Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 67
1910 9/8 Dr. Max Trautz og Tómas Snorrason
gengu þá á Kverkfjöll austari. Þetta mun vera í fyrsta
sinn sem vitað er að gengið hafi verið á fjöllin.72'96'
1912 19/6 J.P. Koch, A. Wegener, A. Lundager,
Sigurður Símonarson og Vigfús Sigurðsson fóru á
hesmm úr Hvannalindum á Brúarjökul, suður að Esju-
fjöllum, að Veðurárrönd og Þverártindsegg. Þann 23.
héldu þeir af stað til baka og eftir 18 tíma ferð voru
þeir komnir norður af jöklinum á svipuðum slóðum og
þeirlögðu upp.46'78'
1912 26/6 J.P. Koch, A. Wegener, Sigurður Sím-
onarson og Vigfús Sigurðsson fóru, eftir hvíld að lok-
inni Esjufjallaferð, á Kverkfjöll vestari en komust þar
lítt um vegna veðurs.46'78-
1913 ?/7 Gekk dr. Andreas Heusler á Hvanna-
dalshnúk, frá Sandfelli og sömu leið til baka. Hverjir
fylgdarmenn hafa verið mun tæpast öruggt. Jón Páls-
son, Svínafelli, hefur minnst á ferð þeirra Ebelings
1909 en minnist ekki Heuslers 1913 (sem gæti verið
tilviljun í því sambandi). Heusler, sem sjálfur var
þaulvanur fjallgöngumaður, mun sennilega geta hafa
fengið fylgdarmenn í Sandfelli, (e.t.v. Runólf As-
mundsson). Fylgdarmaður Heuslers um landið þetta ár
var Sigurður Sumarliðason.1939
1916 6/7 Guðmundur Hlíðdal, Runólfur Ásmunds-
son o.fl. gengu á Hvannadalshnúk, frá Sandfelli og
sömu leið til baka.1939
1919 26/7 Einni stund fyrir miðnætti lögðu
nokkrir ungmennafélagar úr Öræfum af stað frá Sand-
felli áleiðis á Hvannadalshnúk. Það voru þeir Jón Páls-
son Svínafelli, Oddur Magnússon Skaftafelli, Jón
Oddsson Hofi, Páll Þorsteinsson Hofi, Þorleifur Páls-
son Hofi, Magnús Þorsteinsson Hofi, Karl Magnús-
son Hofi, Þórhallur Jónsson Fagurhólsmýri, Sigurður
Arason Fagurhólsmýri og Þorsteinn Einarsson Fagur-
hólsmýri. í frásögn Jóns Pálssonar segir svo: „Fyrsta
verk okkar þá við komum upp, var að draga íslenska
fánann á stöng [bundnar saman stengur til að úr yrði
hæfilega há fánastöng] og blakti hann í fyrsta sinn
þar. Það var hálftími, sem við stóðum þar við. í raun og
veru mátti það ekki dragast lengur að fáninn okkar
væri látinn blakta þar á hæsta tindinum, sem vottur
um sjálfstæði lands vors.“ Þarna voru sungin nokkur
ættjarðarljóð og eitt ljóð sem Jón Pálsson hafði samið í
tilefni þessarar ferðar en er nú því miður glatað. Þess
skal getið að þennan dag, sem lagt var af stað á
jökulinn, höfðu þeir allir verið í heyhirðingum og hafði
svo verið um alla sveitina. Annars hefðu mun fleiri
farið.19'39'90'
1919 27/8 Hakon Wadell og Erik Ygberg, ungir,
sænskir jarðfræðingar, lögðu upp frá Kálfafelli í
Fljótshverfi, norður Síðujökul og þaðan á Grímsfjall.
Höfðu þeir með sér þrjá hesta, mat og fóður til þriggja
daga og var allur búnaður þeirra á sleða sem hestamir
drógu. Á jökli sóttist þeim ferðin seint í fyrstu vegna
ösku sem borist hafði þangað frá Kötlugosinu árið áður
en þegar á nýsnævi kom gekk allt betur. Á leiðinni á
Háubungu gerðu þeir ýmsar athuganir og nú kom
öskulagið sér vel því eins og Waddell segir „Af ösk-
unni mátti sjá hvað safnast hafði af snjó yfir árið á
hjamjöklinum og hversu mikið hafði bráðnað á leys-
ingasvæðinu." Á Grímsfjall komu þeir að kvöldi hins
31. ágúst og litu þá yfir Grímsvatnaöskjuna fyrstir
manna svo óyggjandi sé. Þessir ungu menn hafa haft
ótrúlegan skilning á eðli Vatnanna því Wadell segir
„Hin eldvirku upptök jökulhlaupanna voru fundin og
þar með megintakmarki ferðarinnar náð.“ Hann getur
þess einnig að „ekki sé útilokað að við stöndum hér
andspænis sigdæld með eldvirkni sem takmarkast við
jaðra hennar“ og „að hér sé ekki um að ræða eitt, heldur
nokkur gosop.“ Þar sem matarbirgðir þeirra og hey
handa hestunum var orðið af skomum skammti urðu
þeir, eftir rúman sólarhring, að halda áfram austur
jökulinn. Þann 4. september, þegar þeir voru komnir í
drög Heinabergsjökuls var færðin orðin það slæm að
þeir urðu að skilja sleðann eftir ásamt öllum þyngsta
búnaði þeirra og að morgni þess 5. voru þeir komnir
niður af jöklinum. Næstu tvær vikur voru þeir við
rannsóknir á jaðarsvæðum Hornafjarðarjöklanna en
þann 18. september héldu þeir á ný upp Heinabergs-
jökulinn, og nú í fylgd Dagbjarts Eyjólfssonar bónd á
Heinabergi, til þess að sækja sleðann og þær föggur
sem þeir höfðu skilið eftir þar. Þá vildi ekki betur til en
svo að á skall linnulaus stórhríð sem stóð næstu tvo
JOKULL, No. 45, 1998
65