Jökull


Jökull - 01.12.1972, Síða 84

Jökull - 01.12.1972, Síða 84
ulsins hefur ekki færzt nærri eins mikið og tungan, sem sjá má af því, að snjórinn er þar viða samhangandi við jökuljaðarinn, þótt hann sé nokkuð sveigður. Flest virðist benda til þess, að jökullinn hafi hlaujrið skyndilega, og hlaupið hafi ekki varað nema mjög stuttan tíma, ef til vill aðeins fá- einar mínútur. Þar sem menn komu ekki að jöklinum næstu dagana eftir hlaupið, verður ekkert sagt um hreyfingar hans á þeim tíma. Þeir, sem komu að jöklinum um og eftir rniðj- an júnímánuð, töldu sig sumir hafa orðið vara við hreyfingar í honum og heyrt skruðninga mikla. Þegar ég kom að jöklinum, varð ég ekki var við neina hreyfingu, fyrir utan hrap og skrið steina og einstakra jaka í tungunni, vegna bráðnunar, sem var allmikil þann dag. Við og við heyrðust dunur eða dynkir, sem efalaust stöfuðu af þessu hrapi. A nokkrum stöðurn sáust þess merki, að vatn hafði flóað út um sprungur í jökuljaðrinum, en flóðið hefur varað stutt, því það hefur horfið í snjóinn án þess að grafa hann neitt að ráði. Eins og áður getur varð ekki vart við neitt sérstakt flóð í ánni um það leyti sem hlaupið gerðist né heldur eftir það. Halldór Hallgrímsson á Melum tjáði mér, að jökullinn í næsta dal fyrir vestan, svonefndum Búrfellsdal, hefði hlaupið einhvern tímann á árunum 1912—13. Þá hefði Búrfellsáin vaxið mjög og verið jökullituð í nokkurn tima. Hins vegar man enginn eftir hlaupi í Teigadalsjökli áður. Hinn rauði litur vatnsins í Teigaránni stafar efalaust af óvenju ríkulegum rauðabergslögum (rauðum gjallleir), sem víða er að finna í daln- um, sem aftur bendir til að hann sé á gömlu eldsprungusvæði. Til þess sama benda hinir sér- kennilegu berggangar, sem kljúfa fjöllin upp í eggjar, sunnan við dalinn, en einn slíkur mynd- ar toppinn á Kerlingunni, sem er hæsti tindur- inn austan dalsins. Þess má geta að lokum, að vatnið í nokkrum lindum rétt fyrir framan dalsmynnið varð greinilega jökullitað eftir hlaupið, en rauða lit- arins gætti þar ekki að ráði. Virtist svo sem hann síaðist úr við það, að vatnið fór gegnum berglögin, en hið fíngerða, gráleita grugg hélt sér betur. Viðbót við ritskrá Jóns Eyþórssonar Jon Eythorsson: Supplement to List of Publications I Jökli 18. ár, 1968, birtist ritskrá Jóns Ey- þórssonar. Síðan hafa þessar greinar komið í leitirnar: 1925 Det meteorologiske arbejde i Jotunheimen sommeren 1924. Naturen, 247—256. 1927 ásamt H. W:son Ahlmann: Introductory survey of the temperature conditions in the Horung Massif during the summers of 1923— 1926. Geografiska Annaler, H 1—2. 1929 Veðurhæð. Almanak Þjóðvinafélagsins, 101 — 104. 1931 Korndyrkning pá Island. Naturen, 26—30. 1964 Breer og bremálinger. í Islands Hydrologi, I 4, 1-9. Den 4. Nordiske Hydrologkonferense, 10.— 15. ág. 1964. Orkumálastjóri, Vatnamælingar, Reykjavík. 1971 ásamt Hlyn Sigtryggssyni: The Climate and Weather of Iceland. The Zoology of Iceland. I, Pt. 3, 62 pp. Munksgaard. Copenhagen and Reykjavík. 82 JÖKULL 22. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.