Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 24
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Þetta er svona eins og flöskuskeyti Þeir vildu skipta á mér og handritunum Ég er enn þá orðlaus Ábyrgðarskylda, hvað er það? Sigríður Sigurðardóttir sem var fyrst kvenna kjörin íþróttamaður ársins. – DV Unnur Kristín Óladóttir varð bikarmeistari í módelfitness eftir 12 daga undirbúning. – DV Nýr ráðherrakapall Ræddar eru breytingar á skip- an ráðherra í ríkisstjórninni. Ekki aðeins á það við um Sjálfstæðis- flokkinn ef svo fer að Hanna Birna Kristjánsdóttir segir af sér emb- ætti innanríkis- ráðherra. Heyrst hefur á göngunum að einnig kunni að vera breytingar í pípunum hjá Framsóknarflokknum með- al annars vegna þess að voldugir framsóknarmenn vilji sjá Gunnar Braga Sveinsson taka til hendinni hér heima fremur en að vera með annan fótinn erlendis sem utanrík- isráðherra. Þá er væntanlega Vig- dís Hauksdóttir næst inn. En svo er einnig hugsanlegt að menn skiptist einfaldlega á ráðherrastólum. Framkvæmdastjóri Þjóðleikhúss Ýmsir hafa lýst óánægju með verk Illuga Gunnarssonar sem mennta- og menningarmálaráðherra. Skemmst er að minnast afsagn- ar Ingimundar Sigfússonar, for- manns þjóðleik- húsráðs, sem undi því illa að Illugi vildi skipa vinstrimanninn Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Nú þegar Ari er orðinn þjóðleikhússtjóri losn- ar staða framkvæmdastjóra leik- hússins sem hann hefur gegnt frá árinu 2010, en þá var hann valinn úr hópi 25 umsækjenda. Nú er spurt hvort Illugi muni beita sér fyrir því að Tryggvi Þór Herberts- son fái stöðuna en hann er líklega á lausu eftir að hann lauk við að leiðrétta skuldir heimilanna. Hampað erlendis Til þess er tekið í erlendum fjöl- miðlum í vikunni að Íslendingar hafi nú leitt „bankstera“ fyr- ir rétt og dæmt þrjá bankastjóra í fangelsi fyrir aðild að fjársvik- um í tengslum við hrunið 2008. Nú síðast Sigurjón Þ. Árnason sem í héraðsdómi var dæmdur í árs fangelsi, þar af níu mánuði skil- orðsbundið. Haft er orð á því að eftir hrunið hafi verið komið á fót embætti sérstaks saksóknara sem Ólafur Þ. Hauksson hefur gegnt frá upphafi til að sækja mál gegn hrunverjum. Hitt virðast erlend- ir fjölmiðlar ekki vita, en það er að stjórnvöld hafi skorið niður fjárveitingar til embættis sérstaks saksóknara um helming í fyrra og hyggist að óbreyttu helminga þá upphæð aftur á næsta ári. Blóraböggullinn Frekar óvænt en óneitanlega forvitnileg jólabók kemur úr prent- smiðjunni eftir helgi. Þetta er hrun- og endurreisnarsaga Björgólfs Thors Björgólfssonar sem tilkynnt er á Amazon að komi út á ensku í Bret- landi á fimmtu- daginn: Billions to Bust and Back: How I made, lost and rebuilt a fortune, and what I learned on the way. Í forvitni- legri og lýsandi umsögn um bók- ina á Amazon kemur fram að þetta sé viðskiptasaga Björgólfs Thors, fyrsta íslenska milljarðamærings- ins (í pundum), sagan um hvernig hann missti 98,5% auðæfa sinna þegar Landsbankinn féll og „hann gerður að blóraböggli og sagður hafa valdið að hamförunum.“ Var það ekki þannig annars? F yrir Alþingi liggur nú frum- varp, stutt af öllum þingmönn- um sem sæti eiga í Stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, sem gerir ráð fyrir að lög- um verði breytt á þann veg að að- standendur dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fái heimild til að krefjast endurupptöku fyrir Hæstarétti á þessu þekktasta saka- máli íslenskrar réttarsögu. Brotið réttarkerfi Í réttarhöldunum, í kjölfar langvinnrar rannsóknar, voru sex einstaklingar sakfelldir fyrir að hafa átt þátt í hvarfi Guðmundar Einars- sonar og/eða Geirfinns Einarsson- ar og hlutu þunga fangelsisdóma. Allt frá dómsuppkvaðningu hef- ur því verið haldið fram með rök- um að margt hafi farið úrskeiðis við rannsókn málsins. Sterkur orðróm- ur hefur verið á kreiki um að hin- ir dómfelldu hafi hlotið ómannúð- lega meðferð við rannsókn þess og því hefur ítrekað verið haldið á lofti – enda útbreidd skoðun í þjóðfé- laginu að réttarkerfið hafi brugðist í þessu máli. Starfshópur Arndísar Hinn 7. október 2011 skipaði ég sem innanríkisráðherra sérstakan starfs- hóp sem var falið að fara yfir Guð- mundar- og Geirfinnsmálin í heild sinni, en sérstaklega þá þætti sem lutu að rannsókn þess. Starfshópn- um var jafnframt falið að taka til athugunar gögn sem komið höfðu fram á síðustu árum. Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur veitti starfshópnum forystu, en í hon- um voru auk hennar færustu sér- fræðingar heims á sviði réttarsál- fræði þeir Gísli Guðjónsson og Jón Friðrik Sigurðsson réttarsál- fræðingar og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur. Þá starfaði með starfs- hópnum Valgerður María Sigurðar- dóttir, lögfræðingur í innanríkis- ráðuneytinu. Niðurstaða starfshópsins, sem skilaði um 500 blaðsíðna skýrslu að verki loknu, var í grófum dráttum til að staðfesta margt af því sem haldið hefur verið fram um Guðmundar- og Geirfinnsmálin í næstum 40 ár. Það sem vó hvað þyngst í niður- stöðum starfshópsins var niður- staða sérstaks sálfræðimats að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að játningar dómfelldu í mál- inu væru ýmist óáreiðanlegar eða falskar. Guantanamo-fangelsi Á fréttamannafundi sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu, þegar starfshópurinn skilaði skýrslu sinni, sagði Gísli Guðjónsson réttarsál- fræðingur frá reynslu sinni en hann hefur unnið sem réttarsálfræðingur við að meta trúverðugleika játninga um allan heim, að aldrei hefði hann séð jafn langa einangrunarvist og í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, þ.e. ef frá væri talin einangrunarvist fanga í hinu illræmda fangelsi í Guantanamo Bay. Að þetta mál skuli enn standa óhaggað eftir öll þessi ár er undar- legt og í reynd stórskaðlegt fyrir alla. Það er skaðlegt fyrir dómfelldu, það er skaðlegt fyrir aðstandendur, það er skaðlegt fyrir íslenskt réttarkerfi sem hefur glatað trúverðugleika sökum þessa, og það er skaðlegt fyr- ir almenning sem ber ugg í brjósti sökum þess að hingað til hefur réttar kerfið neitað að horfast í augu við niðurstöður í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Endurupptaka Eftir að skýrsla starfshópsins var gerð opinber í mars 2013 var ríkis- saksóknara afhent eintak. Það var niðurstaða starfshópsins að ein þeirra leiða sem væri fær í málinu væri að ríkissaksóknari óskaði eft- ir endurupptöku. Það gerði ríkis- saksóknari ekki. Annar valkostur sem starfshópurinn benti á var að hin dómfelldu krefðust sjálf endur- upptöku. Þá ferð hafa a.m.k. tveir dómfelldu þegar lagt í með því að senda beiðni þar um til Endurupp- tökunefndar. Endurupptökunefnd hefur óskað umsagnar ríkissak- sóknara á því hvert hans mat sé á tilefni endurupptöku, eins og lög gera ráð fyrir. Eftir skoðun á málinu komst ríkissaksóknari, Sigríður Friðjóns- dóttir, að þeirri niðurstöðu að hún væri vanhæf til að veita slíka um- sögn sökum fjölskyldutengsla við einn aðalrannsakenda málsins á sínum tíma. Skipaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmála- ráðherra Davíð Þór Björgvinsson, fyrrv. dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu, til að fara með málið, og hefur hann það nú til skoðunar. Hvað með hina látnu? Hvað sem líður niðurstöðu sérstaks saksóknara í Guðmundar- og Geir- finnsmálunum er það að lokum Endurupptökunefndar að skera úr um hvort það skuli endurupptek- ið. Samkvæmt mati starfshópsins á gildandi lögum er ekki hægt að krefj- ast endurupptöku mála fyrir hönd látinna manna. Tveir hinna dóm- felldu í Guðmundar- og Geirfinns- málunum eru nú látnir, þeir Sævar Marinó Ciecielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Af því tilefni var framan- greint frumvarp lagt fram, sem vakin er athygli á í upphafi þessarar grein- ar, en samkvæmt því er ætlunin að tryggja með lögum rétt nákominna skyldmenna hinna látnu dómþola til að krefjast endurupptöku. Gangi þetta eftir, og Guðmundar- og Geirfinnsmálin verða endurupp- tekin, þá hefur íslenskt samfélag stigið mikilvægt skref í þá átt að auka tiltrú almennings á íslensku réttar- kerfi. Hvað sem endanlegar niður- stöður um endurupptöku máls- ins kunna að bera í skauti sér er hitt morgunljóst að við rannsókn á Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum voru framin alvarleg brot á mannréttind- um. Það er yfir allan vafa hafið. n Sigrar réttlætið að lokum?„Gangi þetta eftir, og Guðmundar- og Geirfinnsmálin verða endurupptekin, þá hefur íslenskt samfélag stigið mikilvægt skref í þá átt að auka tiltrú almennings á íslensku réttarkerfi. Afhentu gögn Sævars Lilja Rún Jensen, Sóley Brynja Jensen, Victor Blær Jensen, Hafþór Sævarsson og Anna Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshóps um Guðmundar- og Geir- finnsmál. MyNd SIGTryGGUr ArI JÓHANNSSoN Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari Andri Snær Magnason fékk póstskort frá krökkum í Íran sem settu upp leikritið Bláa hnöttinn. – DV Þ að er þráður í starfsemi valdaflokkanna Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks þegar valdið er í þeirra hönd- um, ljóður á ráði þeirra, sem með tímanum hefur því miður orðið eins og órofa eðlisþáttur í sjálfsmynd þeirra og framgöngu. Þetta er brota- löm sem veldur þeim sífellt meiri vandræðum og verður íslenskri pólitík stöðugt meira fótakefli eftir því sem þjóðfélagið opnast og kraf- an um ábyrgðarskyldu stjórnvalda verður ríkari. Þessi hegðunareinkenni hafa verið kölluð ýmsum nöfnum og raunar má finna þau svo víða hjá flokkum og valdastofnunum að kannski er hægt að tala um þau sem almenna brotalöm í íslenskri póli- tík. Við tölum um óvandaða stjórn- sýslu, skort á gagnsæi, valdníðslu og valdhroka, geðþóttaákvarðanir, gerræðisvald og hentistefnu. Allt mismunandi hliðar á sama peningi. Ásakanir um hluti af þessu tagi í garð núverandi stjórnarflokka hafa hrannast upp, bæði vegna þess að forystufólk þeirra gengur hvað eftir annað fram með þessum hætti, eins og lekamálið er besta dæm- ið um, og eins af því að umburðar- lyndi gagnvart svona löguðu er horfið, það hvarf í hruninu og fólk hefur einfaldlega fengið upp í kok. En samt vantar eitthvað inn í þessa mynd, eitthvað er ekki að ganga upp þannig að sömu mis- tökin eru endurtekin aftur og aftur. Þetta sem vantar snýst um ábyrgð sem ekki er öxluð og þá um leið þokukennda sýn á hvað pólitísk ábyrgð eiginlega snýst um. Það sem vantar inn í myndina hjá stjórn- málamönnum eins og öðrum opin berum starfsmönnum er þetta: Það er ekki á neinn hátt val- kvætt að axla ábyrgð, það er skylda. Ábyrgðarskylda eða ábyrgðar- skil er furðulega lítið notað hug- tak í íslenskri stjórnsýslu og stjórn- málaumfjöllun. Inntak þess er einfaldlega sú skylda sem hvílir á þeim sem starfa í almannaþágu að standa reikningsskil gjörða sinna þegar eftir því er kallað. Á ensku heitir þetta lykilhugtak „accounta- bility“ og það er stórmerkilegt athugunarefni út af fyrir sig að það skuli nánast aldrei nefnt og vera því sem næst óþekkt í allri stjórn- málaumfjöllun hér á landi miðað við hversu óumræðilega miklu máli þessi frumskylda skiptir í allri með- ferð valds. Ábyrgðarskyldan er órofa hluti lögstjórnar í nútíma lýðræðisríki og í raun haldbærasta tryggingin fyrir því að farið sé eftir lögum og reglum. Þegar þessari frumskyldu er ekki sinnt er afleiðingin áhjá- kvæmilega tortryggni, vantraust og á endanum fallin virðing fyrir lög- stjórninni. Og þá erum við komin út á hálan ís. Og þegar þessi frumskylda gleymist alveg, þá telja menn sig geta sagt og gert hvað sem er. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis um aðdraganda og orsak- ir falls íslensku bankanna 2008, er í 1. viðauka fjallað um stjórnsýslu, stjórnsiði og stjórnmál í tengsl- um við hrunið. Þar segir meðal annars: „Siðferðileg hugsun hefur átt erfitt uppdráttar meðal annars vegna þess að ákveðið viðmiðunar- leysi hefur verið ríkjandi um ágæti markmiða og vantrú á rökræðu um þau. Slík afstaða býr í haginn fyrir að sérhagsmunir þrífist á kostnað almannahagsmuna en það er eitt megineinkenni á því hugarfari sem ríkti hérlendis í aðdraganda banka- hrunsins.“ En viðmiðunin er sem sagt til. Hún felst í þeirri skyldu stjórnmála- manna að standa skil á gerðum sín- um, ekki bara á fjögurra ára fresti, heldur alltaf. n Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „Það er ekki á neinn hátt valkvætt að axla ábyrgð, það er skylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.