Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 103
Jöklarannsóknafélag íslands
Skýrsla stjómar JÖRFI á aðalfundi 28. febrúar 1995
SKIPAN STJÓRNAR OG NEFNDA
Síðasti aðalfundur Jöklarannsóknafélags íslands
var haldinn 22. febrúar 1994. Fundarstjóri var Hjálmar
R. Bárðarson og Guttormur Sigbjarnarson ritari. A
fyrsta stjómarfundi eftir aðalfund, 7. mars, skipti stjóm
með sér verkum og dregið var um röð manna í
varastjórn. Stjómin var þannig skipuð:
Aðalstjórn:
Helgi Bjömsson formaður,
kosinn 1992 til þriggja ára.
Einar Gunnlaugsson varaformaður,
kosinn 1993 til tveggja ára
Oddur Sigurðsson ritari,
kosinn 1993 til tveggja ára.
Jón E. fsdal gjaldkeri,
kosinn 1994 til tveggja ára.
Stefán Bjamason meðstjómandi,
kosinn 1994 til tveggja ára.
Varastjórn:
Hannes H. Haraldsson 1. varamaður,
kosinn 1994 til tveggja ára.
Alexander Ingimarsson 2. varamaður,
kosinn 1993 til tveggja ára.
Ástvaldur Guðmundsson 3. varamaður,
kosinn 1993 til tveggja ára.
Jón Sveinsson 4. varamaður,
kosinn 1994 til tveggja ára.
Valnefnd skipuðu Sigurjón Rist kosinn 1993 til
þriggja ára, Gunnar Guðmundsson, kosinn 1992 til
þriggja ára og Sveinbjöm Bjömssson kosinn 1994 til
þriggja ára.
Oddur Sigurðsson, ritari félagsins, hafði umsjón
með fundagerðum og fréttabréfi, en Einar Gunnlaugs-
son sá um félagaskrá, dreifingu Jökuls innanlands og
utan, gíróseðla og samstarf um slík mál við gjaldkera.
Stjóm félagsins kaus formenn hinna ýmsu nefnda
og völdu þeir sér nefndarmenn. Nefndir vom þannig
skipaðar:
Rannsóknanefnd: Helgi Björnsson formaður og Jón
Sveinsson, Raunvísindastofnun, Hannes H. Har-
aldsson, Landsvirkjun, Oddur Sigurðsson, Orku-
stofnun og Magnús Már Magnússon, Veðurstofu.
Ritnefnd: Helgi Bjömsson og Bryndís Brandsdóttir
tilnefnd af Jörfi og Leó Kristjánsson, Karl Grön-
vold og Kristján Sæmundsson tilnefndir af Jarð-
fræðafélagi. Á árinu lét Leó af störfum og Áslaug
Geirsdóttir tók við sem ritstjóri.
Skálanefnd: Stefán Bjarnason formaður, Alexander
Ingimarsson, Ástvaldur Guðmundsson, Guðlaug-
ur Þórðarson, Jón E. Isdal og Sverrir Hilmarsson.
Bílanefnd: Halldór Gíslason yngri formaður, Árni
Páll Árnason, Garðar Briem, Hafliði Bárður
Harðarson og Þorsteinn Jónsson.
Ferðanefnd: Ástvaldur Guðmundsson formaður, Árni
Páll Árnason, Hannes H. Haraldsson og Soffía
Vemharðsdóttir.
Bílanefnd sá að þessu sinni um störf skemmtinefndar.
Endurskoðendur félagsins voru Elías B. Elíasson og
Ámi Kjartansson.
Hinn 26. janúar 1995 voru félagar skráðir 528, 14
heiðursfélagar, 423 almennir félagar, 9 fjölskyldu-
félagar, 47 stofnanir og 35 bréfafélagar. Auk þess
fengu 7 fjölmiðlar sendan Jökul og fréttabréfið.
Erlendir áskrifendur voru 70.
FJÁRVEITING
Fram að árinu 1992 fékk Jöklarannsóknafélags
íslands styrk af fjárlögum til útgáfu tímaritsins Jökuls
og til rannsókna af fjárlagaliðnum „Vísindaleg starf-
semi, styrkir. Vísinda- og fræðistörf*. Á árinu 1992
nam þessi styrkur 450.000 kr. samkvæmt ákvörðun
JÖKULL, No. 45,1998
101