Jökull


Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 87

Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 87
1952 7/7 M.S. Wilkinson, A.J. Clissold, R.H. Jewitt og J.S. Heatley frá Durham háskóla, ásamt Sverri Scheving Thorsteinssyni, er var með þeim um tíma, gerðu ýmsar athuganir og mælingar á Breiða- merkursandi, Breiðamerkurjökli og Esjufjöllum. Fóru þeir af Breiðamerkursandi þann 24. ágúst. 108 1952 ?/7 Ada Holst, Jón Eyþórsson og Eysteinn Tryggvason fóru frá Kvískerjum að Breiðárskála. Þar varð Ada eftir en Jón og Eysteinn héldu samdægurs í Esjufjöll til þess að sjá hvernig skálinn þar hefði kom- ið undan vetri. Fengu þeir gott veður, gistu og héldu til baka að Breiðá daginn eftir. 17 1952 13/8 R.G.T.St. Leger og H.A. Gall fóru frá Sandfelli á Öræfajökul og ætluðu að ganga á Hvanna- dalshnúk en sneru við vegna jökulsprungna. Daginn eftir lögðu þeir upp á ný og stóðu á Hvannadalshnúki eftir tæplega níu tíma göngu. Þeir fóru niður sömu leið og voru komnir að Sandfelli eftir þrjá og hálfan tíma.83 1952 18/9 Þá gengu Flosi, Helgi og Ingimundur Björnssynir, Kvískerjum, upp Breiðamerkurjökul í Esjufjöll, og sömu leið til baka. Þeir fóru frá Breiðár- skála að afhallandi nóttu og komu heim nokkru fyrir lágnætti. Jón Eyþórsson hafði látið þess getið að í Esjufjallaskála væri rafgeymir sem þeim stæði til boða að nýta ef þeir kærðu sig um. Með því að veður og færi var gott, ákváðu þeir að vitja um geyminn. Ganga þessi reyndist þó mikilvægari en að var stefnt, því skálinn var mjög illa farinn eftir hvassviðri er gert hafði nokkrum dögum áður, var mikið opinn og sums staðar brotinn. Heppnaðist þeim að bæta verstu skemmdimar og loka skálanum nokkum veginn. Stóð skálinn uppi fram á sumarið eftir, þar til hægt var að treysta hann betur. Endalok hans urðu samt þau að hann liðaðist í sundur og fauk af grunninum. Hefur það gerst eftir 28. júní 1965, því þá er skrifað í gestabók skálans án athugasemda, en fyrir 29. júlí 1966 er félagar úr Reading Mountaineering Club koma þar og færa til bókar örlög skálans. Svo vel gengu þeir frá mmm í §|g|Ifííálfl 14. mynd. „Jökladans.“ Vorferð Jöklarannsóknafélagsins á leið í Kverkfjöll. Grímsfjall í bakgrunni. Ljósm. Hjálmar R. Bárðason, 9/6 1968. - An expedition ofthe Iceland Glaciology Society heading to Kverkfjöll. Grímsfjall in the background. JOKULL, No. 45, 1998 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.