Jökull


Jökull - 01.10.1998, Side 60

Jökull - 01.10.1998, Side 60
árin en sumarafkoman versnaði (leysing óx) ár frá ári og því varð ársafkoman einnig minni (16. og 17. mynd). Meðalafkoman var jákvœð á öllum skriðjökl- unum 1991-92 og 1992-93, en aðeins á norðurjöklun- um 1993-1994 þegar afkoma á vesturjöklunum var örlítið jákvœð. Síðasta árið (1994-95) var ársafkoma nœrri jafnvœgi á einum jökli, Dyngjujökli, en nei- kvœð á hinum. Þau fjögur ár sem mœlingar ná yfir virðast á engan hátt einstök hvað varðar vetrarúrkomu og sumarhita- stig hér á landi á liðnum áratugum (13.-15. mynd). Ef marka má af nálœgum veðurstöðvum í byggð gœti vetrarafkoman á jöklinum þó hafa verið ofan við lang- tímameðaltal og sumrin voru frekar köld miðað við árin eftir 1940. Einkum vom fyrstu tvö sumrin köld og aðeins eitt, 1994, var hlýrra en meðalsumar árin 1985- 1986. Sumarið 1994 var hlýjast þessara fjögurra sumra, 1992-1995, en leysing var mest sólríkasta sum- arið, 1995, þegar háþrýstisvœði vom tíð yfir landinu. Þetta ár (1995) skar sig því úr öðrum ámm þegar litið er á tengsl sumarafkomu og sumarhita í byggð (18. mynd). Nokkuð beint samband var einnig milli vetrar- afkomu og vetrarúrkomu á nálœgum veðurstöðvum þrjú síðustu árin, en fyrsta jökulárið 1991-1992 féll utan þess. Það ár náðu veðurstöðvamar ekki að lýsa hinni miklu snjókomu á vestanverðum Vatnajökli. Mœlingar fjögurra ára lýsa megindráttum af- komuþátta, þótt afla þyrfti frekari gagna til þess að lýsa meðalgildum og frávikum sem upp geta komið á Vatnajökli. A miðsvœði jökulsins var dœmigerð vetrarafkoma nœrri 2-2,5 m vatns (með 0,3 m frávik- um einstök ár), 1,5 m á vesturjöklunum og 0,5 á norð- urjöklunum. Sumarafkoma á miðsvœðinu var frá +0,5 m til -0,5 m; mest í köldum sumrum með tíðum norð- lœgum áttum sem bœttu nýsnœvi á jökulinn og drógu einnig úr leysingu (1992 og 1993), en hœst í sólríkum sumrum og hlýjum (1995 og 1994). Arsafkoma var frá 2 til 3 m miðsvœðis á jöklinum. Við jökulsporðana í 700-800 m hœð var dœmigerð sumarafkoma um -5 m með frávikum frá -4 til -6 m. í árum þegar afkoma er í jafnvœgi er jafnvœgis- lína, sem skilur að ákomu- og leysingarsvœði, í um 1100 m hœð á suðvesturjöklunum en í 1200-1300 m á norðvestur- og norðurjöklunum. Akomusvœðin eru þá um 55-65% af heildarflatarmáli jöklanna. Hœð jafnvœgislínu sveiflaðist á þessum fjórum árum um 200-300 m og flatarmál ákomusvœða frá 50% til 80% af heildarflatarmáli jöklanna (21. og 22. mynd). Afrennsli leysingarvatns vegna neikvœðrar sumar- afkomu var um 601 s'1 km 2 (lítrar að meðaltali af hverj- um ferkílómetra hverja sekúndu ársins) í árum þegar afkoma er í jafnvœgi. Þar við bœtist sumarúrkoma á jökulinn, vœntanlega 10-201 s'1 km'2. Þau ár sem sumar- afkoma jöklanna var jákvœðust var afrennsli vegna sumarleysingar hins vegar aðeins helmingur þess sem er þegar afkoma er í jafnvœgi, 301 s' krrv2. Mat af afrennsli leysingarvatns frá jöklum er sýnt í 1. 3., 5., 7. og 9. töflu. Dœmi eru um að rennslis- mœlar nœst jökli í Jökulsá á Fjöllum og Köldukvísl sýni minna rennsli en fellur frá jökli. Jökulvatn berst sem grunnvatn fram hjá mœlum og kemur fram í lind- um neðar á vatnasvœðum. 58 JOKULL, No. 45, 1998
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.