Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 21.–24. nóvember 201434 Neytendur Veitingastaður Verð á mann Upplýsingar Tapas Barinn 6.690 kr. Frá 28. nóv. Freyðivín í fordrykk, 7 jólatapas-réttir og 2 eftirréttir. Bambus 6.990 kr. Jólahlaðborð hefst 15. nóv. Asian Twist 5 rétta matseðill. Ef bókað fyrir 24. nóv. er verð 5.990 kr. Fyrir hópa 20 eða fleiri 5.990 kr. á mann. Tapas húsið 7.400 kr. Fjögurra rétta jólatapas Grýlu frá 21. nóv. Einnig er opið í hádeginu. Fjalakötturinn 7.900 kr. X Fjörukráin 7.900 kr. Jólahlaðborð Fjörukrárinnar hefst 21. nóv. og er í boði til 21. des. og einnig skötuveisla á Þorláksmessu. Höfnin 7.900 kr. Fjögurra rétta jólamatseðill. Slippbarinn 7.900 kr. Jólahlaðborð hefst 21. nóv. og er í boði fram að jólum. Einnig jólabrunch frá 22. nóv. Verð í hádegi 3.900 kr. Skrúður - Súlnasal Hótel Sögu 7.900 kr. Jólahlaðborð alla fös., lau. og sun. frá 14.–30. nóv. Hádegishlaðborð á virkum dögum á 5.100 kr. og kvöldverðarhlaðborð alla daga frá 1. des. Grillið Hótel Sögu 8.400–11.400 kr. Byrjar 20. nóv. og stendur til boða til 31. des. Boðið upp á þriggja, fjögurra og sjö rétta matseðla. Steikhúsið 8.400 kr. Þriggja rétta. Fjórir forréttir. Val um kalkúnalæri, andabringu eða nautalund í aðalrétt. KLostar 6.300 kr. Sun.-fim. Lækjarbrekka 8.500 kr. Fjögurra rétta jólahlaðborð. Miðað við lágmark 30 manns. Sky Lounge Bar & Spa Fös.–sun. 8.500 kr. Jólahlaðborð allar helgar í des. Fjórir réttir á seðli. Viðeyjarstofa 8.900 kr. Jólahlaðborð alla fös. og lau. frá 21. nóv.–13. des. Fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa. VOX 9.400 kr. Byrjar þann 21. nóv. og verður í boði á föstudags- og laugardagskvöldum fram að 13. des. Jólabrunch frá 22. nóv. og er í boði allar helgar til jóla. Jólalunch í hádeginu frá 24. nóv. og í boði alla virka daga fram til jóla. Grillmarkaðurinn 9.400 kr. Jólamatseðillinn frá 19. nóv. til 23. des. Verð í hádeginu 5.490 kr. Fiskfélagið 9.400 „Sleðaferðalag“-matseðill frá 20. nóv. Jólahádegi frá 24. nóv. Áhersla á íslensk jól. „Around Iceland“-hádegisseðill – fjögurra rétta á 8.900 kr. á mann. Fiskmarkaðurinn 9.400 kr. Jólasmakkseðill, hefst 19. nóv. og er í boði til 23. des. Verð í hádegi 4.950 kr. Restaurant Reykjavík 9.400 kr. Jólahlaðborð alla fös. og lau. frá 14. nóv.–13. des. Eyjólfur Kristjánsson skemmtir. Gallery Restaurant Hótel Holti 9.500 kr. Jólahlaðborð í einkasölum hefst 21. nóv. Salirnir eru: Þingholt – 60 gestir, Bókaherbergi – 36 gestir á fjögur hringborð eða 19 gestir á eitt hringborð og Gamli bar – 12 gestir. Hádegisverð er 5.500 kr. Perlan 9.500 kr. Jólahlaðborð 20. nóv.–30. des. Kostar 7.500 kr. mánudaga til miðvikudaga. Argentína 9.800 kr. Jólaævintýri byrjar 28. nóv með amerísku kalkúna- og sælkerahlaðborði. Kostar 7.950 kr. sun.-mið. Grand Hótel Reykjavík 9.900 kr. Jólahlaðborð alla fös. og lau. frá 14. nóv.–23. des. og einnig sunnudagskv. 7. og 14 des. Skemmtiatriði, m.a. Bjarni Ara og Helgi Björns. Súlnasalur Hótel Sögu 9.900 kr. Jólahlaðborð alla fös. og lau. frá 21. nóv til 13. des. Regína Ósk syngur, Örn Árnason grínast og dansað fram á nótt með Sigga Hlö. Solla stirða og Íþróttaálfurinn skemmta í hádegi alla laugardaga til 13. des. Upplýsingar af veitingastadir.is. Sótt 18. nóvember. Staðir sem ekki voru með uppfært verð fyrir jólin 2014 voru ekki teknir með.Jó la hl að bo rð o g jó la m at se ðl ar í bo ði N ú er sá tími árs runninn upp að veitingahús, hótel og aðrir matsölustaðir aug- lýsa jólahlaðborð og jóla- matseðla sína grimmt. Athugun DV leiðir í ljós að hátíðar- máltíðin á 23 veitingastöðum í Reykjavík kostar á bilinu 7 til 10 þús- unda króna á mann. En það eru til ódýrari valkostir fyrir þá sem vilja bragða á jólamatnum, taka forskot á sæluna, án þess að greiða fyrir það formúu. Kynntu þér matseðlana Í úttekt DV er aðeins litið til verðs en ekki lagt mat á gæði eða þjónustu sem í boði er. Það er hvers neytanda að kynna sér hvað hvert jólahlað- borð inniheldur og hvað sé í boði á hátíðarmatseðlum staðanna. Einnig er gott að hafa í huga hvort skemmti- atriði séu innifalin í verðinu. Við út- tektina rýndi DV í uppfærða verð- skrá 23 staða á höfuðborgarsvæðinu af vefsíðunni veitingastadir.is. Sá listi er vafalaust ekki tæmandi og nær að- eins til þeirra fjölmörgu staða sem þar eru skráðir. Einnig voru verð- skrár nokkurra staða á landsbyggð- inni skoðaðar af sömu síðu. Ódýrastir og dýrastir Þegar litið er til höfuðborgarsvæð- isins þá kosta jólahlaðborð og/eða jólamatseðlar staðanna að meðaltali um 7.500 krónur á mann. Ódýrasti valkosturinn af þessum hefðbundnu stöðum reyndist Tapas Barinn á 6.690 krónur. Innifalið eru sjö jóla- tapas-réttir, freyðivín í fordrykk og tveir eftirréttir. Dýrustu hlaðborðin er að finna hjá Grand Hótel og í Súlnasal Hótel Sögu þar sem þau kosta 9.900 krón- ur á mann. Í báðum tilfellum eru skemmtiatriði innifalin í verði. Annað í boði Þó að jólahlaðborð og skemmtanir njóti gríðarlegra vinsælda og virðist sem færri komist að en vilja þá er ekki á allra færi að gera sér slíkan dagamun í sjálfum jólamánuðin- um. Tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir hjón eða par fyrir utan drykki er of mikið fyrir eina máltíð hjá mörg- um. Og það á ólíklegum stöðum. Í IKEA er boðið upp á hangikjötsmál- tíð með öllu tilheyrandi fyrir aðeins 1.195 krónur og í Kaffi Garði sem staðsettur er í Húsasmiðjunni Skútu- vogi er jólahlaðborð á 1.980 krónur. Börn, 10 ára og yngri borða fyrir 500 krónur. n Ódýrari jólamatur á ólíklegum stöðum n Jólahlaðborð geta kostað allt að 10 þúsund krónum n Sjáðu verðsamanburðinn Veitingastaður Verð á mann Upplýsingar Hótel Eldhestar 7.900 kr. Jólahlaðborð alla fös. og lau. frá 21. nóv.–13. des. Tilboð á hlaðborði, gistingu og morgunmat 12.900 kr. á mann en fyrir hópa 10 eða fleiri 12.500 kr. á mann. Hótel Hvolsvöllur 7.900 kr. Jólahlaðborð dagana 22. og 29. nóv. Verð á mat og gistingu 13.900 kr. á mann. Minniborgir Restaurant 7.900 kr. Jólahlaðborð alla fös. og lau. frá 14. nóv. til 20. des. Tilboð á hlaðborð og gistingu með morgunverði kr. 16.900 á mann. Hótel Örk Hveragerði 8.200 kr. Jólahlaðborð hefst 21. nóv. er alla fös. og lau. til 13. des. Lifandi tónlist, fram koma Ingó veðurguð og hljómsveit. Hópatilboð í gistingu og jólahlaðborð. Lava, Bláa lónið 9.200 kr. Jólahlaðborð hefst 8. nóv. og er alla fös., lau. og sun. til 14. des. Innifalið er hlaðborð og boðskort í Bláa lónið. Hótel Rangá 9.900 kr. Jólahlaðborð með yfir 60 réttum hefst 21. nóv. og er alla fös. og lau. til 13. des. Lifandi tónlist. Upplýsingar af veitingastadir.is. Sótt 18. nóvember. Staðir sem ekki voru með uppfært verð fyrir jólin 2014 voru ekki teknir með.La nd sb yg gð in Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ódýrari jólamatur IKEA: 1.195 kr. Það hefur myndast hefð fyrir því hjá sænska hús- gagnarisanum að bjóða upp á jólamat á veitingastað sínum hér á landi. Í ár er hægt að fá rammíslenskt hangikjöt með kartöflum, uppstúfi, grænum baunum og rauðkáli á aðeins 1.195 krónur fram að jólum. Þetta er vissulega ekki hlaðborð en klárlega ódýrari valkostur fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna og fá sér smá jólasmakk. Kaffi Garður í Húsasmiðjunni Skútuvogi: 1.980 kr. Þegar fólk hugsar um jólamat og jólahlaðborð dettur fæstum Húsa- smiðjan fyrst í hug. En í Kaffi Garði í Húsasmiðjunni Skútuvogi hefur undanfarin ár verið hægt að skella sér á hlaðborð þar sem boðið er upp á helstu jólakræsingar, forrétti, aðalrétti og meðlæti fyrir aðeins 1.980 krónur. Vel hefur verið látið af þessum valkosti í gegnum tíðina, í það minnsta fyrir ekki hærri upphæð en þetta. Þar að auki borða börn, tíu ára og yngri, fyrir 500 krónur. Í aðalrétt á þessu hlaðborði má nefna Bayonne-skinku, purusteik með rauðvínssósu og tartalettur með hangikjöti, auk forrétta og eftirrétta. Hvað vilt þú á þinn disk Vinahópar, vinnufélagar og fjölskylda gera sér oft glaðan dag með því að hittast fyrir jólin og borða góðan mat. Eitt gott sparnaðarráð er auðvitað að sleppa hlaðborðunum þar sem þú borðar sjálfsagt nákvæmlega það sama heima hjá þér um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.