Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 60
árin en sumarafkoman versnaði (leysing óx) ár frá ári
og því varð ársafkoman einnig minni (16. og 17.
mynd). Meðalafkoman var jákvœð á öllum skriðjökl-
unum 1991-92 og 1992-93, en aðeins á norðurjöklun-
um 1993-1994 þegar afkoma á vesturjöklunum var
örlítið jákvœð. Síðasta árið (1994-95) var ársafkoma
nœrri jafnvœgi á einum jökli, Dyngjujökli, en nei-
kvœð á hinum.
Þau fjögur ár sem mœlingar ná yfir virðast á engan
hátt einstök hvað varðar vetrarúrkomu og sumarhita-
stig hér á landi á liðnum áratugum (13.-15. mynd). Ef
marka má af nálœgum veðurstöðvum í byggð gœti
vetrarafkoman á jöklinum þó hafa verið ofan við lang-
tímameðaltal og sumrin voru frekar köld miðað við
árin eftir 1940. Einkum vom fyrstu tvö sumrin köld og
aðeins eitt, 1994, var hlýrra en meðalsumar árin 1985-
1986. Sumarið 1994 var hlýjast þessara fjögurra
sumra, 1992-1995, en leysing var mest sólríkasta sum-
arið, 1995, þegar háþrýstisvœði vom tíð yfir landinu.
Þetta ár (1995) skar sig því úr öðrum ámm þegar litið
er á tengsl sumarafkomu og sumarhita í byggð (18.
mynd). Nokkuð beint samband var einnig milli vetrar-
afkomu og vetrarúrkomu á nálœgum veðurstöðvum
þrjú síðustu árin, en fyrsta jökulárið 1991-1992 féll
utan þess. Það ár náðu veðurstöðvamar ekki að lýsa
hinni miklu snjókomu á vestanverðum Vatnajökli.
Mœlingar fjögurra ára lýsa megindráttum af-
komuþátta, þótt afla þyrfti frekari gagna til þess að
lýsa meðalgildum og frávikum sem upp geta komið á
Vatnajökli. A miðsvœði jökulsins var dœmigerð
vetrarafkoma nœrri 2-2,5 m vatns (með 0,3 m frávik-
um einstök ár), 1,5 m á vesturjöklunum og 0,5 á norð-
urjöklunum. Sumarafkoma á miðsvœðinu var frá +0,5
m til -0,5 m; mest í köldum sumrum með tíðum norð-
lœgum áttum sem bœttu nýsnœvi á jökulinn og drógu
einnig úr leysingu (1992 og 1993), en hœst í sólríkum
sumrum og hlýjum (1995 og 1994). Arsafkoma var
frá 2 til 3 m miðsvœðis á jöklinum. Við jökulsporðana
í 700-800 m hœð var dœmigerð sumarafkoma um -5
m með frávikum frá -4 til -6 m.
í árum þegar afkoma er í jafnvœgi er jafnvœgis-
lína, sem skilur að ákomu- og leysingarsvœði, í um
1100 m hœð á suðvesturjöklunum en í 1200-1300 m á
norðvestur- og norðurjöklunum. Akomusvœðin eru
þá um 55-65% af heildarflatarmáli jöklanna. Hœð
jafnvœgislínu sveiflaðist á þessum fjórum árum um
200-300 m og flatarmál ákomusvœða frá 50% til 80%
af heildarflatarmáli jöklanna (21. og 22. mynd).
Afrennsli leysingarvatns vegna neikvœðrar sumar-
afkomu var um 601 s'1 km 2 (lítrar að meðaltali af hverj-
um ferkílómetra hverja sekúndu ársins) í árum þegar
afkoma er í jafnvœgi. Þar við bœtist sumarúrkoma á
jökulinn, vœntanlega 10-201 s'1 km'2. Þau ár sem sumar-
afkoma jöklanna var jákvœðust var afrennsli vegna
sumarleysingar hins vegar aðeins helmingur þess sem er
þegar afkoma er í jafnvœgi, 301 s' krrv2.
Mat af afrennsli leysingarvatns frá jöklum er sýnt
í 1. 3., 5., 7. og 9. töflu. Dœmi eru um að rennslis-
mœlar nœst jökli í Jökulsá á Fjöllum og Köldukvísl
sýni minna rennsli en fellur frá jökli. Jökulvatn berst
sem grunnvatn fram hjá mœlum og kemur fram í lind-
um neðar á vatnasvœðum.
58
JOKULL, No. 45, 1998