Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 77
Grænalóns, eftir Eystra-fjalli og á Skeiðarárjökul á ný
við Súlutinda.49'51
árinu áður, héldu þeir norður og vestur fyrir Vötnin, á
Síðujökul og í byggð við Rauðaberg.51
1935 27/5 Franz Stefan, Rudolf Jonas og Franz
Nusser, Austurríkismenn lögðu á Dyngjujökul úr
vestanverðu Holuhrauni. Var þá Dyngjujökull ný
hlaupinn og torveldaði það mjög ferð þeirra fyrstu
dagana. Þeir komu í Grímsvötn og tóku þar ágætar
Ijósmyndir. Þaðan héldu þeir svo að Kerlingum í
vestur jaðri jökulsins, því næst að Pálsfjalli og af jökli
austan Hágangna.85
1935 25/6 Jóhannes Askelsson, Tryggvi Magnús-
son og Kristján O. Skagfjörð fóru frá Hoffelli í Nesjum
upp „Svínafellsjökul" (Hoffellsjökul) í Djöflaskarð og
þaðan að eystri hluta Kverkfjalla. Síðan lá leiðin til
Grímsvatna. Eftir að hafa skoðað afleiðingar gossins frá
1935 ?/7 Guðmundur Einarsson frá Miðdal,
Rudolf Leutelt og Karl Schmid ásamt Helga, Leifi og
Jóni Guðmundssonum frá Hoffelli, fóru úr Hoffellsdal
um Vesturdal á Goðaborg. Þar skildu Hoffellsbræður
við þá en þremenningamir héldu áfram um Lamba-
tungna- Axarfells- og Eyjabakkajökla. I þessari ferð
gengu þeir á Grendil. Er mér (JEÍ) ekki kunnugt um
að það hafi verið gert fyrr. Þaðan fóru þeir í drög
Fláajökuls og síðan með Múla-, Gjánúps- og Efsta-
fellsvötnum að Hoffelli. Á íslandskort sem er í vörslu
Ferðafélags Islands, hefur Guðmundur dregið m.a.
ferðir sínar um Vatnajökul og sést þar að hann hefur
farið úr drögum Fláajökuls vestur jökulinn að Brókar-
jökli, síðan á austurbrúnum Kálfafellsdals og að lokum
8. mynd. Grímsfjall af Vatnshamri. Svíahnúkur-Vestari til hægri en í fjarska vinstra megin grillir í Svíahnúk-Eystri og
Saltarann. Skíðamaðurinn er Kristján Ó. Skagfjörð. Ljósm. Jóhannes Áskelsson, 4/7 1935.
- Grímsfjall seen from Vatnshamar. Svíahnúkur-Vestari to the right and Svíahnúkur-Eystri and Saltarinn to the left.
JOKULL, No. 45, 1998
75