Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 79
Sigurður Bjömsson, Kvískerjum í Breiðamerkurfjall
að vitja tveggja sauða sem Gunnar átti þar. Þegar þeir
koma í fjallið þar sem heitir Lakar losnar snjófylla úr
gili og hrífur þá með sér. Það vildi þeim til lífs að
Gunnar slapp að mestu við flóðið en Sigurð keyrði það
hátt í 30 metra inn undir jökulinn og þrengdi mjög að
honum. Þar lá hann fram á næsta dag er honum var
bjargað. “■
1937 20/6 Þá er Sigurður Þórarinsson aftur kom-
inn að Hoffelli til þess að halda áfram rannsóknum
Sænsk-íslenska vísindaleiðangursins. Eins og fyrr
getur sá Guðmundur í Hoffelli árið áður um snjó-
mælingar á stikum á Hoffellsjökli og var einnig svo
allt árið 1937. Sigurður hafði sér til aðstoðar harðdug-
legan ungan bónda, Sigfinn Pálsson í Stórulág, og
fóru þeir víða um austanverðan jökulinn. Með Skarp-
héðni á Vagnsstöðum fóru þeir síðan 15. júlí á þær
mælingastöðvar, á og í drögum Heinabergsjökuls, sem
hann hafði fylgst með fram að þeim tíma. Frá Homa-
firði fór Sigurður þann 31. júlí.3<s-
1937 3/7 Kjartan Ólafsson, bróðir hans og Oddur
Magnússon fóru þann dag á Hvannadalshnúk. Hófu
þeir gönguna í Sandfelli og luku henni þar.40
1937 11/7 Tuttugu og einn Öræfingur gekk frá
austurbæjum Öræfa á Hvannadalshnúk. Fóru þeir í
tveimur hópum, sinn hvora leið, annar upp frá Kví-
skerjum en hinn frá bæjunum Hnappavöllum, Fagur-
hólsmýri og Hofsnesi, upp frá Sléttubjörgum. Mættust
þeir við Hvannadalshnúk er Kvískerjahópurinn var að
koma niður af hnúknum. Fóru hópamir niður sömu leið
og þeir höfðu komið. Skyggni var ágætt. Frá Kví-
skerjum voru Flosi, Ari, Sigurður, Ingimundur Bjöms-
synir, Guðrún Bjömsdóttir og Sigríður Eiríksdóttir. Frá
Hnappavöllum munu hafa verið Páll Þorsteinsson,
Gunnar Þorsteinsson, Þorsteinn Jóhannsson, Jón
Jóhannsson, Páll Stefánsson, Þorlákur Stefánsson,
Bjarni Gíslason, Ingimundur Gíslason, Guðný
Gísladóttir, Þuríður Gísladóttir og Þóra Stefánsdóttir.
Frá Fagurhólsmýri Páll Björnsson, Ari Jónsson og
Guðrún Jónsdóttir. Frá Hofsnesi Helgi Stefánsson. 19 39
9. mynd. Ferðamenn á Skeiðarárjökli. Skeiðará og Skaftafellsheiði í baksýn. Ljósm. Ingólfur ísólfsson, ?/7 1937.
- Travelers on Skeiöarárjökull. Skeiðará and Skaftafellsheiði in the background.
JÖKULL, No. 45, 1998
77