Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 21.–24. nóvember 201454 Fólk G rínistarnir Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. hafa undanfarið tekið saman höndum og „snappað“ saman á Snapchat undir nafninu Ostadúettinn. Saga segir að henni hafi ekki dottið í hug að gera þetta án hjálp- ar Steinda. „Mér fannst fáránlegt að fara að standa í nokkru gríni án þess að fá Steinda, minn kærasta grínvin, með mér,“ segir Saga. „Við vorum búin að plana að gera fullt af sketsum saman en ég er að fara til New York-borgar, svo við verðum meira að snappa hvort í sínu lagi.“ Þau ákváðu að gera allt sem þeim datt í hug og reyna að hafa snöppin eins „spontant“ og þau gátu. „Við ætluðum að gera nokkra útpælda en annars bara leika okk- ur og snappa allt það skemmtilega fólk sem við hittum í dagsins önn. Skemmtilegast fannst mér þegar við fórum og gerðum dyraat en vorum ekki búin að ákveða hvern- ig það átti að fara fram. Ég klúðraði því algjörlega, það var alveg ótrú- lega lúðalegt.“ Saga er að fara í stutt frí til New York og verða því ekki mjög mörg snöpp með þeim saman. „Ég ætla að leika mér og fara í sleik og borða vel þroskaðan ananas og tómata með bragði. Mín snöpp verða kannski bara í rómantískara lagi. En Steindi heldur uppi gríninu.“ Hægt er að fylgjast með þeim undir nafninu novaisland á Snapchat og hvetur Saga alla sem hafa áhuga á Steinda-gríni og henn- ar lúðalega lífi til að fylgjast með. n helgadis@dv.is Saga og Steindi snappa saman Ostadúettinn gerir stutta grínsketsa á Snapchat Saga Garðarsdóttir Útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2012, en er einnig uppi- standari. Mynd SiGtryGGur Ari Steindi Jr. Er einna þekktastur fyrir hlut- verk sitt í þáttunum Steindinn okkar. Andri Freyr orðinn pabbi Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson varð pabbi þann 18. nóvember síðastliðinn, en hann eignaðist dóttur með unnustu sinni, Hjördísi Ernu Þor- geirsdóttur. Það var samstarfs- félagi hans, Guðrún Dís Emils- dóttir, sem tilkynnti hlustendum Virkra morgna á Rás 2 tíðindin í upphafi þáttarins þennan sama dag. Leikarinn Gunnar Hansson var þar mættur í settið í stað Andra og hvatti hann Gunnu Dís til að útskýra af hverju Andri væri ekki á svæðinu. Hún var hálf- feimin við það í fyrstu og sagðist vona að nánustu aðstandendur væru búnir að frétta þetta, svo hún væri ekki að tilkynna þeim fjölgunina í útvarpinu. Gunna sagði að það fyrsta sem hún hafi gert þegar hún frétti að barnið væri fætt, hafi verið að tékka á dagsetningunni, til að sjá hvernig kennitalan liti út. Fetar í fótspor pabba n Birgir Steinn er sonur Stefáns Hilmarssonar n Syngja saman á nýrri jólaplötu Þ etta er í fyrsta skiptið sem við syngum saman. Hann bara spurði mig hvort ég vildi syngja lag á plötuna og þar sem ég hef sjálfur gert „cover“ á þessu lagi sló ég til,“ segir Birgir Steinn Stefánsson, sonur tón- listarmannsins Stefáns Hilmarsson- ar. Birgir Steinn syngur eitt lag á nýrri jólapötu Stefáns en lagið er íslensk útgáfa af hinu vinsæla All I Want for Christmas. Hljómsveitin September Birgir, sem er 22 ára nemi á fyrsta ári í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, hefur lítið unnið að tónlist hingað til. „Ég hef samt að- eins verið að dunda mér síðustu árin, sett lög inn á Youtube og svona en það hefur ekki verið neitt alvarlegt. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég syng inn á plötu,“ segir hann og neitar því að hafa verið í mörgum hljómsveit- um. „En ég og vinur minn stofnuðum hljómsveitina eða dúettinn Septem- ber núna í september og höfum þegar gefið út eitt lag sem er komið í spilun á nokkrum útvarpsstöðvum. Við spil- um svona „feel good“-popptónlist. Ætli það lýsi því ekki best.“ Mikilvægast að hafa gaman Hann segir að það væri gaman að feta í fótspor föður síns og hella sér út í tónlist. „Það væri samt ansi erfitt að ætla að fylgja pabba eftir og Sálinni hans Jóns míns sem að mínu mati er með betri hljómsveitum sem Ísland hefur upp á að bjóða. En maður leikur sér að þessu og svo verður algjör bón- us ef fólk fílar það sem maður er að gera.“ Birgir Steinn mun koma fram á tónleikum Stefáns sem fram fara í Salnum í Kópavogi þann 5., 7., 11. og 12. desember. „Ég fæ að syngja eitt- hvað með honum, ég veit ekki hvað en ég fæ allavega að stíga eitthvað upp á svið. Ég hef aldrei sungið með honum opinberlega áður svo það verður mjög skemmtilegt,“ segir hann en neitar því að finna fyrir kvíða. „Ég er aðallega bara spenntur en auðvitað verður maður alltaf pínu kvíðinn. Það fylgir. Mín reynsla er sú að um leið og fyrsta línan er komin út þá gleymir maður stressinu algjörlega. Þá kikkar andrenalínið inn. Þetta er svo gaman og það er það mikilvægasta; að hafa gaman af þessu.“ Líf samið um hann Líklega kannast flestir Íslendingar við lagið Líf en textann samdi Stefán til Birgis þegar hann var lítill. „Já, það er rétt, Líf er samið um mig. Mér þyk- ir ofsalega vænt um þetta lag. Þetta er flott lag og ég er ótrúlega ánægð- ur með þessi hlýju orð frá pabba mín- um,“ segir hann brosandi og bætir við að það sé erfitt að velja sitt uppáhalds Stebba Hilmars-lag. „Ég fíla þessi vin- sælu lög eins og Sódóma og Hvar er draumurinn? Undir þínum áhrifum með Sálinni er gífurlega fallegt. Það lag var samið um litla bróðir minn. Ætli það sé ekki mitt uppáhalds Sál- ar-lag. Svo er ég líka rosalega hrifinn af síðustu jólaplötu pabba og er ekki frá því að nýja jólaplatan sé enn betri.“ Frægðin truflar ekki Birgir Steinn segir þá feðga mikla fé- laga. „Að sjálfsögðu. Við höfum alltaf verið góðir vinir,“ segir hann og neit- ar því að hafa einhvern tímann fund- ist skrítið að eiga svo frægan föður. „Ég held að ég hafi aldrei montað mig neitt á því. Það hefur aldrei truflað mig. Þetta er það eina sem ég þekki og að mínu mati er alveg eins að eiga pabba sem er söngvari eins og pabba sem er smiður eða eitthvað,“ segir hann hlæjandi að lokum. n indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Mér þykir ofsalega vænt um þetta lag. Þetta er flott lag og ég er ótrúlega ánægður með þessi hlýju orð frá pabba mínum. Feðgar Birgir Steinn, Stefán og Steingrím- ur Dagur. Birgir Steinn Birgir Steinn er elsta barn Stebba Hilmars. Mynd SnOrri BJörnSSOn Alma með fjólublátt hár Alma í The Charlies birti mynd nýlega á Instagram sínu þar sem hún er með fjólublátt hár. Eins birti hún mynd þar sem hún var að semja tónlist með CLMD. Þær stöllur í The Charlies virðast hafa það nokkuð gam- an í Kalíforníu en á hrekkjavöku klæddu þær sig upp bæði sem Crayon-vaxlitir og sem meðlimir Spice Girls. Þess á milli eru þær að semja tónlist og sólbaða sig. Lítið hefur heyrst frá hljóm- sveitinni að undanförnu en fyrr á þessu ári gáfu þær út lagið Hello Luv. Aníta í fötum eftir Svölu Leikkonan Aníta Briem fór nýver- ið á frumsýninguna á myndinni Beyond the Lights íklædd fatnaði hönnuðum af Svölu Björg- vins. Söng- konan kallar sig Svala Kali og var Aníta í jakka og sam- festingi úr fatalínu henn- ar. Snemma á þessu ári eign- aðist Aníta sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Dean Paraskevopoulos. Hún útskrif- aðist úr RADA árið 2004 og náði ágætum vinsældum eftir að hún lék eitt aðalhlutverkið í kvik- myndinni Journey to the Center of the Earth með Brendan Fraser. Eins lék hún Jane Seymor í írsk- kanadísku þáttunum The Tudors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.