
með fé úr Vísindasjóði Rannsóknarráðs Islands en Minjasafnið greiddi henni ein mánaðarlaun þá þrjá
mánuði sem hún starfaði að fornleifarannsóknum hér. Sumarstarfsmaður var ráðinn í 75% starf frá 1. júní
til 1. september.
Húsnæðismál
I vætutíð haustsins gerði gífurlegan leka af torfþaki á jarðhæð, bæði í sameign og þar sem heyrir undir
Minjasafnið. Byggingarnefnd Safnahússins réði iðnaðarmenn til að ráðast í áveitu- og
þéttingaframkvæmdir á milli loftplatna og gólfs næstu hæðar. Það er samdóma álit þeirra sem að þessu
159