Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 102
ekki ráð á dýrum bílakaupum. Þess vegna eru bílamál-
in enn í biðstöðu en stjómin hefur fullan skilning á
áhuga bílanefndar á því að kaupa bíl, hvort sem það
yrði torfæmjeppi, sem gæti nýst bæði til flutninga að
jökulrönd og á jökli eða beltabíll. Auknum bílakosti
fylgir þörf á bílageymslu í Reykjavík, jafnvel í Jökul-
heimum, ef snjóbíll yrði keyptur. Þess skal að lokum
getið hér að bílanefnd hefur tekið að sér að vinna að
viðhaldi ýmissa tækja, t.d. bræðslubors og íssjár
Raunvísindastofnunar.
HAUSTFERÐ
Haustferðin í Jökulheima var farin 10.-12. septem-
ber og tókst hún einstaklega vel. Farið var í Heljargjá,
gengið að Dómum, nornakatlar skoðaðir, síðan ekið
að Fóstrufelli, Grindakvísl og fossinn Fleygir könnuð
og að lokum gengið inn í Jökulkrók og rætt um þær
miklu breytingar sem þar hafa orðið á jöklinum á
undanfömum árum. Alls fóru 43 í ferðina. Fararstjóri
var Stefán Bjamason.
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíð var haldin laugardag 13. nóvember
heima hjá Halldóri Gíslasyni, yngri, í Mosfellssveit
og tókst hún mjög vel. Stjórnin þakkar Halldóri, hans
konu og öllum þeim sem unnu að undirbúningi mjög
vel unnin störf.
GJÖRFI
Skíðagöngufélagar í GJÖRFI fóru sínar venjulegu
heilsubótagönguferðir frá Nesti í Ártúnsbrekku.
VERÐMÆTI FRÍMERKJASAFNS OG
KOSTNAÐUR VIÐ LJÓSPRENTUN
JÖKULS
Vegna fyrirspurna á síðasta aðalfundi um verð-
mæti frímerkjasafns félagsins var það kannað hjá
þremur frímerkjasölum og voru þeir sammmála um
að það væri verðlítið. Ennfremur var vegna fyrir-
spurnar kannað hvað kostaði að ljósprenta elstu ár-
ganga Jökuls og kom fram að verð heftanna yrði
meira en söluverð hjá fornbókasölum.
FYRIRHUGAÐAR RANNSÓKNIR
Það er venja í lok þessarar skýrslu að drepa á rann-
sóknaverkefni sem framundan eru. I vor mun væntan-
lega lokið íssjármælingum á Skeiðarárjökli sem hófust
s.l. vor með tilstuðlan Vegagerðar og Landsvirkjunar.
Um er að ræða 1000 km2 svæði og að loknum þeim
mælingum verður Vatnajökull allur mældur að undan-
skildum Öræfajökli, litlu svæði norðan við Esjufjöll og
smájöklana sem falla austur frá Breiðubungu. Lang-
jökull verður þá einn eftir af stóru jöklunum og hefur
stjóm félagsins rætt um að vel færi á því að félagið
kæmi að mælingu hans árið 1995. Að lokinni kortagerð
af þessum jöklum mun íssjármælingum væntanlega
beint að könnun á útbreiðslu öskulaga í jöklum til þess
að kanna afkomu jöklanna frá því öskulögin féllu. Þá
kann einnig að koma að því að borað verði til botns í
einhvern stóru hveljöklanna, m. a. til þess að kanna
öskulög og fræðast um eldvirkni og aldur jöklanna. Á
næstu árum munu aukast hér á landi mælingar á af-
komu jökla og skriði íss niður að jökulsporðum, auk
jökulleysingar og sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar
verða settar á jökulsker. Kæmi vel til greina að þær
yrðu við alla skála félagsins. Þessar rannsóknir munu
tengjast auknum áhuga manna á áhrifum loftslags-
breytinga á afkomu jökla um allan heim.
I Grímsvötnum er á næstu árum stefnt að auknum
bomnum með bræðslubor gegnum íshelluna og ýmsa
sigkatla til þess að mæla hitastig og efnasamsetningu
vatns. Það yrði til aukins skilnings á jarðhitasvæðum
undir jökli og eðli jökulhlaupa. Þá er rætt um að hefja
samfelldar mælingar á vatnshæð Grímsvatna með því
að koma fyrir þrýstingsmælum á botni þeirra. Niður-
stöður yrðu sendar með fjarskiptum upp á Grímsfjall
og síðan til byggða.
Þá vil ég enda þessa skýrslu á því að geta þess að
hér var í ágúst haldinn vinnufundur á vegum Vísinda-
stofnunar Evrópu um ferli við botn jökla. Hann sóttu
15 erlendir jöklafræðingar. Þá er fyrirhugað að halda
hér alþjóðlega ráðstefnu um rof jökla árið 1995 þegar
100 ár verða frá fæðingu Jóns Eyþórssonar, stofnanda
og fyrsta formanns þessa félags. Færi vel á að minnast
þess með slíkri ráðstefnu.
Helgi Bjömsson
100
JÖKULL, No. 45, 1998