Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 71
unum. Er skemmst frá því að segja að sex hestanna
náðust, þar af þrír dauðir en Jón og pósthesturinn
fundust ekki fyrr en vorið eftir þegar bróðir Jóns Bjöm
Pálsson, bóndi á Kvískerjum, sá höfuð pósthestsins
standa út úr ísstálinu.15
1928 10/6 Þá gengu þeir Þorsteinn Guðmundsson,
Reynivöllum, Þórhallur Bjarnason, Breiðabólsstað,
Sveinn Einarsson, Neðribæ, og Ingvar Þorláksson,
Hala, frá Reynivöllum upp Þverárfjall um Fellsár-
jökul, og vestur eftir jökli þeim er liggur milli Þverár-
tindseggjar og Veðurárdals innri, í Mávatorfu sem þeir
kölluðu Þorsteinstorfu og dvöldu þar í fjóra tíma við
náttúmskoðun og eggjatöku. Síðan héldu þeir sömu leið
til baka í byggð. 114
1932 17/6 Guðmundur Jónsson bóndi, Þorsteinn
póstur og Jóa vinnukona fylgdu tveimur Þjóðverjum,
dr. Helmut Verleger og dr. Max Keil, frá Hoffelli á
jökul. Fóru þau inn Hoffellsdal, um Vesturdal og á
jökul við Goðaborg. Þar skildu Hoffellingarnir við
ferðamennina en áður gengu þau þrjú á Goðaborgina
og héldu að því loknu til byggða. Eftir því sem best er
kunnugt mun þetta vera í fyrsta sinn sem gengið er á
Borgina. Þjóðverjarnir fóru þar upp daginn eftir og
rómuðu mjög útsýnið. Síðan gengu þeir að Kverk-
fjöllum en þar skall á þá illviðri og eftir fjögurra daga
bið ákváðu þeir, meðal annars vegna minnkandi
matarbirgða, að snúa aftur. Fóru þeir sömu leið og voru
tvo daga suður yfir jökulinn.41
1932 24/6 Þann dag klukkan 8 að morgni lögðu
þeir Baldur Johnsen og Þorsteinn Guðmundsson
bóndi upp frá Reynivöllum í Suðursveit áleiðis norður
yfir Vatnajökul. Gengu þeir upp Hólmafjall, um
Gabbródal og jökulinn vestanhallt við Þverártindsegg-
ina. Þegar þeir voru komnir á móts við efstu tindana
(1554 m) skildu þeir farangurinn eftir og gengu þar
upp. Höfðu þeir vítt útsýni yfir sveitir og norður jökul
til Kverkfjalla. Eftir því sem gerst er vitað mun þetta
vera fyrsta ganga á Háeggina. Vegna sprungna
komust þeir ekki niður í Svöludalinn, sem þeir nefndu
svo, og höfðu því náttstað í Veðurárdal. Þaðan héldu
þeir svo í jökulsker í austurhluta Esjufjalla, hrepptu
þar hið versta veður sem að endingu knúði þá til þess að
snúa við til byggða.63
1932 26/6 Helgi Arason og Páll Björnsson, Fag-
urhólsmýri, gengu þá á Öræfajökul. Fóru að heiman
frá sér upp með Sléttubjörgum og á jökulbrúnina við
Hnappinn (1851 m). Gengu þeir síðan spölkorn vestur
eftir sléttunni þar sem þeir sneru við og héldu sömu
leið til baka.39
1932 1/7 B.B. Roberts, F.W. Anderson, J.A.
Beckett, P. Falk, W.F.S. Fleming og W.V. Fewis skip-
uðu leiðangur Cambridge háskóla. Verkefni hans var
að „mæla þykkt Vatnajökuls og gera nákvæmar mæl-
ingar og athuganir á strandlengjunni sunnan jökulsins
og öræfunum norðan hans.“ Þeir lögðu á jökulinn upp
úr Staðardal og lentu í miklum erfiðleikum, fyrst
vegna veðurs og síðan krapa. Einnig var flutningur
þeirra mikill eða um 100 kg á mann. Því er ekki að
undra þótt ferð þeirra að Kverkfjöllum hafi tekið 14
daga. Af ýmsum orsökum fóru vísindaiðkanir þeirra
meira og minna úr skorðum, tæki það sem þeir ætluðu
að nota til þykktarmælinga bilaði strax í upphafi, og
veðurfar var þeim allan tímann frekar óhagstætt.
Þegar þeir ætluðu að halda til baka suður yfir jökulinn
skall á þá óveður sem tafði brottför þeirra um 5 sólar-
hringa. Af jökli komu þeir svo þann 1. ágúst á sama
stað og upp var lagt. 45 74
1932 19/7 Síðla dags lagði dr. Helmut Verleger
aftur af stað frá Hoffelli en nú með vanan Vatnajökuls-
fara, Helga Guðmundsson, og Hlöðver Sigurðsson
sundkennara á Höfn sem fylgdarmenn og var förinni
heitið á Snæfell. Þeir fóm sömu leið og fyrr að Goða-
borg en þaðan austanvert með Goðahnúkum að Eyja-
bakkajökli. Ekki treystu þeir sér eftir honum vegna
sprungna heldur fylgdu mótum hans og Brúarjökuls á
fast land. Að lokinni velheppnaðri göngu á Snæfell
fóm þeir til baka á sama stað á jökul en nú vestar yfir
jökulinn og komu niður á Hoffellsjökul milli Nýju-
núpa og Múlaskerja.4Z
1932 31/7 Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöðum,
fylgdarmaður Cambridge leiðangursins, fór þennan
dag ríðandi úr Staðardal 6-7 km inn á jökul til móts við
leiðangursmenn. Undruðust þeir það mjög því upp-
hafleg áætlun þeirra var að koma í byggð 10 dögum
síðar og þá af Öræfajökli. Ekki varð undrun þeirra
minni þegar Homfirðingurinn sagði að sig hefði dreyrnt
JOKUFF, No. 45, 1998
69