Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 21.–24. nóvember 20144 Fréttir Leynd yfir 250 milljóna afslætti F élagið Háskólavellir, sem keypti tugi þúsunda fer- metra af íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði á gamla varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ, gerði samkomulag við Reykjanesbæ um greiðslu á fasteignagjöldum. Samkomulagið tryggir Háskólavöllum samtals tæpar 250 milljónir í afslátt af fast- eignagjöldum árin 2011, 2012 og 2013. Reykjanesbær krafðist þess árið 2011 að Háskólavellir greiddu fasteignagjöld af öllum eignum fé- lagsins en því voru eigendur Há- skólavalla ósammála. Málið á rætur sínar að rekja allt til ársins 2007 en þá í október tók bæjar ráð Reykjanesbæjar þá ákvörðun gagnvart Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (Kadeco), þáver- andi eiganda eignanna, að einung- is skyldu innheimt fasteignagjöld af eignum sem teknar væru í notkun. Kröfðust greiðslu 2011 Síðan í mars árið 2008 keyptu Há- skólavellir 185 þúsund fermetra af fasteignum, það er íbúðar- versl- unar- og þjónustuhúsnæði ásamt lóðum til þróunar. Eigendur Há- skólavalla, sem eru einkaaðilar og rætt er um nánar hér síðar í fréttinni, hafa litið svo á að samkomulagið ætti við um þá, líkt og Kadeco. Var því aðeins greiðsla innt af hendi fyrir þær fasteignir sem teknar höfðu verið í notkun. Árið 2011 krafðist Reykjanesbær þess að félagið greiddi fasteigna- gjöld af öllum eignum sínum á gamla varnarliðssvæðinu, sem nú heitir Ásbrú. Eigendur Háskólavalla leituðu þá til lögfræðings sem skil- aði inn áliti til þeirra um málið. Minnst er á lögfræðiálitið í nýjasta ársreikningi Háskólavalla en þar segir orðrétt: „Samkvæmt fyrirliggj- andi lögfræðiáliti sem félagið hefur látið gera stendur ákvörðun bæjar- ráðs frá 17. október 2007 óbreytt gagnvart félaginu.“ Hver samdi fyrir Reykjanesbæ? Reykjanesbær virðist í kjölfarið hafa hætt að þrýsta á eigendur Há- skólavalla um að standa skil á fast- eignagjöldum fyrir allar eignirnar, og tíminn leið. Samkomulagið tryggði Háskólavöllum tæplega 250 milljóna króna afslátt og greiddi félagið, frá árunum 2011 til 2013, 205,9 milljón- ir í fasteignagjöld í stað þeirra 451,4 milljóna sem það hefði átt að greiða samkvæmt kröfu bæjar félagsins. Af- slátturinn er í raun töluvert meiri þar sem Háskólavellir höfðu átt þessar eignir frá árinu 2008 en var aðeins gert að greiða fyrir allar fasteignirnar frá árinu 2011. Við uppgjör félagsins fyrir árið 2013 virðist einhver hreyfing hafa komið á málið. Eigendur Há- skólavalla vildu fá það staðfest að fall- ið yrði frá innheimtu fasteignagjalda fyrir allar eignirnar. Sú staðfesting var veitt af hendi Reykjanesbæjar miðað við ársreikning Háskólavalla sem var undirritaður 12. september síðastliðinn. Þar stendur orðrétt: „Á undirritunar degi ársreiknings ligg- ur fyrir samkomulag við Reykjanes- bæ þar sem fallið verður frá fram- angreindri innheimtu og því er þessi krafa ekki færð í ársreikningi.“ Engin svör DV hefur á undanförnum dögum reynt að fá því svarað hver kom að þessu nýja samkomulagi og á hvaða forsendum afslátturinn hafi verið veittur. Haft var samband við bæði bæjarfulltrúa og skrifstofu bæjarfé- lagsins. Þá skilaði DV inn beiðni um afrit af umræddu samkomulagi með vísun í upplýsingalög. Engin svör hafa borist frá Reykjanesbæ og því hvílir leynd yfir málinu. Samkvæmt ársreikningi Há- skólavalla þá stendur félagið mjög illa en neikvæð eiginfjárstaða þess var 314 milljónir í lok síðasta árs. Tap félagsins árið 2013 var upp á 45,2 milljónir. Þá kemur einnig fram í ársreikningi félagsins að vextir af skuldabréfinu sem varð til við kaup félagsins á fasteignum á Ásbrú eru gjaldfallnir. Ef litið er á skammtíma- skuldir félagsins þá eru þær upp á 4,7 milljarða króna. Þær eru líka gjald- fallnar. Þá skuldar félagið einnig Íbúðalánasjóði og eru einhverjar greiðslur þar gjaldfallnar líka. Ef ekki tekst að semja um skamm- tímaskuldirnar er ljóst að félagið lif- ir ekki lengi eða eins og það er orðað í ársreikningi þess: „Ef ekki tekst að fjármagna greiðsluna eða semja um uppgjör hennar gæti það haft veru- leg áhrif á rekstrarhæfi samstæðu- félaganna og mat á eignum þeirra.“ Reykjanesbær stendur ekki síður illa, en bæjarfélagið tilkynnti nýlega að 500 milljóna króna niðurskurð- ur yrði að eiga sér stað til að bærinn gæti staðið undir skuldbindingum sínum á þessu ári. Ljóst er að miklu gæti munað um 250 milljónir. n n Reykjanesbær svarar engu n Einkaaðili sleppur við fasteignagjöld H áskólavellir eru í eigu tveggja félaga. Félögin heita Heljarkambur hf. og Fjárfestingarfélagið Teigur. Heljarkambur – 50% Félagið er eignarhaldsfélag í eigu tveggja manna. Það eru þeir Finn- ur Reyr Stefánsson og Tómas Kristjánsson, oft tengdir við Klasa. Heljarkambur heldur utan um nokkrar eignir þeirra félaga, með- al annars 100% eignarhluta í Nes- völlum, félaginu sem á og rek- ur nýtt húsnæði fyrir aldraða í Reykjanesbæ. Þeir fara með helmingshlut í Háskólavöllum. Meðal annarra eigna þeirra eru 95% í Klasa fjár- festingu hf., 85% í Klasa ehf. og 11,1% í Senu ehf. Fjárfestingarfélagið Teigur – 50% Helmingseignarhluti í Háskóla- völlum er fastur í slitameðferð. Eigandi Fjárfestingarfélagsins Teigs er gamli Icebank eða Spari- sjóðabanki Íslands. Sparisjóða- bankinn var tekinn til slitameð- ferðar árið 2008 og stendur enn í uppgjöri. Stærstu einstöku kröf- una í þrotabúið á fjármálaráðu- neytið, fyrir hönd ríkissjóðs, en sú krafa hljóðar upp á rúma 200 milljarða króna. DV reyndi að ná sambandi við slitanefnd bankans en hafði ekki erindi sem erfiði. Eigendur Háskólavalla Hverjir eiga allar eignirnar? Atli Már Gylfason atli@dv.is „ ...gæti það haft veruleg áhrif á rekstrarhæfi samstæðu­ félaganna og mat á eignum þeirra. Finnur Reyr Stefánsson Einn sá ríkasti í Garðabæ en hann var náinn samverkamað- ur Bjarna Ármannssonar meðan hann var forstöðumaður rekstrarsviðs Glitnis. Árni Sigfússon Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar krafðist þess árið 2011 að greitt yrði af öllum fasteignum félagsins. Nú er búið að hætta við þá innheimtu. Ásbrú Félagið sem á flestar eignir á Ásbrú vill aðeins greiða fasteigna- gjöld af þeim húsum sem það notar. Óöruggar í miðborginni Átta af hverjum tíu íslenskum konum upplifa sig óöruggar í miðborg Reykjavíkur að nætur- lagi. Auka þarf öryggi kvenna úti um allan heim – líka í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu sem UN Women á Íslandi sendi frá sér en samtökin ýta nú úr vör herferð til að skapa konum og börnum öruggt líf án ótta við of- beldi. „Ofbeldi gegn konum og stúlk- um er heimsfaraldur. Óhætt er að segja að það ríki neyðarástand í stórborgum víðsvegar um heim- inn þar sem konur og stúlkur eiga erfitt með að ferðast til og frá vinnu eða sækja skóla vegna ótta við ofbeldi og áreitni í al- menningsrýmum. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og Reykjavík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmda- stýra UN Women, í tilkynn- ingunni. Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative) er alþjóðlegt verkefni UN Women. Borgaryfir- völd 18 landa hafa heitið því að gera borgina sína öruggari fyrir alla. „Markmið Öruggra borga er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað,“ segir hún. „Sem dæmi um ástandið má nefna að 95 prósent- um kvenna í Nýju Delí á Indlandi finnst þær ekki öruggar á götum úti.“ Reykjavíkurborg lætur sitt ekki eftir liggja og skrifar í næstu viku undir samning um að höfuð- borgin verði örugg borg. Síminn hefur í samstarfi við samtökin fengið framleiðslufyrir- tækið Tjarnargötuna til að fram- leiða þrjú gagnvirk myndbönd sem sýna íslenskan veruleika kvenna sem verða fyrir áreitni í ólíkum aðstæðum. Áhorfendur skyggnast inn í heim bæði þolenda kynferðisofbeldis og ger- enda slíks ofbeldis með því að tengja saman tölvu og síma. Inga Dóra segir það von UN Women að myndböndin veki fólk til vitundar um að ofbeldi þrífst í hverri einustu borg í heimin- um, líka okkar. „Samtökin hvetja landsmenn til þess að senda sms- ið oruggborg í 1900 og leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi fyrir alla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.