Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 21.–24. nóvember 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Of há veiðigjöld „glapræði“ n Sigurður Ingi á Sjávarútvegsráðstefnunni n Vill fara sáttaleiðina Þ að er glapræði að leggja á gjöld sem gera okkur ósamkeppnis­ hæf við ríkisstyrktar greinar í nágrannalöndum okkar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút­ vegsráðherra í opnunarræðu sinni á Sjávarútvegsráðstefnunni á fimmtu­ dag. Vísaði hann þar til sérstakra veiði­ gjalda en eitt fyrsta verk núverandi ríkis stjórnar var að endurskoða þau. Sigurður Ingi sagði íslenskan sjávar útveg að mörgu leyti ólíkan þeim sem þekkist víðast hvar annars staðar þar sem ekki sé litið á greinina sem tekjuskapandi heldur atvinnu­ skapandi. „Slíkur sjávarútvegur er ekki arðbær. Íslendingar hafa ekki efni á slíku.“ Í því samhengi má nefna er að óþekkt er að fiskveiðar skapi viðlíka auðlindarentu og hér þekkist. Sigurður Ingi ræddi ekki sér­ staklega væntanlegt frumvarp um breytingar á fiskiveiðistjórnun sem mikið hefur verið til umræðu undan­ farna daga. Ráðherrann hafði þó orð á því að mikilvægt væri að ríkið setti greininni ákveðnar skorður en skap­ aði jafnframt jákvætt og hvetjandi um­ hverfi. „Það er ekki til neitt sem heitir full­ komið fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er og verður ávallt í þróun. Lausnin verð­ ur ekki þannig að allir fái allt sitt og gangi fullkomlega sáttir frá borði. Það þarf að fara sáttaleiðina. Þó deilt sé um ýmis atriði kvótakerfisins hefur það skilað gríðarlegri verðmætasköpun á 30 árum og um það verður ekki deilt. Á þessu 30 ára afmæli kvótaerfisins, er ekki vert að skoða af hverju var það tekið upp? Ástæðan var svartar skýrsl­ ur um ofveiði og að enginn arður var til staðar í greininni.“ Sigurður Ingi sagði umræðuna um íslenskan sjávarútveg gjarnan villandi. Á þann veg að það væri sjálfsagður hlutur að greinin skapaði hagnað og verðmæti. „Það þarf að hafa fyrir verðamætasköpuninni. Greinin er háð erlendum mörkuðum, neytendum og náttúrunni.“ n Sigurður Ingi Ræddi ekki sérstaklega væntanlegt frumvarp um fiskveiðistjórn- unarkerfið. Mynd SIgtryggur ArI Stoðhlutverk í mannúðar- málum Á miðvikudag samþykkti þing­ heimur einróma heildarlög um Rauða krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálf­ mánans og kristalsins. Í nýjum heildarlögum er skýrt kveðið á um stöðu Rauða krossins á Ís­ landi sem sjálfstæðs og óháðs félags sem starfi að mannúðar­ málum í samræmi við Genfar­ samningana. Þá er merki samtakanna veitt sérstök vernd gegn mis­ notkun og engum öðrum er heimilt að nota nafn félags­ ins. „Félagið gegnir stoðhlut­ verki gagnvart stjórnvöldum í mannúðarmálum. Starfsemi þess nær til alls landsins og byggist aðallega á sjálfboða­ vinnu,“ segir í lögunum, en þau eru sett rétt fyrir 90 ára afmæli félagsins þann 10. desember næstkomandi. Julian Assange verður lykilvitni Hæstiréttur hefur fallist á að Juli­ an Assange, stofnandi Wikileaks, fái að gefa skýrslu símleiðis sem vitni í fjársvikamáli gegn Sigurði Inga Þórðarsyni, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari. Verj­ andi Sigurðar hafði áður krafist þess að Assange mætti til lands­ ins og bæri vitni í eigin persónu. DV hefur áður greint frá því að Sigurður Ingi sæti nú gæslu­ varðhaldi vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn ellefu einstaklingum. Hann hefur auk þess verið ákærður fyr­ ir ýmis auðgunarbrot og fyrir að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Julian Assange. Fjölmörgum spurningum ósvarað varðandi innflutning á 250 vélbyssum Þ ær 250 vélbyssur sem Landhelgisgæslan flutti til landsins í febrúar eru enn innsiglaðar í sérstakri vopnageymslu á öryggis­ svæði Keflavíkurflugvallar. Sam­ kvæmt heimildum DV er nú þrýst á Landhelgisgæsluna að fá úr því skorið hvort um gjöf eða kaup hafi verið að ræða. En af hverju voru þær ekki toll­ afgreiddar um leið og þær komu til landsins í febrúar? Georg Lárus­ son, forstjóri Landhelgisgæslunn­ ar, var einmitt spurður að þessu af fréttastofu Stöðvar 2 þann 4. nóv­ ember síðastliðinn en þá sagði hann að tollurinn hafi vitað af innflutn­ ingnum á sínum tíma. „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hef­ ur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu.“ Vissu ekki af vélbyssunum Samkvæmt upplýsingum úr her­ búðum tollstjóra þá vissu menn þar á bæ ekkert af innflutningnum fyrr en DV fjallaði um málið þann 21. október. Í kjölfarið hafi starfsmenn tollstjóra haft samband við Land­ helgisgæsluna og ákveðið að inn­ sigla vopnageymsluna. Var það gert þar sem embætti tollstjóra hafi ekki verið tilkynnt um innflutninginn og að ekki var búið að greiða af þeim tilskilin gjöld og tolla líkt og lög gera ráð fyrir. Tollstjórinn sjálfur, Snorri Olsen, vildi lítið tjá sig um það hvort þeir hafi vitað af innflutningnum eða ekki. „Við erum náttúrlega bara bundn­ ir trúnaði þannig að við segjum ekk­ ert um einstök mál. Við erum bara eins og aðrir opinberir starfsmenn og erum bundnir trúnaði í tollalög­ um varðandi einstök mál. Forstjóri Landhelgisgæslunnar getur upplýst hvað sem hann vill sem snýr að hans stofnun en í okkar skilningi er hann bara eins og hver annar kúnni hjá okkur þótt þetta sé opinber stofn­ un,“ segir Snorri spurður um hvort þeir hafi vitað af umræddum inn­ flutningi. „Við myndum ekki segja frá því hvað DV er að flytja inn frekar en einhver annar.“ Fyrirspurnum ekki svarað Ítrekaðri fyrirspurn um hvort tollur­ inn hafi búið yfir vitneskju um vopnasendinguna, segir Snorri: „Ef ég fer að tjá mig um það þá er ég byrjaður að tjá mig um einstök mál. Ég held að það sé miklu eðlilegra að fá svör frá þeim aðila sem á viðkom­ andi vöru sem er verið að flytja inn til landsins.“ Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað í tengslum við inn­ flutninginn. DV hefur ítrekað leit­ að svara hjá embætti ríkislögreglu­ stjóra vegna málsins en ekki haft erindi sem erfiði. DV hafði til að mynda samband við ríkislögreglu­ stjóra 7. nóvember vegna frétta af vélbyssueign einstaklinga hér á landi en í gögnum sem embættið fékk Morgunblaðinu í hendur kemur fram að sextán vélbyssur séu skráðar í eigu einstaklinga hér á landi. ræða við norska embættismenn DV vildi vita hvernig hægt væri að eiga vélbyssu á Íslandi þegar það er óheimilt samkvæmt lögum að flytja inn eða framleiða slíkar byssur hér á landi. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Einnig var óskað eftir upplýsingum um hverjir væru skráðir fyrir þessum sjálfvirku vopn­ um á Íslandi og var því, eins og öðr­ um fyrirspurnum DV, ekki svarað. Þá var spurt að því hvort ríkislögreglu­ stjóri hafi á einhverjum tímapunkti selt eða gefið vopn til einstaklinga hér á landi. Þeirri spurningu var ekki heldur svarað. Morgunblaðið greindi frá því rétt fyrir helgi að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað á milli norskra embættismanna og Landhelgis­ gæslunnar. Lausn málsins er sögð á algeru grunnstigi og afgreiðsla þess gæti tekið vikur og jafnvel mánuði. Á meðan bíða vélbyssurn­ ar á Keflavíkurflugvelli, innsiglaðar af tollstjóra. n Atli Már gylfason atli@dv.is Tollstjóri tjáir sig ekki um vélbyssurnar Bíða örlaga sinna Vélbyssurnar eru enn innsiglaðar á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Forstjóri Landhelgis- gæslunnar Georg Lárusson segir tollayfirvöld hafa vitað af innflutningnum í febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.