Jökull


Jökull - 01.12.1972, Side 17

Jökull - 01.12.1972, Side 17
til fimtudags 23. þ. m. var loptið fullt með mistr og sólin svo döpr um hádag, að það var opt, að hún gaf hvorki eðlilegt skin né skugga, þó að skýalaust væri í kríng; um sólarupprás og sólarlag var jafnan roði á sól, þegar hún rann í heiði, og svo var einnig að rnorgni 23. þ. m. var þá mikill roði á sól fyrst urn rnorg- uninn, og brá fyrir öðru hverju fram yfir miðj- an morgun, en hún óvenju döpr og hét skin- laust allan þann dag; síðan hefir ekki borið á neinu þessleiðis á sólu né lopti. Hvergi hér syðra né eystra hefir orðið vart öskufalls, — enda hefir veðrstaðan verið stöðug vestanátt og útræna liér syðra og eystra frá 23. þ. mán. Menn hafa tekið eptir þessum missmíðum á lopti og sól víðsvegar um norðr- og vestrland og einnig á franska herskipinu Danaé, sem nú fór kríngum landið á þessu tímabili, en austan yfir Mýrdalssand eru eigi ýngri fregnir en frá 13. þ. m., var þá eigi orðið vart neins ösku- falls þar um sveitir, né misbrests á jörðu eða málnytu; það eina sem þóktu afbrigði, að jarð- eplagras í görðum var íarið að skrælna upp og verða svart, eins og eptir norðanveðr með frosti á hausti; svona fór einnig jarðeplagrasið þar um sveitir í fyrra á meðan eldrinn var uppi.“ 24. ágúst segir í Þjóðólfi (bls. 165—166) enn- fremur: „Af eldgosi því, sem fyrr var getið, hafa enn ekki borist neinar nákvæmar fregnir. Engin missmíði sáust á lofti fjær né nær frá 23. f. mán. þartil sunnudaginn 2. jj. m., þá var enn mjög mikið eldmistr um allt austrloptið, sólin rauð sem eldr um morgun og skinlaus allan daginn, og þó skýjalaust allan daginn og bjart yfir. Þenna dag var liér kuldi af austri landnorðri og eins hafði verið eystra um Rang- árvallasýslu, varð þá vart öskufalls á 1 eða 2 fjallabæjum í Mýrdal hérnamegin við Steigar- háls og á innstu bæum í Fljótshlíð, og þó eigi að miklum mun, sást einnig öskumóða á ofan- verðum Eyjafjallajökli, er þar blasir beint við. Hafði að vísu ferð orðið um dagana næstu á eptir austan yfir Mýrdalssand, en engra missmíða getið um þau héruð, enda var þess eigi von, ef þar hefir verið sama veðrstæða (af austri land- norðri), því sé eldsupptök þessi eins og næst varð komizt í fyrra, um öræfin norðvestan undir Vatnajökli eðr þeim hluta hans, er nefn- ist ýmist Síðujökull eða Skaptárjökull, en öll líkindi eru til að svo sé, þá gat öskufallið eigi náð til neinna þeirra héraða, nema máske 2—3 efstu bæjanna í Skaptártungu.“ I bréfi úr Skaptártungu, dags. 11. ág., birt í Þjóðólfi 25. ág., bls. 176, segir m. a.; „Ekkert vitum vér heldren vant er, um eldinn, og víst er um það, að vér hér upp til fjallanna höfurn ekkert til hans séð í vor, eða sumar, en Meðal- lendíngar þykjast hafa séð hann líkt og í fyrra. Hér er samt opt að sjá sem loptið sé fullt af móðu og mistri, en ekkert er það á við mikla blámann i fyrra; — en mjög er hér þurka- samt.“ Fleira nefna blöðin ekki um gos fyrr en undir áramót 1864. Þá birtist eftirfarandi fregn í Þjóðólfi, 21. des. 1864, bls. 29; „Eldmóðu eða öskumóðu á jörðu þókti víða verða vart uni mánaðar mótin Septbr.—Oktbr. þ. á., helzt á hvítu sauðfé þar sem það var á beit, er það varð krýmótt í frarnan og aptr á háls. Eptir því sem haft er í almæli, þá varð þessa vart um efri sveitirnar í Rangárvalla-, Arnes- og Ivjósarsýslu, um syðri sveitirnar í Borgarfirði á íjallabæum, og einnig vestr í Staðarsveit, eptir því sem síra Sveinn Níelsson skrifaði oss 12. okt. þ. á......Austan af Síðu er oss skrifað 16. f. mán. á þá leið: „Það leit út fyrir í haust, að uppi væri eldrinn á fjallabaki hér, því óvenjulegr blámi var hér yfir allt meir en í viku og sást víða á sauðfé. Samt veit ég ekki að það hafi gjört neinn skaða.“ Blaðið bætir því við, að hvergi annars staðar hafi verið getið um neinn skaða af þessu öskuryki. Ofangreindar frásagnir frá árinu 1863 eru, að mínu viti, óræk sönnun þess, að eldar hafi vakað áfram það ár í eldstöðvunum frá 1862. Einnig má telja mjög líklegt, að þar hafi einnig verið eldur uppi haustið 1864. Sé svo, hafa 2 ár og 3 mánuðir liðið frá því þetta gos hófst og þar til eldar þess slokknuðu með öllu. En vafalítið er, að löng hlé hafa orðið á eldvirkn- inni, og er undir slíkum kringumtæðum ætíð álitamál, hvað telja beri eitt gos. Gildir þetta einnig um Surtseyjargosið og Mývatnselda, og raunar einnig um Heklugosið 1766/68. STAÐSETNING ELDSTÖÐVANNA Af ofangreindum blaðafregnum má sjá, að mönnum var framan af næsta óljós lega eld- stöðva þeirra, er voru virkar sumarið 1862, enda kvartað undan því í íslendingi 18. júlí, JÖKULL 22. ÁR 1 5

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.