Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 21.–24. nóvember 201440 Lífsstíll Færðu það of snemma? Fimm ráð til að ná stjórn á sáðláti Samkvæmt Harry Fisch, höfundi The New Naked: The Ultimate Sex Education for Grown-Ups, þjást 45% karla af ótímabæru sáðláti, þ.e. fá það innan tveggja mínútna. Ekki örvænta. Það eru til leiðir til að bæta úthaldið: n Stærri magi Stærðin skiptir víst máli! Sam- kvæmt rann- sókn frá 2010 í The Journal of Sexual Medi- cine halda of þungir karlar mun lengur út í rúminu en grannir kynbræður þeirra. Meiri magafita þýðir meira estradiol, kvenhorm- ón sem hjálpar til við að hindra fullnægingu. n Umskurn Í rannsókn sem birtist í Adult Urology árið 2004 kom í ljós að karlar héldu lengur út eftir að þeir voru umskornir á fullorðinsaldri. n Grindarbotnsæfingar Grindarbotnsæfingar eru ekki aðeins fyrir konur og þá sem þjást af þvagblöðruvandamál- um. Æfingarnar hjálpa mönnum að ná stjórn á sáðláti. Í sænskri rannsókn kom í ljós að frammi- staða karla jókst til muna eftir tólf vikna æfingar. n Grænmetisfæði Samkvæmt rannsókn sem birtist í Yale Medical Journal hafa græn- metisætur helmingi meira úthald en kjötætur. n Viagra Litla bláa taflan er ekki aðeins góð við risvanda- málum því hún getur einnig hjálpað körlum í baráttunni við of brátt sáðlát. Í rannsókn frá 2012 sem birtist í Journal of Sexu- al Medicine kom fram að taflan seinki sáðláti umtalsvert. A ugun geta sagt heilmikið um persónur, hvað þær eru að hugsa, hvernig þeim líður og hvort þær sér séu að skrökva eða segja satt. Og þótt einhver kunni að halda að augnliturinn sé aðeins útlitseinkenni þá getur hann einnig sagt heilmikið um eigandann. Árið 2008 komust vísinda- menn að því að allir bláeygð- ir eru erfðafræðilega tengdir sama forföðurnum sem var uppi einhvern tímann fyrir 6.000–10.000 árum. Áður en hann kom til sögunnar voru allir menn brúneygðir. Sumir vísindamenn segja augn- litinn tengjast sársaukaþröskuldi okkar en í rannsókn kom fram að konur með ljósari augu finna minna til sársauka við fæðingu barna en konur með dökk augu. Þær blá- eygðu fundu einnig minna fyrir kvíða, þunglyndi og neikvæðum hugsunum í kjölfar fæðingar. Aðrar rannsóknir gefa til kynna að augnliturinn geti sagt til um það hversu vel þú þolir áfengi. Þar kem- ur fram að bláeygðir eru líklegri til að misnota áfengi þar sem hinir brúneygðu þoli meira magn. Í ástralskri rannsókn kom svo fram að einstaklingar með ljósari augu hafi meira keppnisskap og séu síður viðmótsþýðir (e. agree- able) sem svo tengist hluttekningu, vingjarnleika, örlæti og meðaumkun. Svo er það rannsóknin þar sem í ljós kom að þátttakendur sögðu brúneygða mun áreiðanlegri en bláeygða. Enn aðrar rannsóknir tengja augnlit við ákveðna sjúkdóma eins og sykursýki, sortuæxli og skjallbletti (e. vitiligo). Hægt er að lesa meira um augnlit, heilsu og persónuleika á nettímaritinu Medi- cal Daily. n indiana@dv.is Bláeygðir frekar alkóhólistar Hægt er að lesa ýmislegt úr augnlit okkar Blá augu Litur auganna er ekki aðeins útlitseinkenni. É g fékk hugmyndina að spilinu Hver stal kökunni úr krúsinni? frá klappleiknum sem mað- ur lék sér í sem krakki,“ seg- ir Embla Vigfúsdóttir leikja- hönnuður, en hún er að senda frá sér sitt fyrsta spil nú fyrir jólin. „Mig langaði að vinna með þennan leik því mér finnst hann ekkert afskap- lega skemmtilegur. Hann er ein- hvern veginn þannig að það veit enginn nákvæmlega af hverju hann er skemmtilegur. En setningin er flott, hver er kökuþjófurinn?“ Byrjaði óvart að búa til spil Embla útskrifaðist úr Danmarks Design School í febrúar á þessu ári og fór fljótlega að dunda sér við gerð spilsins. „Ég byrjaði eiginlega alveg óvart á spilinu, ég var bara allt í einu komin með prótótýpuna.“ Fékk hjálp í gegnum Karolina Fund Að sögn Emblu var erfiðast að koma spilinu í framleiðslu. Það er kostn- aðarsamt og ekki á allra færi. „Ég var eiginlega búin að fresta verkefn- inu en þá mundi ég allt í einu eftir Karolina Fund. Ég náði að safna fyr- ir prentkostnaðinum þar og er það í prentun núna. Það kemur svo í búð- ir í byrjun desember. Ég valdi að láta prenta það erlendis vegna þess að það munaði svo miklu á kostn- aðinum. Prentfyrirtækið sem ég valdi sérhæfir sig í prentun spila svo menn þar vita vonandi hvað þeir eru að gera. Eina sem ég hef áhyggj- ur af er að þetta komist ekki til skila á réttum tíma. Það væri leiðinlegt ef þetta týndist í tollinum eða eitthvað. En ef það gerist þá fer það bara í sölu næstu jól.“ Tengir saman áhugamálin „Ég tók eftir því um daginn að spilið tengdi saman öll mín helstu áhuga- mál. Mér finnst afskaplega gaman að baka og hvert spil er með mynd af bakkelsi. Svo finnst mér rosa- lega gaman að teikna og ég dundaði mér við að teikna myndirnar á hvert spil. Svo elska ég spil. Ég á 80 borð- spil sem við vinirnir erum alltaf að spila.“ Einfalt í spilun Spilið er einfalt í spilun og allir ættu að geta lært það, líka fólk sem spil- ar sjaldan. „Leikreglurnar eru ekki eins og þær sem fylgdu Lord of the Rings-spilinu sem gefið var út fyrir nokkrum árum. Það var heil bók. Reglurnar fyrir spilið mitt rúmast á einu A4-blaði. Það ættu allir að geta lært þetta. Ég prófaði spilið með fjölskyldunni og vinum mínum. Ég held að þar sem mamma gat lært spilið, þá geti allir lært það,“ segir Embla og hlær. „Tóm krús“ Leikmenn geta verið 3–7 og eru alltaf með eitt spil á hendi. Hver umferð er yfirleitt búin á innan við 10 mínútum. „Þegar þú átt að gera, dregur þú annað spil. Þú velur svo annað þeirra tveggja og leggur það út. Hvert spil gerir mismunandi hluti. Til dæmis ef þú færð kleinu, máttu giska á hvaða spil einhver annar heldur á. Ef þú giskar rétt er hann úr leik. Hvert spil segir þér hvað það gerir svo það þarf ekki að leggja á minnið hæfileika hverar köku. Hins vegar ef þú færð heitar lummur, þá verður þú að setja þær strax niður. Það eru nokkrar gerðir af lummum og ef þú færð viðbrennda lummu, þá missir þú úr umferð. Ef þú færð grautarlummuna þá verða allir að setja spilin sín í bunka og rugla þeim, sem eru svo gefin á út aftur. Eitt spilið er svo „tóm krús“. Það varð óvart að brandara, við fött- uðum allt í einu að það hljómar eins og Tom Cruise. Það er ekki gott að vera með það spil á hendi, því ef það kemst upp um þig sem kökuþjóf þá tapar þú. Hins vegar ef þér tekst að halda í spilið út leikinn þá vinnur þú. Það eru 35 spil í spilinu og það spilast einhvern veginn aldrei eins, það gerist alltaf eitthvað nýtt.“ Selt í skemmtilegum búðum Emblu hlakkar til að heyra hvað fólki finnst um spilið á Íslandi. „Ég vil vita hvort fólk muni frekar taka þetta spil upp en Ludo,“ segir hún og hlær. „Annars verður spilið selt í skemmtilegum búðum eins og spilabúðum og hönnunarbúðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, sem og Sjoppunni á Akureyri,“ segir hún að lokum. n Hver stal kökunni úr krúsinni? n Lærði leikjahönnun í Danmörku n Segir alla geta lært spilið Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „Leikreglurnar eru ekki eins og þær sem fylgdu Lord of the Rings-spilinu sem gef- ið var út fyrir nokkrum árum. Það var heil bók. Reglurnar fyrir spilið mitt rúmast á einu A4-blaði. Embla Vigfúsdóttir Henni og vinum hennar finnst fátt skemmti- legra að en spila spil. Hópurinn hefur tvisvar farið á stærstu borðspilaráð- stefnu í heimi í Þýskalandi. Tóm krús Það er ekki gott að enda á að vera nappaður með þetta spil á hendi. Grátt hár í tísku Grár virðist vera heitasti hár- liturinn í dag ef marka má hárlit stjarnanna. Rihanna, Kylie Jenn- er, Pink og Dascha Polanco hafa allar sést með grátt hár. Kylie Jenner eyddi 12 klukku- stundum á hárgreiðslustofu ný- lega til að lita svarta hárið sitt grátt með grænum blæ. Rihanna sagði að grár væri hinn nýi svarti þegar hún birti myndir af sér. Kelly Osbourne sagði hins vegar þegar hún sást með grátt hár árið 2012 að eftir þrítugt væri orðið of seint að vera með litríkt hár. Virðast því aðeins ungar kon- ur milli tvítugs og þrítugs komast upp með að lita hárið á sér grátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.