Jökull


Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 82

Jökull - 01.10.1998, Blaðsíða 82
Guðjónsson og Þórarinn Sigurgeirsson lögðu á Brúar- jökul. Fóru þeir suður yfir Vatnajökul og fram Breiða- merkurjökul með viðkomu í Esjufjöllum. Að Kvískerj- um komu þeir svo aðfaranótt þess 20.100 1942 ?/7 Að sögn Flosa Bjömssonar munu, auk jökulgöngunnar 14. júlí, hafa verið farnar, þetta sumar, að minnsta kosti tvær ferðir aðrar á Öræfajökul, seint í júlí, frá Sandfelli. Þrír jöklafarar munu hafa verið frá Reykjavík, að talið var. Önnur ferð var farin í sama mánuði, sem nánar mun ekki vitað um nú, annað en að þar vom aðkomumenn á ferð.19 39 1942 13/8 Steinþór Sigurðsson, Sveinn Þórðar- son, Einar B. Pálsson og Franz Pálsson fóm frá Kálfa- felli, um Djúpárdal, á Síðujökul. Þeir héldu vestan Pálsfjalls um Fíáubungu og á Svíahnúk-eystri. Síðan fóru þeir ofan í Vötnin og að loknum mælingum þar, sömu leið til baka að Kálfafelli.I05' 1943 19/6 Tveir Norðmenn, T. Riddervoll og H. Helgesen, kapteinn, gengu á Öræfajökul frá Sandfelli.1939 1943 10/7 Fimmtán Reykvíkingar, flestir skátar, gengu á Hvannadalshnúk í tveimur hópum. Fór annar frá Hofi en hinn frá Fagurhólsmýri. I Hofshópnum voru þeir Þórarinn Bjömsson, Hjörtur Ólafsson, Guð- steinn Sigurgeirsson, Einar Erlendsson, Tómas Tómas- son, Garðar Fenger, Guðmundur Ófeigsson og Hjalti Guðnason. Ætluðu þeir niður að Sandfelli en snem frá á brúnum vegna þoku og snjókomu. Héldu þeir í sömu slóð að Hofi og gengu þaðan að Sandfelli því þar áttu þeir pantaðan mat. I hinum hópnum, sem gekk frá Fagurhólsmýri, voru þau Ólína Jónsdóttir, Unnur Briem, Edgar Thorsteinsson, Páll Jónsson, Guðmundur Hannesson og tvennt að auki. Fóm þau sömu leið til baka að Fagurhólsmýri. Voru hópamir samferða á jökl- inum en höfðu að öðm leyti ekki samflot. 29'30'110'"?- 1943 12/7 Flosi, Helgi og Ingimundur Björns- synir, Kvískerjum, gengu um Breiðamerkurfjall og Mávabyggðir, í Esjufjöll. Þar tjölduðu þeir og gengu um Skálabjörg, er svo voru nefnd síðar, og huguðu meðal annars að plöntum. Síðdegis daginn eftir fóru þeir niður á Breiðamerkursand og að Kvískerjum.22 1943 22/7 Þann dag héldu þeir Skarphéðinn Jóhannsson, Friðþjófur Hraundal, Egill Kristbjöms- son og Hjalti Jónsson, frá Kálfafelli á Síðujökul, með Geirvörtum, á Þórðarhyrnu og þaðan á Grímsfjall. Af Fjallinu héldu þeir eftir Skeiðarárjökli að Þumli, niður með honum í Kjósina og að Skaftafelli.16'101 1944 21/7 Skarphéðinn Jóhannsson, Friðþjófur Hraundal, Egill Kristbjörnsson og Alfreð Karlsson fóru af Maríutungum á Brúarjökul og eftir honum í Kverkfjöll. Þaðan í Grímsvötn, svo að Miðfelli og niður með Morsárjökli í Skaftafell. '6- 1944 22/7 Fimmtán manna Ferðafélagshópur gekk á Öræfajökul, fékk þoku og slæmt skyggni. Fóru þeir ekki á Hvannadalshnúk. Hópurinn ferðaðist um Öræfin í fimm daga undir fararstjóm Jóns Gissurarsonar.19'39 1944 23/7 Nærri miðnætti þann dag voru þeir Grímur Magnússon, Haraldur Sigurðsson, Guðmundur Gestsson, Guðmundur Guðmundsson, Ólafur Kjart- ansson, Pétur Karlsson og Jón Bjarnason komnir norður eftir Vonarskarði að Rjúpnabrekkujökli á ferð sinni gangandi frá Tungnaá við Hald austur að Brú á Jökuldal. í upphaflegri áætlun þeirra var ekki gert ráð fyrir jökulgöngu en lélegur uppdráttur af austanverðu Vonarskarði leiddi þá austan Tindafells en þar „er sandur, öldur og fell, en á kortinu er þar enginn farar- tálmi sýndur, og ákváðum við að fara beinustu leið, yfir Rjúpnakvíslina - sem kemur undan Rjúpnabrekku- jökli - sem næst jöklinum, því góðir menn höfðu frætt okkur á þvr, að þessi kvísl væri hálfgert skaðræðis- vatnsfall.“ Þeir taka því stefnuna austan Dyngjufells en lenda fljótlega í jökulurðarhólum sem voru svo ógreiðfærir að það tók þá stífa klukkustund að komast hálfan kílómetra. „Við komumst að þeirri niðurstöðu, að greiðfærast myndi vera að ganga skriðjökulinn upp á Rjúpnafellið, austur af því og niður á sandana austan Rjúpnakvíslar, í grennd við Gæsavötn. /—/ Jökullinn var þama sæmilega sléttur, að vísu margsprunginn, en engar breiðar, opnar sprungur. - Leiðin upp á Rjúpna- fellið reyndist lengri en hún sýndist, eins og oft vill vera á jökli. /—/ Uppi við fellið var ekki lengur ís, heldur hjam. Þar voru einu verulegu jökulsprungum- ar, sem á leið okkar urðu. Hyldjúpar gjár, blágrænar, 80 JÖKULL, No. 45, 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.