Jökull


Jökull - 01.12.1972, Page 21

Jökull - 01.12.1972, Page 21
2. mynd. Hraunborg í syðstu Tröllagígaröðinni (A) séð úr suðvestri. Fig. 2. „Schweisschlackerí' ring in the southwesternmost part (A) of the Tröllagigar craier row. Photo: S. Thorarinsson. Gigaröð B er um 400 m að lengd. Norðaust- ast er stór klepragígur og út frá honum mikil hrauntröð, sem minnir á traðir út frá Laka- gígum, og rekja má um 1200 m norðvestur frá gígnum. Suðvestur frá þessum stóra gíg gengur örmjó gígaröð með a. m. k. sjö gígmunnum. Gigaxaðirnar C—F eru mislangar raðir smá- gíga, aðskildar sumpart af móbergsásum, sum- part af lægðum, þöktum hrauni, sem vera má að hylji eitthvað af gossprungunni. Samanlögð tala gígmunna er rösklega tuttugu. Hraunflæði liefur verið tiltölulega lítið frá þessum gíga- röðum og minnkar eftir því sem norðaustar dregur. En sums staðar er erfitt að ákveða mörk hraunsins af flugmyndum og kort mitt því ekki hið nákvæmasta. Milli F og G er gígaröðin slitin á 4.7 km löngum kafla. Gígaröð G er í dalskoru í um 900 m hæð, suðvestast í Mókollum. Hún er um 400 m löng og á henni má greina fjóra gíga, fremur litla. Stefna þessarar gígaraðar er nokkru austlægari en heildarstefna Tröllagíga. Frá henni hefur runnið hrun, um 1 km2 að flatarmáli, sem er aðskilið frá aðalhluta Tröllahrauns. Gígaröð H. — Miðja vega rnilli gígaraðanna G og I er röð smágíga úr þunnum hraunklepr- um og hefur sú gígaröð hlotið nafnið Blöðrur. Frá henni gengur örlítil hraunsvunta til norð- vesturs (5. mynd). Gígaröð I er sá liluti Tröllagígaraðarinnar, sem virðist liafa verið drýgstur um hraunfram- leiðslu, en þar næst koma gígaraðirnar B og A. Þessi gígaröð teygir sig upp eftir dalsigi, sem skerst inn í Mókolla, alveg upp að 1000 m hæðarlínunni, og hefur hraun flætt úr henni á sléttlendið fyrir vestan í tveim kvíslum. Hlykkj- ast djúpar hrauntraðir niður eftir báðum þess- urn kvíslum (7. rnynd). Gígaröð I er um 1,5 km löng og á henni a. m. k. tíu gígmunnar. Syðsti gígurinn er við endann á lirauntröð syðri hraunkvíslarinnar, en langmesti gígurinn JÖKULL 22. ÁR 1 9 I

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.