Jökull


Jökull - 01.12.1972, Side 82

Jökull - 01.12.1972, Side 82
80 JÖKULL 22. ÁR gerði allgóða liláku, sem hélzt næstu daga, með 10—15 stiga hita og miklu sólfari. Svarfaðardalsáin litaðist a£ vatni Teigárár- innar (þótt það sé aðeins lítið brot af heildar- magninu) og var gulmórauð allt til ósa. Hélzt liturinn allt sumarið og fram á haust, en fór smám saman dvínandi. Ekki hafði fólkið á Melum heyrt neitt óvenju- legt í samhandi við þessar breytingar, enda hef- ur hlaupið sennilega gerzt að nóttu. (Hins vegar töldu menn á bæjum hinum megin í dalnum sig hafa lieyrt einhver hljóð frá dalnum um þetta leyti og síðar.) Það, sem hér verður sagt um útlit jökulsins eftir hlaupið, byggist á athugun, sem greinar- höfundur gerði þann 23. júlí eða nærri tveim- ur mánuðum eftir að hlaupið gerðist. Teigadalur er næstyztur þeirra dala, sent ganga suður úr Svarfaðardal innanverðum. Hann er um 2,5—3 km á lengd og dalsmynnið í um 600 m hæð, en dalbotninn í um það bil 900 m hæð. Að sunnan og austan er dalurinn girtur 1200—1300 m háum fjöllum, en að vestan um 1000 m háum. Dalurirm endar í þverhníptri hamraskál, sem er hálfhringlaga og dálítið breiðari en innri hluti dalsins. Innst í dalnum virðist vera um 100—150 m hár stallur, sem líklega nær þvert yfir dalinn, en hann er að mestu hulinn af jöklinum, sem liggur í skálinni fjalla á milli og teygir sig ofan í dalbotninn frant yfir stallinn. Endi jökulsins er í um 740 m hæð, en hækkar snöggt þaðan upp í 880— 900 m liæð (á stallinum), en síðan er aflíðandi Mynd 3. Teigadalsjökull, séð utan úr dalnum. Fig. 3. Teigadalsjökull, a view from the valley. Plioto Helgi Hallgrímsson, July 23, 1971.

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.