Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 96
Guðlaugur Gunnarsson segir um jöklana vestur úr
Örœfajökli að þeir hafi minnkað meira á þessu ári en í
nokkur undanfarin ár og eru mjög sléttir og þunnir í
brúnina.
Kvíárjökull-, segir Helgi Björnsson á Kvískerjum
í bréfi 17. nóvember, „hefur heldur færst í aukana, því
hann er talsvert úfinn og sprunginn víðast hvar að
undanskildum fremsta hlutanum, þó sést að jaðarinn
hefur sumstaðar hækkað lítilsháttar. Stóri grjótjökul-
haugurinn sem hefur verið að færast fram jökulinn er
næstum kominn á enda, á móts við mælingastaðinn.
Og í sumar hefur sandur og möl hreinsast af honum á
stóru svæði, svo að sést í hvítan ísinn.
Hrútárjökull- sýnist vera í jafnvægi eða jafnvel
hafa lækkað.
Fjallsjökull- er að því er séð verður víðast hvar
sléttur og við Breiðamerkurfjall hefur hann greinilega
hopað og lækkað í sumar. Sama hefur gerst við Ærfjall,
því þar hefur hann lækkað og hopað meira en sést hefur
síðari ár. Við mælingastaðinn upp af Fitjum, sýndist
hann vera sléttur og jafnvel hafa lækkað þar, því að
lónið sem er þar við jaðarinn í sömu hæð og áður -
flæddi upp í sprungur og lægðir, allt að 200 m inneftir
frá jaðrinum. Mér kom því á óvart að þar hefur hann
skriðið fram. Ég kom þangað aftur 11. þ.m. Þá virtist
framskriðið vera hætt, því að þá hafði jökullinn hopað
um 2 m frá því í september.... Það er reyndar sérkenni-
legt að sjá hvemig þunn jökulbrúnin skríður sumstaðar
upp á sandöldur og sveigist uppávið á öldubrúninni,
svo undir hana sést í allt að 5 m hæð. A mælingastaðn-
um upp af Gamlaseli er jökulsporðurinn svo sokkinn
ofan í lónið sem hefur verið að myndast þar undan-
farið, að ekki er hægt að nota hann framvegis.
Breiðamerkurjökull- sýnist enn fara lækkandi, svo
langt uppeftir sem séð verður frá láglendinu. Við
Breiðamerkurfjall er hann enn að lækka, eftir því sem
smalamenn, sem árlega eiga þar leið um, hafa lýst
fyrir mér.“
HEIMILDALISTI
Helgi Bjömsson, Finnur Pálsson og Magnús T. Guðmunds-
son. 1993. Afkoma og hreyfing á vestanverðum Vatna-
jökli jökulárið 1991-1992. Raunvísindastofnun Háskól-
ans, RH-93-14.
Helgi Björnsson, Finnur Pálsson og Magnús T. Guðmunds-
son. 1995. Afkoma og hreyfing á vestan- og norðan-
verðum Vatnajökli jökulárin 1992-1993 og 1993-1994.
Raunvísindastofnun Háskólans, RH-95-2.
Jón Eyþórsson. 1963. Variations of Icelandic glaciers 1931-
1960. Jökull, 13,31-33.
Oddur Sigurðsson. 1989. Afkoma Hofsjökuls 1987-1988.
Orkustofnun, OS-91005/VOD-02 B.
Oddur Sigurðsson. 1991. Afkoma Hofsjökuls 1988-1989.
Orkustofnun, OS-91052fVOD-08 B.
Oddur Sigurðsson. 1993. Afkoma nokkurra jökla á Islandi
1989-1992. Orkustofnun, OS-93032ADD-02.
Oddur Sigurðsson. 1995. Síðujökull á flugferð. Jökull, 43,
72.
Oddur Sigurðsson. 1996. Tungnaárjökull veltur fram.
Jökull, 44,1.
Oddur Sigurðsson. 1998. Glacier variations in Iceland
1930-1995. From the database of the Iceland Glacio-
logical Society. Jökull, 45,3-25.
Abstract
Glacier variations 1930-1960, 1960-1990
and 1993-1994
In 1994, glacier variations were recorded at 42
locations, 7 tongues showed advance, one was sta-
tionary and 26 retreated. Measurements could not be
made at 8 of the visited stations because of snow,
debris, rivers, lagoons or lack of reference points.
The summer temperature of 1994 was near the
1931-1960 average, except for June which was cold.
A one km surge of the Síðujökull outlet glacier
from Vatnajökull started at the terminus in January
1994 and was practially over in April. The maximum
advance rate was about 100 m/day. A surge of the
Tungnárjökull outlet glacier from western Vatnajökull
started in the fall of 1994. Surges have started in two
outlet glaciers from the Drangajökull ice cap on the
Northwest Peninsula, Kaldalónsjökull and Leiru-
fjarðarjökull.
Results of mass balance measurements that are
carried out by the National Energy Authority and the
Science Institute of the University of Iceland are
reported in Table 1.
94
JÖKULL, No. 45, 1998