Jökull


Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 100

Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 100
árið 1994 var sama tilhögun viðhöfð, að fjárlaganefnd tilgreindi ekki hvemig upphæðum ætti að skipta milli þeirra sem fjárveitingar hljóta af fyrrgreindum fjár- lagalið. Þar sem ákvörðun um fjárveitingu til okkar er ekki lengur í höndum fjárlaganefndar heldur mennta- málaráðuneytisins, og í ljósi fyrri afgreiðslu, óttast ég að félagið fái ekki heldur styrk á þessu ári. Eg á hins vegar erfitt með að trúa því að hér sé um að ræða þá stefnu að leggja útgáfu Jökuls niður, en það verður hins vegar reyndin, ef opinber styrkur fæst ekki til útgáf- unnar. Jökull er eina fræðilega jarðvísindatímarit lands- manna, þar sem birtist árangur íslenskra rannsókna á erlendu máli til kynningar innanlands og erlendis. Markaður fyrir tímarit með slíku efni stendur aldrei undir útgáfukostnaði og ekki er unnt að halda uppi starfi Jöklarannsóknafélags Islands ef öll félagsgjöld renna til útgáfu ritsins. Því er opinber styrkur forsenda þess að ritið geti gegnt þessu mikilvæga hlutverki. RANNSÓKNIR Rannsóknir á vegum félagsins s.l. ár beindust eins og undanfarin ár að Grímsvötnum og mælingum á jöklabreytingum. Arleg rannsóknaferð Jöklarannsóknafélagsins var farin til Grímsvatna dagana 17.- 25. júní. Þátttakendur voru 22. Ferðanefnd, undir formennsku Astvalds Guðmundssonar sá að mestu um undirbúning ferðar- innar. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en Sólveig Kristjánsdóttir var birgðastjóri og stjórnaði matseld. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði lagði til Flex- mobil snjóbíl, tveir félagar og Raunvísindastofnun hver sinn jeppa og auk þess vom fimm vélsleðar með í ferðinni. Landsvirkjun lagði til vörubíl í ferðirnar til og frá jökli og hefil til þess að opna leiðina inn í Jökul- heima. Arangur af rannsóknum var mikill. Unnið var að eftirtöldum verkefnum: 1. Hæð vatnsborðs Grímsvatna var mæld í vök undir Vestari Svíahnúk. Hinn 19. júní s.l. mældist hún 1410 m y.s., sem er um 21 m lægra en á sama tíma í fyrra. 2. Landmælt var 4 km langt snið norðaustur úr Vötn- unum til þess að fá mat á ísskrið inn að þeim. 3. Vetrarafkoma var mæld á miðri íshellunni og reyndist 5,96 m (af snjó), vatnsjafngildi 3170 mm, sem er nokkuð yfir meðallagi. 4. Boruð var 25,6 m djúp hola með kjamabor á Gríms- vatnahellunni og 12 m hola á Öræfajökli, tekin sýni til samsætumælinga og mældur eðlismassi. Fram kom að vetrarúrkoma á Öræfajökli jafngilti um 7000 mm vatns og er það mesta úrkoma sem mælst hefur hér á landi. Rennir það enn frekari stoðum undir það að hámarksúrkoma hér á landi sé enn hærri en talið hefur verið. 5. Hæð Hvannadalshnúks var mæld með siglingatungl- um (með svokölluðum DGPS-tækjum) og mældist hún 2111 m, en óvissa er 5 m til eða frá. 6. Unnið var að íssjármælingum til þess að kanna hvar íshellan á Grímsvötnum fer á flot. Auk þess var fyllt í nokkrar eyður frá íssjármælingum á Skeiðarárjökli fyrr um vorið, sem unnar höfðu verið á vegum Raunvísindastofnunar Háskólans fyrir Vegagerð ríkisins og Landsvirkjun. 7. Gert var við jarðskjálftamæli Raunvísindastofnunar Háskólans á Grímsfjalli, sem hafði verið bilaður. 8. Gufubað var opið við Saltarann að venju en nú var einnig sett upp sturta, sem gerð var úr slöngu, eins og hálfslítra gosflösku úr plasti og olíudælu, sem rekin var niður í vatnstunnu. Mælingar á jökulsporðum og framhlaup jökla Mælingar á stöðu jökulsporða voru með svipuðu sniði og áður undir stjóm Odds Sigurðssonar. A árinu unnu félagar að mælingum á jöklabreytingum með því að mæla hop og framskrið á um 40 jökulsporðum víðsvegar um land. Sú vinna er ólaunað sjálfboðastarf, en félagið greiðir styrk vegna eldsneytiskostnaðar. Könnun á afkomu og hreyfingu á Vatnajökli A árinu unnu félagar á Raunvísindastofnun og Landsvirkjun að mælingum á afkomu og hreyfingu á Síðujökli, Tungnaárjökli, Dyngjujökli, Brúarjökli auk Grímsvatnasvæðisins. Afkoma var mæld með bomn- um og hreyfing með GPS-tækjum. Markmið verkefn- isins hefur verið að fá fram á næstu árum sem besta mynd af því hvaða jöklar hér á landi hafa hlaupið fram og áhrifum framhlaupanna á afkomu þeirra, færslu íss niður þá og afrennsli vatns frá þeim. Þá fer fram skipulögð athugun á því á hvaða skriðjöklum stefnir í framhlaup; með mælingum á afkomu jöklanna, út- reikningi á jafnvægishraða og mælingum á raunvem- legum hraða. Fram hefur komið að skriðjöklar í 98 JÖKULL, No. 45, 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.