Jökull


Jökull - 01.12.1972, Page 45

Jökull - 01.12.1972, Page 45
Mælingarnar fara þannig fram, að skynjari í flugvélinni nemur geislun frá ákveðnu svæði á jörðu niðri, en stærð þess fer eftir flughæð. Skynjarinn les eftir línu hornrétt á flugstefn- una og nemur þannig línu eftir línu af ákveð- inni breidd hornrétt á stefnu flugvélarinnar. A þennan hátt kemur fram samfelld mynd af varmageislun frá svæði af ákveðinni breidd und- ir íluglínunni, og eru niðurstöður skráðar ann- aðhvort á Ijósnæma filmu eða segulband. Með því að mæla aðeins geislun á ákveðnu bylgju- lengdarsviði er reynt að forðast truflandi áhrif sólarljóss, sem annars geta verið talsverð. A Kverkfjallasvæðinu voru mælingarnar gerð- ar bæði 1966 og 1968. Þær sýna nokkuð vel dreifingu yfirborðsjarðhitans. Önnur fyrirbæri, sem koma vel fram, er sú sigdæld í jöklinum, suðvestur af jökullónum í Hveradal, sem sprungur urðu í snemmsumars 1959, ennfremur hægfara kólnun frárennslisárinnar, sem kemur undan Kverkjökli. A grundvelli flugmælinganna og mælinga á liita áðurnefndrar ár undan Kverkjökli, sem framkvæmd var af Sigurði Þórarinssyni í jökla- mannaleiðangri 23. júlí 1963, er reynt að meta heildarvarmastreymi i'rá jarðhitasvæðinu, bæði undir jöklinum og utan hans. Komizt er að þeirri niðurstöðu, að það sé 300—540 • 106 cal/ sek., en það er talsvert meira en áður hefur verið gert ráð fyrir, þ. e. 25—125 • 106 cal/sek. Lýsingin á hverasvæði Kverkfjalla er bvggð að hluta á mælingum úr lofti, en einnig á athugunum á jörðu niðri, framkvæmdum af Vatnajökulsleiðöngrum Jöklarannsóknafélagsins 1953 og síðar. S. Þ., G. P. JÖKULL 22. ÁR 43

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.