Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 HARÐSKELJADEKK Mundu eftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupir dekk! Smiðjuvegi 34 · Rauð gata · www.bilko.is · Sími 557-9110 Skotvís krefst fleiri daga til rjúpnaveiða n Þrýstir á ráðherra að fjölga dögum n Veiðimenn að missa trú á kerfinu E f það verður ekkert gert þá missa menn trú á þessu kerfi,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skot- veiðifélags Íslands, Skot- vís. Rjúpnaveiðitímabilinu lauk á sunnudaginn. Þrátt fyrir að taln- ingar í vor hafi leitt í ljós að rjúpu hafi fjölgað á milli ára er þungt hljóð í mörgum veiðimönnum. Það helgast af því að veðurfar var afar óhagstætt til veiða, þá sér- staklega á Norður- og Austurlandi. Síðasta helgin er að hluta undan- skilin. Mikið hvassviðri og óveður gengu yfir stóra hluta landsins þá 12 veiðidaga sem veiðimönnum var úthlutað. Ljóst er að margir fengu ekki í soðið. Mikla óánægju má greina á meðal veiðimanna. Hún birtist meðal annars á Skotveiðispjallinu, samfélagi 2.200 skotveiðimanna á Facebook. Þar hafa átt sér stað miklar umræður um fyrirkomu- lag rjúpnaveiða og menn eru, sem von er, svekktir yfir því að hafa lítið komist sökum veðurs eða ár- angurslítið reynt að finna rjúpur í vondu veðri. Missa trúna á kerfinu Elvar Árni hefur verið harðorður í garð þess fyrirkomulags sem verið hefur við lýði en sami háttur hef- ur verið á veiðum undanfarin tvö ár. Gripið var til banns við rjúpna- veiðum 2003 og 2004 en áður mátti veiða 69 daga. Frá banni hafa veiðidagarnir verið níu til tólf. Skotvís hefur sýnt fram á að fjöldi sóknardaga hafi ekki mikil áhrif á þá fjölda daga sem veiðimenn halda til veiða. Veiðar aukist enn fremur ekki að ráði þó að veiði- dögum sé fjölgað. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Elvar vita af veiðimönnum sem væru búnir að fá nóg og íhug- uðu að ganga til rjúpna þegar að- stæður væru góðar, óháð því hvort um leyfilega veiðidaga væru að ræða. Hann fordæmdi ekki þær fyrir ætlanir. Elvar segir, aðspurður um þessa afstöðu, að ef ekkert breytist muni menn einfaldlega missa trú á kerf- inu. „Þegar við fáum engin við- brögð við því sem menn bera á borð, þá er þetta bara spurning um að menn leiti annarra leiða. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð við þeim tölum sem lagðar hafa verið fram; tölum sem byggðar eru á rannsóknum um áhrif veiða.“ Hann segist standa við orð sín. „Ég ætla ekki að dæma menn ef þeir halda til veiða. Kerfið er ósann- gjarnt og óréttlátt.“ Elvar segir að þrennt geti kom- ið til ef menn missi trúna á kerf- inu. Menn hætti að gefa upp réttar veiðitölur, hætti að fara eftir þeim reglum sem settar eru og hætti að borga veiðikortið. Hann bæt- ir við að mikil óánægja hafi verið á undanförnum árum vegna út- hlutana úr veiðikortasjóði. Um 12 milljónir safnist á ári – milljónir sem eigi að fara í rannsóknir í þágu veiða. Sú hafi ekki verið raunin að mati Skotvís. „Menn fá aldrei að sjá hvernig þessum peningum er ráðstafað.“ Vilja 18 daga – sex helgar En hvað leggur Skotvís til? Elvar Árni segir að sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að veiðar ættu að vera leyfðar 30 daga í beit. Hann geri sér hins vegar ekki slíkar von- ir. Skotvís leggi til að veiðar verði leyfðar að minnsta kosti í 18 daga. Sex þriggja daga helgar, sem nái fram í desember. „Þá eru meiri lík- ur á því að menn komist í kjarr- veiði – að það verði kominn snjór.“ Slíkur veiðiskapur sé mjög krefj- andi en skemmtilegur. Hann segir að Skotvís hafi feng- ið vilyrði fyrir því að dagafjöldinn verði endurskoðaður fyrir næsta veiðitímabil. „Við fögnum því og krefjumst þess að ráðuneytið fari yfir þessi gögn sem lögð hafa ver- ið á borð hjá því varðandi daga- fjölda og veiðar. Gögnin sýni svart á hvítu að veiðimenn sækja sér í matinn og láta þar við sitja. Sölu- bannið virkar og dagafjöldinn skiptir minna máli en talið var.“ Hann segir að meðalveiðimaður fari fjóra daga til rjúpna og hætti þegar hann sé kominn með í mat- inn. Það sýni meira að segja gaml- ar kannanir frá níunda áratugn- um. Atvinnuveiðar séu sér kapítuli út af fyrir sig – veiðar sem þekkjast ekki lengur. Hann segir að því lengra sem veiðitímabilið er séu meiri líkur á því að menn haldi til veiða í góðu veðri. Menn hafi þannig meira svigrúm til að velja góða daga og það auki öryggi veiðimanna. DV reyndi ítrekað að ná tali af Sig- urði Inga Jóhannssyni umhverfis- ráðherra eða aðstoðarmanni hans, Ingveldi Sæmundsdóttur, við vinnslu fréttarinnar til að fá á hreint hvort til standi að breyta fyrirkomulagi rjúpnaveiða. Sú við- leitni bar ekki árangur. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Skotin rjúpa Veiðar gengu illa á Norður- landi vegna veðurs. Aðeins síðustu helgina rofaði svolítið til. Mynd Baldur GuðMundSSon rjúpur Veiðimenn eru gramir vegna fárra sóknardaga. Skotvís vill 18 daga. Mynd Baldur GuðMundSSon Hvað gerir ráðherra? Sigurður Ingi er umhverfisráðherra. Elvar Árni, formaður Skotvís, segist hafa vilyrði fyrir því að núverandi fyrirkomulag verði endurskoðað. Mynd SiGtryGGur ari Vill breytingar Elvar Árni var einn þeirra sem ekki náði að veiða í jólamatinn. „Menn fá aldrei að sjá hvernig þess- um peningum er ráðstafað „Lítilmann- legar“ aðgerðir til sparnaðar Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akra- ness, gagnrýnir hagræðingar- og sparnaðaraðferðir hjá ríki og sveitarfélögum á blogg- síðu sinni og segir stjórnend- ur ranglega telja að hægt sé að spara með því að skera niður hjá láglaunafólki sem starfar í mötuneyti og þvottahúsi, og við ræstingar. Vilhjálmur segir það „við- bjóðslega lítilmannlegt“ að ráðast á kjör þeirra sem síst skyldi og nefnir Landspítalann í því samhengi. Betra væri að líta á þann möguleika að skera niður hjá æðstu stjórnendum, þar sem stóru launatölurnar liggja. „Það er lenska hjá stjórn- endum bæði hjá ríki og sveitar- félögum að ætíð þegar leita á hagræðingar og sparnaðar þá virðist það fyrsta sem kem- ur upp í huga þessara aðila að hægt sé að spara gríðarlega með því skera niður í ræstingu, mötuneyti og þvottahúsi. Þarna telja stjórnendur að hægt sé að sækja mikla fjármuni til sparnaðar sem er í raun og veru grátbroslegt,“ segir Vil- hjálmur og bætir við: „Þetta er svo viðbjóðslega lítilmannlegt að ráðast á kjör þeirra sem síst skyldi eins og nú er verið að gera til dæmis á Landspítalanum. Það virðist ekki hvarfla að þessum ágætu aðilum sem þessar ákvarðan- ir taka að líta örlítið á þann möguleika að skera niður hjá æðstu stjórnendum, enda liggja stóru launatölurnar þar, þær liggja ekki hjá ræstinga- fólki svo mikið er víst!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.