Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1972, Qupperneq 18

Jökull - 01.12.1972, Qupperneq 18
svo sem áður getur, að ekkert sé gert til að rannsaka þett.a nánar. Ekki er ósennilegt, að þessi grein í Islendingi, sem líklega er skrifuð af Páli Melsted, er var ritstjóri blaðsins, hafi ýtt undir vin Páls, Grím Thomsen, að fara í leiðangur þann er hann fór snemma í ágúst 1862 til að reyna að finna eldstöðvarnar. Um þessa ferð, sem má kallast næsta merkileg, þar eð ekki var mikið um íslenzka rannsóknaleið- angra á þessuni árum, segir í Islendingi 21. ágúst 1862, bls. 64: - „Frjetzt hefur hingað, að dr. Grímur Thom- sen og nokkrir menn með honum* 1) hafi í önd- verðum þessum mánuði riðið upp af Rangár- völlum norður yfir Tungná, til að forvitnast um eldinn, og komist norður i Hágöngur skammt frá Tungnafellsjökli, hafi þeir þá sjeð reykjairmökk mikinn í austur landsuður, og lagði reykinn suðr á Vatnajökul. Þykja því lík- ur til, að eldgos þetta sje í Vatnajökli norðan- verðum. Ekki urðu þeir varir við vikur eður önnur ummerki þessa jarðelds. En frá urðu þeir að hverfa sökum hagleysis handa hestum sínum.“ Svo sem fyrr getur taldi Þorvaldur Thorodd- sen þetta gos til Vatnajökulsgosa. Hvers vegna hann gerir það, er mér nokkur ráðgáta, því engin þeirra heimilda, sem hann vitnar í varð- andi þetta gos, segir það vera í Vatnajökli. í riti sínu hinu mikla um Odáðahraun (II, bls. 240), lieldur Ólafur Jónsson því fram, að gosið hafi að öllum líkindum verið úr eld- stöðvum norðan Kverkíjallahryggs, og telur sennilegast „að eldvörpin séu í jöklinum í framhaldi af gígaröðunum á Dyngjuhálsinum“. En athuganir Gríms og félaga hans, sem Olafi virðist ekki hafa verið kunnugt um og Thorodd- sen ekki hafa gefið nægan gaum, sem og stefnan á gosmekki úr Meðallandi, taka af öll tvímæli um að svo er ekki. Stefnan austur landsuður frá Hágöngu syðri, sem líklegt er, að miðað hafi verið við, sker jaðar Vatnajökuls rétt suð- ur af Hamrinum og stefnir raunar á Gríms- vötn, sem þó koma ekki til greina sem eldstöð í þetta sinn, en stefnan frá Hágöngu nyrðri er 1) í för með Grími voru m. a. Magnús Stephensen, síðar landshöfðingi, og Bretinn Sir George V/ebbe Dasent (sbr. Thoroddsen, Ferða- bók II, bls. 275, Lfrs. ísl. IV, bls. 99 og Árbók Ferðafél. ísl. 1933, bls. 70-71). 1 6 JÖKULL 22. ÁR rétt norðan Hamarsins. Stefnan úr Meðallandi rétt vestan við fjallið Kaldbak sýnir, að eld- stöðvarnar geta ekki hafa verið á Grímsvatna- svæðinu. Þótt þessi stefna liefði verið tekin frá norðvestustu bæjum í Meðallandi liggur hún yfir Vatnajökul ekki austar en um Hamarinn, og er eldstöðvanna ekki að leita austan við þá línu, en að líkindum nokkru vestar. Sú stað- reynd, að hvergi er getið vatnavaxta í sam- bandi við þetta gos bendir til þess, að ekki hafi gosið undir þykkri ísþekju. Allt þetta; svo og þau ummæli, sem höfð eru eftir Grími og félögum hans, að reykinn hafi lagt „suður á Vatnajökul" sýnir, svo að ekki verður um villzt, að gosið hefur sumarið 1862 einhvers staðar ekki langt suðvestur af Hamrinum, enda segir í ofangreindri grein í Þjóðólfi 24. ágúst 1863, að eldsupptökin hafi, eftir því sem næst varð komizt í fyrra, verið norðvestan undir Skaptár- jökli. Er nokkuð öruggt, að gosið hafi utan jökuls eða mjög nærri jökuljaðri. Ekki er vitað til að gosið hafi á þessum slóð- um vestan jökuljaðars síðan 1864 og þær einu eldstöðvar, sem til greina koma, eru því þær yngstu, sem þarna er að finna, en það eru þær eldstöðvar, sem myndað hafa það hraun, sem Fr. le Sage de Fontenay, sendiherra Dana á Islandi, kannaði fyrstur manna, svo vitað sé, er hann ferðaðist þarna um sumarið 1925 með tveimur fylgdarmönnum, þeim Guðjóni Jóns- syni, oddvita í Ási, og Gunnlaugi Briem, stud. jur., nú ráðuneytisstjóra. (de Fontenay 1926). Þeir fóru frá Illugaveri 1. ágúst, héldu yfir það hraun, sem Pálmi Hannesson gaf nafnið Flagðahraun, og komu að unglegu hrauni, sem rann suðvestur með þeim hæðum, er de Fon- tenay nefndi Vatnsleysuhæðir, og eftir þeim sigdal, ærið tilkomumiklum, sem de Fontenay fannst hæfa að nefndur væri Heljargjá, og hefur hún haldið því nafni. En hraunið nefndi sendiherrann Galdrahraun og er það nafn á Uppdrætti Islands, blöðunum nr. 66 og 76, sem gefin voru út 1943 og 1944, en á aðalkorti bl. 6, gefnu út 1948, og á nýjustu kortum nefnist hraunið Tröllahraun, og segir Ágúst Böðvars- son, að það nafn sé frá Pálma Hannessyni kom- ið. Liggur þá beint við að nefna þá gígaröð, sem myndar þetta hraun, Tröllagíga, og verður svo gert hér, þótt ég verði að játa, að ég er ekki allskostar ánægður með þessi tröllanöfn, því ég sé ekkert sérlega tröllslegt við hraunið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.