Jökull


Jökull - 01.10.1998, Side 98

Jökull - 01.10.1998, Side 98
Eins og jafnan áður var unnið að margháttuðum rannsóknum í ferðinni. Fer hér á eftir stutt yfirlit með niðurstöðum eins og þær liggja fyrir. I Grímsvötnum var hæð íshellunnar og vatnsborðið mælt með GPS GIS tækjum Landsvirkjunar. Hæðin á borstaðnum reyndist 1471,4 m y.s. en vatnsborð í lítilli vök á gosstöðvunum reyndist 1443 m. Ekki er víst að sú vök sýni rétt vatnsborð enda augljóslega ekki í beinum tengslum við vatnið undir hellunni. Líklegt er að vatnsborðið liggi 1- 2 metrum lægra og er vatnsborðið þann 14. júní því talið hafa verið 1442±2 m y.s. Hefur vatnsborðið risið um 15-17 metra á einu ári og vantaði þá 8 rnetra til að ná sömu hæð og fyrir hlaupið 1991. Ef að líkum lætur má búast við Grímsvatnahlaupi í vetur eða næsta vor. Ekki tókst að mæla hæð Grímsvatnaskarðs að þessu sinni vegna þoku. Vetrarákoman á borstaðnum (64° 25.0'N, 17° 20.0'V) var mæld 11. júní og reyndist árlagið 4,71 m þykkt og vatnsgildi þess 2550 mm. Er þetta nærri meðallagi. Ekið var urn Grímsvötn með GPS GIS tækin og mæld nokkur samfelld hæðarsnið. Verða þau notuð til að gera kort af yfirborði íshellunnar en það breytist með hækkandi vatnshæð. A Saltaranum var komið fyrir nýrri sjálfvirkri veð- Freyr Jónsson gerir klártfyrir borun á Örcefajökli. urstöð. Mælir hún hita- og rakastig, vindhraða og vind- stefnu auk sólgeislunar. Þá var í ferðinni vitjað urn veðurstöðvar Landsvirkjunar á Brúarjökli og Skála- fellsjökli og lesið af þeim. Vetrarákoman var mæld á sléttunni milli Hvanna- dalshnúks og Hnappa (í 63° 59.8'N, 16° 39.0'V) þann í 12. júní. Boruð var 10,8 m djúp hola og reyndist árlagið 10,2 m og vatnsgildi þess 5750 mm. Er þetta dálítið minna en mælst hefur á þessum stað undanfarin tvö ár Vitjað var um stikur þær sem leiðangur Landsvirkj- unar og Raunvísindastofnunar setti upp á Brúarjökli, Dyngjujökli og Köldukvíslarjökli í byrjun maí. Voru þær mældar inn með GPS tækjum og verða þær stað- setningar notaðar til að reikna skriðhraða jöklanna. Ferðin tókst með ágætum og sýndi að hægt er að fara vorferðir í Grímsvötn án atbeina snjóbíla. Hinu er ekki að leyna að reynt var að haga skipulagningu ferð- arinnar með hliðsjón af takmarkaðri flutningsgetu. Eldsneytisbirgðir félagsins á Grímsfjalli voru kláraðar að rnestu. Erfitt rnundi hafa reynst að ljúka öllum verkefnum leiðangursins hefði birgðanna ekki notið við enda færi á jöklinum þungt lengst af. Engin þung rannsóknartæki eins og íssjá, jarðskjálftamælar eða bræðslubor voru tekin með að þessu sinni. Er augljóst að öflugan snjóbíl þarf til flutninga næst þegar farið verður í vorferð með slík tæki. Fararstjóri í ferðinni var Magnús Tumi Guðmunds- son. Sjöfn Sigsteinsdóttir sá um eldhússtjórn og birgðahald en margir lögðu gjörva hönd á matseld og uppvask og var það mál manna að allt hefði það farið vel fram. Ástvaldur, ferðanefndin og bílanefndin báru hita og þunga af undirbúningi ferðarinnar. Landsvirkjun lagði til bíl og Vegagerðin styrkti félagið til elds- neytiskaupa. Framlag þessara stofnanna var mikilvægt og þakkarvert. Bílar leiÖangursins við Nagg í Grímsvötnum. 96 JÖKULL, No. 45, 1998
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.