Jökull


Jökull - 01.12.1972, Síða 25

Jökull - 01.12.1972, Síða 25
8. mynd. Jaðar Trölla- hrauns við fellið um 1.5 km norður af Dór. Fig. 8. The edge of Trölla- hraun about 1.5 km. N of Dór, Photo: S. Tliorarinsson. og þar, en það hefur víðast runnið yfir úfið undirlag, þar sem eru eldri hraun, og er það ein orsök þess, að það er víða apalhraun. Sums staðar hafa eldár rutt sig eftir að þær hafði ,,lagt“ og eru slikir hraunstraumar jafnan erfiðir yfirferðar. Mér virðist þó, að bæði de Fontenay og aðrir þeir, sem lýst hafa Trölla- hrauni, geri of mikið úr því, hversu ferlega torfært það sé. Flest er afstætt, og víst er þetta hraun víða torfært, miðað við helluhraun, og einnig miðað við gömul og sandorpin apal- hraun, en á báðum þeim stöðum, þar sem ég kom að því, var það auðgengara miklu en Hekluhraunin frá 1947 og 1970 og á köflum gat það talist greiðfært. Sá „niðvana foss“, þar sem Tröllahraun fell- ur niður í Heljargjá, er um 60 m breiður, litlu breiðari en liraunstrengurinn, þar sem það fer aftur út úr gjánni. Þar sem það rennur vestur með Gjáfjöllum, mun það á kafla hafa runnið yfir vatnsósa sanda eða leirur, því þar er nokk- uð af litlum, reglulega lögðuðum gervigígum á hrauninu. Þess var áður getið, að hraunið væri með nokkuð annarlegu yfirbragði. Mikill hluti þess er kafloðinn og jafnloðinn af gráhvítri skóf. Heitir sú á vísindamáli Stereocaulon vesuvian- um. Veit ég ekki annað hraun svo jafnloðið af þessari skóf, en á Lambafitarhrauni frá 1913 er hún einnig mjög áberandi. Að dæma af lýs- ingum de Fontenay’s og Pálma ætti að hafa verið minna um þessa skóf þá en nú sums staðar í hrauninu, enda hátt upp í hálfa öld síðan þeir voru þarna á ferð, en af mynd 3 í áðurnefndu riti Niels Nielsens, sem tekin er af Ljóshólum 1927 og sögð vera af Hágöngu- hrauni, en er auðsæilega af Tröllahrauni, er hraunið þar með sama gráhvíta lit og það nú hefur. Lítið er um annan gróður í hrauninu. A leiðinni yfir það norður af Dór sá ég á stöku stað smjörlauf, grávíði og músareyra, einkum nærri hraunjaðrinum. Þess skal að lokum getið hér, í sambandi við gíga og hraun, að á ökuleiðinni frá Jökulheim- um norður að Tröllagígum austur af Dór er ekið yfir hraun, sem eru ónákvæmlega teiknuð á jarðfræðikortinu Miðsuðurland. Hraun þessi hafa komið upp í tveimur lítilfjörlegum gíga- röðum og er sú vestari eldri. Sú yngri er í mjó- um sigdal og grunnum, og er þar nyrzt agnar- lítill hraunbleðill, sem runnið hefur niður með vesturbarmi sigdalsins, en litlu sunnar kemur upp í sömu gígaröð hraun, sem mun vera um 3,5 km á lengd og hefur runnið aðeins út yfir vesturbarm sigdalsins. Hraun þessi eru að lík- indum forsöguleg. Ólíklegt er, að hin sundurslitna Tröllagíga- röð hafi nokkurn tíma verið virk öll í einu. Hvar á henni gosið hófst, verður ekki sagt með vissu, en stefnan á gosmekki fyrstu dag- anna bendir þó fremur til þess, að það hafi verið á gígaröðinni G—J og öruggt er, að þar um slóðir var eldur uppi, þegar Grímur Thom- sen og félagar hans voru við Hágöngur í önd- JÖKULL 22. ÁR 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.