Jökull


Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 61

Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 61
Ferðir um Vatnajökul Jón E. ísdal Samantekt um ferðir nafngreindra innlendra og erlendra manna á Vatnajökli fram að fyrstu „Vorferð" Jöklarannsóknafélags Islands 28/6 1953. í níunda árgangi Jökuls sem ber ártalið 1959 er birt bréf til Jóns Eyþórssonar frá Helga Arasyni á Fagur- hólsmýri, undir heitinu „Gengið á Öræfajökul“. Þar rekur Helgi að nokkru ferðir manna á jökulinn og segir í lokaorðum „Þetta er fráleitt tæmandi skrá yfir göngur á Öræfajökul fram til 1942, og mættu aðrir þar um bæta.“ Þessi áskorun þvældist fyrir mér af og til í hart- nær þrjá áratugi eða þar til á stjómarfundi í Jöklarann- sóknafélaginu síðla árs 1988, er hún kom til umræðu með þeim afleiðingum að ekki varð skorast undan að hefjast handa, enda „ekki stórmál að taka saman nokkur orð um þær 30 - 40 ferðir sem famar hafa verið um Vatnajökul fram að fyrstu vorferð félagsins.“ „Þar kom vel á vondan,“ því auk þess að sitja uppi með verkefnið, sem tognaði vemlega úr enda reyndust ferðimar rúmlega 100 fleiri en mig hafði órað fyrir, fór mikill tími í gagnasöfnun og könnun heimilda. Það varð mér til happs að leita fljótlega til Flosa Bjömssonar á Kvískerjum, enda bjóst ég við að svo yrði eftir lestur bréfa Flosa til Jóns Eyþórssonar, en þau eru nú í vörslu Jöklarannsóknafélagsins, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um Öræfajökulsferðir sem mér var ókunnugt um. Dagbækur Flosa svo og dagbækur Helga Arasonar sem Flosi átti greiðan gang að, reyndust náma hvað varðar þennan þátt og renndu styrkum stoðum undir þessa samantekt. Því nefndi ég það eitt sinn við Flosa að hlutur hans væri slíkur, að hann yrði að teljast höfundur að verkinu ásamt mér en við það var ekki komandi, hann teldi sig hafa lítið til málanna lagt og það aðeins bundið við sinn sjón- deildarhring. Ekki skipti hann síðar um skoðun en sagði að sín mætti geta í formála sem heimildarmanns. Skal sú ósk virt þó ég telji hlut hans annan og meiri. Eins og eðlilegt er var víða leitað fanga og hef ég því valið þann kost að geta ekki sérstaklega hinna fjöl- mörgu viðmælenda minna sem veittu mér ómetan- legar upplýsingar, á annan hátt en að vísa til þeirra í heimildalista hér á eftir. Ekki síðri er hlutur þeirra sem á annan hátt hafa veitt mér aðstoð við frágang efnisins og fæ ég öllum þessum aðilum seint full þakkað. I upphafi var sú ákvörðun tekin að raða efninu eftir ártölum og að skrá aðeins þær ferðir þar sem hægt væri að nafngreina einn eða fleiri þátttakendur. Hefur það að mestu gengið eftir þó með fyrirvara um áreiðanleika fyrstu tveggja ártalanna og sama má segja um nokkrar dagsetningar sem ekki tókst að fá nákvæmar en reynt var að miða þær við fyrsta dag á jökli. Frásagnir eru mislangar og kemur þar helst tvennt til. I fyrsta lagi knappar heimildir og í öðru lagi illaðgengilegar heimildir en þá var valin sú leið að skýra ítarlegar frá en ella. Um önnur efnistök ætla ég ekki að fjölyrða. Þrátt fyrir grúsk um langt árabil og kannski einmitt þess vegna geri ég mér góða grein fyrir því að skráin er ekki tæmandi og vil því beina þeirri ósk til lesenda að þeir sendi mér línu finnist þeim eitthvað vanta sem fellur innan framangreinds ramma og ástæða er til að bæta við. 1006 ±? I Fljótsdælasögu segir frá því að Ingjald- ur Nið-Gestsson, er þá bjó á Ameiðarstöðum í Fljóts- dal, og Þorkell Trani „Fóru heiman um várit et efra suður um jökla og kómu ofan í Homafjörð“ en erindi þeirra var að falast eftir skipsferð til Noregs fyrir Grím Droplaugarson og lið hans því honum var ei lengur í landi vært eftir að hafa vegið Helga Ásbjamarson.44 1660 ±? I Jöklariti sínu fjallar Þórður Vídalín um ísfjöll á austanverðu Islandi, sem kennd eru við Skeiðarár- og Breiðamerkurjökla. Þar getur hann frá- sagnar vinnuhjúa Jóns nokkurs Ketilssonar á þá leið að Jón tók eitt sinn þá ákvörðun „að reyna, hvort ekki mundi gerlegt að kanna breidd þessara fjalla. Hann hafi þó komið aftur, eftir að hann hafði verið þar í tvo daga, og hafði skýrt frá því, að hann hefði séð handan JOKULL, No. 45, 1998 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.