Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 70
daga með þeim afleiðingum að mestur hluti búnað-
arins, ásamt tveimur af fjórum hestum þeirra, tapaðist
og máttu þeir þakka fyrir að komast hraktir til byggða
á ný 32-33-96-97-111.
1921 21/7 í bréfi dagsettu 8/2 1960 sem Skarp-
héðinn Gíslason bóndi á Vagnsstöðum sendi Jóni Ey-
þórssyni segir hann „Fyrstu ferð mína hjer inná jökul
mun ég hafa farið einn 21. júlí 1921, og þá uppá tind-
inn norðvestur af Birnudalstindi, og mun sá tindur
vera talinn vera Birnudalstindur af „Generalstaben“
eða dönsku landmælingamönnunum en þetta er skökk
staðsetning á Birnudalstindi, og þarf sem fyrst að
lagfærast það er staðsetjast rjett á næstu kort af
þessum stað.“ "■
1923 7/8 Guðmundur G. Bárðarson, Pálmi
Hannesson og Th. Bjerring Pedersen fóru frá Svartár-
koti suður um Ódáðahraun á Vatnajökul til þess að
svipast um eftir gosstöðvum Vatnajökulsgossins frá
árinu áður. Þeir fóru frá Gæsavötnum á jökulinn og
voru komnir á norðanverða Bárðarbungu þegar á þá
skall stórhríð með frosti og fannburði. Héldu þeir þá til
norðurs og komu af jöklinum á Dyngjuháls. 73 80
1925 16/8 Ruthven Stuart, Jón Pálsson frá
Svínafelli og Tómas Snorrason gengu frá Sandfelli á
Hvannadalshnúk og sömu leið til baka.6
1926 15/7 Helgi Guðmundsson, Unnar Bene-
diktsson og Sigurbergur Ámason, þrír ungir Homfirð-
ingar sem ákváðu að fara í ferðalag yfir Vatnajökul því
„aumt sé að eyða allri ævi á þann veg, að einskis sé að
minnast að æviferli gengnum annars en litlauss hvers-
dagslífsins.“ Þeir lögðu á jökul innst á Hálsaheiði, fóm
skammt sunnan Kverkfjalla og af jökli vestur undir
Kistufellskrika. Eftir dvöl hjá vinum og frændfólki í
Eyjafirði héldu þeir til baka sömu leið og komu af
jökli á Gæsaheiði þann 28. júlí.31-
1926 2/8 Þann dag héldu þeir Fr. le Sage de
Fontenay þáverandi sendiherra Dana á Islandi og
Gunnlaugur Briem, laganemi, (síðar ráðuneytisstjóri)
úr tjaldstað í Heljargjá við Vatnsleysuöldur og var för-
inni heitið að Kerlingum í vestanverðum Vatnajökli.
Þeir höfðu komið þangað ríðandi kvöldið áður eftir tíð-
indalitla ferð úr Illugaveri og notið leiðsagnar Guðjóns
Jónssonar bónda í Ási og áður fjallkóngs Holtamanna.
Tilgangurinn með þessu ferðalagi var að kanna hið lítt
þekkta svæði sem afmarkast af Köldukvísl, vestan-
verðum Vatnajökli og Tungnaá. Þeir lögðu af stað
gangandi upp úr klukkan átta um morguninn en
Guðjón varð eftir og gætti hestanna. Héldu þeir yfir
hraunið, sem Fontenay gaf ýmis nöfn svo sem Galdra-
hraun, Gráahraun og Mosahraun, í átt að norður enda
Bláfjallanna og þar upp á hæsta hnúkinn því
Fontenay hélt að „fjöllin væru áföst jöklinum.“ Svo
var ekki heldur tók við hraunslétta „nálægt 5 km
breið“ yfir að Jökulgrindum. Rétt áður en að Grindun-
um kom varð fyrir þeim upptakakvísl Tungnaár og óðu
þeir hana í þremur, rúmlega hnédjúpum álum. Ána
kallaði Fontenay Ulfaldakvísl eftir lægri Kerlingunni
sem hann nefndi Ulfalda. Við jökuljaðarinn vom tvö
allstór vötn sem hann skýrði Gunnlaugsvatn og
Sigríðarvatn. Ofan í það fyrmefnda og suður með því
að austan, féll skriðjökulstunga sú er rann milli Kerl-
inganna. Sameinaðist hún Tungnaárjökli svo að hærri
Kerlingin var í raun jökulsker. Þeir gengu á jökulinn,
eftir haftinu milli vatnanna, austur og norður fyrir
hærri Kerlinguna sem Fontenay kallaði Ljónið. Síðan
halda þeir niður Sylgjujökul og eftir Mosahrauni í
Heljargjá. Þangað koma þeir svo á öðmm tímanum um
nóttina, eftir 15 stunda göngu um eitt allra fáfamasta
svæði landsins.25-
1927 7/9 Ef ekki þótti fært yfir Jökulsá á Breiða-
merkursandi var það venja að fara fyrir hana á jökli
annað hvort á undirvarpi ef svo hagaði til eða hinn
lengri jökulveg sem oftar en ekki gat verið erfiður og
illfær vegna hryggja og sprungna. Framangreindan
dag komu austan að ánni þau Þorlákur Þorláksson,
póstur, Jón Pálsson, kennari, Þórhallur Bjarnason,
bóndi, Steinunn Þórarinsdóttir og Sveinn Einarsson,
frá Breiðabólsstað og Þorsteinn Jónsson, bóndi og Þór-
unn Þórarinsdóttir frá Sléttaleiti. Þegar skammt hafði
verið farið á jökli varð leiðin torsótt og þurfti því að
höggva ísinn. Fóru fjórir karlanna til þess verks en
einn gætti hestanna. Stóðu þeir á brattri brún ofan við
útfall árinnar og var Jón Pálsson nýkominn til þeirra
þegar jökullinn brast. Fór Jón þar niður með hest-
68
JÖKULL, No. 45,1998