Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 37
Skrýtið Sakamál 37Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 G enaro „Geno“ Ruiz Camacho var eiturlyfja­ smyglari og nokkuð þekkt­ ur sem slíkur á landamær­ um Mexíkó að Texas. Sagt var að þeir sem settu sig upp á móti Geno kembdu ekki hærurn­ ar. En um síðir safnaðist Geno til feðra sinna, reyndar fyrir tilstilli yfirvalda í Texas sem töldu senni­ lega að veröldin yrði betri án Gen­ os og starfa hans. Mannrán og morð Þannig var mál með vexti að David nokkur Wilburn kíkti í heimsókn til nágranna síns, Sams Wright, í Pleasant Grove í Dallas, 20. maí 1988. Þá var þar stadd­ ur, ásamt nokkrum handbendum sínum, gæðadrengurinn Geno, en hann var ekki í kurteisisheimsókn. Erindi hans var að innheimta fíkniefnaskuld og til að þrýsta á skuldunautinn hugðist Geno hafa á brott með sér áðurnefndan Sam Wright, Evellyn Banks og Andre, þriggja ára son Evellyn. Geno var lítt sáttur við þessa truflun Davids og lét hann vita það með einu skoti í hnakkann. Aftakan gerði Sam hins vegar kleift að komast undan á hlaupum. Enginn engill Svo því sé haldið til haga þá ku Sam Wright ekki hafa verið neinn engill. Bandaríska alríkislög­ reglan var með handökuheim­ ild á hendur honum og vissi hvar hann hélt til. Hann var eftirlýstur vegna heróíndreifingar, en FBI hélt að sér höndum með það fyrir augum að fá betri yfirsýn yfir við­ skipti hans og Genos. Það var svo Sam sem hafði samband við al­ ríkislögregluna, reyndar ekki fyrr en þremur dögum eftir morðið á David og ránið á Evellyn og Andre, og upplýsti hana um morðið á David. Skotinn margsinnis Geno lét þó ekki deigan síga held­ ur rændi Evellyn, 31 árs, og syni hennar. Mæðginin urðu ekki lang­ líf í haldi Genos því þau voru skot­ in til bana þremur dögum síðar og grafin í grunnri gröf í Johnson­ sýslu í Oklahoma. Síðar lýsti einn ódæðismannanna því hvern­ ig Geno hafði fyrirskipað honum að skjóta drenginn aftur og aft­ ur, því hann gaf sífellt frá sér ein­ hver hljóð. Líkin fundust þrem­ ur mánuðum síðar. Eftir morðin lá leið Genos og félaga hans til Mexíkó þar sem þeir höfðu hægt um sig um skeið. Framsalskröfu hafnað Bandaríska alríkislögreglan, FBI, komst að því fyrir tilstill uppljóstr­ ara að Geno hélt til í mexíkóska bænum Arcelia í Guerrero­fylki. Bandarísk yfirvöld fóru þess á leit við mexíkóska kollega sína að Geno yrði framseldur, en fóru bón­ leiðir til búðar hvað það varðaði. Mexíkósk yfirvöld sögðu að Arcelia og svæðið þar um kring væri und­ ir stjórn eiturlyfjabaróna sem væru gráir fyrir járnum og allar tilraunir til að koma böndum á Geno væru dæmdar til að enda með blóðbaði. Þess má geta að Guerrero­fylki hef­ ur verið nokkuð í fréttum undan­ farið vegna hvarfs og morða á hátt í 50 námsmönnum. Veiddur í gildru Sagan segir að FBI hafi komið á laggirnar aðgerð með það að markmiði að narra Geno aftur til Bandaríkjanna. Alríkislögreglan bandaríska hafði erindi sem erf­ iði því ári síðar var Geno fang­ aður í gildru er hann reyndi að laumast yfir landamærin. Banda­ rískum yfirvöldum var ekkert að vanbúnaði og var Geno ákærður fyrir þrjú morð og, til að gera langa sögu stutta, sakfelldur árið 1993 í Dallas fyrir morðið á David Wil­ burn. Þann 26. ágúst, eftir að hafa notið síðustu máltíðarinnar; steik­ ur, bakaðrar kartöflu með salati og jarðarberjaíss, fékk Geno banvæna sprautu og yfirgaf jarðlífið. Fleiri morð á samviskunni Áður en sagt verður skilið við Geno þá er vert að geta þess að hann hafði fleiri morð á samvisk­ unni, eins og fyrr sagði. Við rétt­ arhöldin kom meðal annars fram að hann hefði í það minnsta tvö önnur líf á samviskunni persónu­ lega. Í öðru tilfellinu var um að ræða Pamelu Miller, 23 ára konu sem sá sér farborða með því að dansa berbrjósta. Einhver fíkni­ efnaviðskipti höfðu ekki gengið sem skyldi og reiddist Geno svo heiftarlega að einhverjum varð að refsa. Hvers vegna Pamela varð fyrir valinu fylgir ekki sögunni, en síðustu andartök hennar hafa ver­ ið hryllileg. Pamela var barin til dauða og meðal annars bíl ekið í tvígang yfir höfuð hennar, síðan var lík hennar sundurlimað og sett í timburtætara. „Ég mun bíða ykk­ ar í himnaríki. Ókei. Farvel. Fleira hef ég ekki að segja,“ voru lokaorð Genaros Ruiz Camancho. n Banvæn innheimta í Dallas n Skuld kostaði mæðgin lífið„Pamela var barin til dauða og meðal annars bíl ekið í tvígang yfir höfuð hennar, síð­ an var lík hennar sundur­ limað og sett í timbur­ tætara. Genaro „Geno“ Ruiz Camacho Féll í gildru bandarísku alríkislögreglunnar. Leitin kostaði 1,3 milljarða Leitin að Bandaríkjamannin­ um Eric Frein, sem lagði á flótta í september síðastliðnum eftir að hafa myrt lögregluþjón, kostaði ellefu milljónir dala, 1,3 milljarða íslenskra króna. Frein var á flótta undan rétt­ vísinni í samtals sjö vikur en hann skaut lögreglumann til bana þann 12. september og særði annan í árásinni. Það var ekki fyrr en í lok október sem Frein var handtekinn. Mjög umfangsmikil leit var gerð að manninum en talið er að nokkur þúsund manns hafi komið að leitinni með einum eða öðrum hætti. Saksóknarar munu að öllum líkindum fara fram á dauðarefsingu yfir Frein. Ofsafengin árás vegna pylsna Donte Frye, 39 ára karlmaður í Baltimore í Bandaríkjunum, hef­ ur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hella sjóðandi heitu vatni yfir andlit herbergisfélaga síns. Þetta gerði Frye vegna þess að hann hélt að herbergisfé­ laginn hefði borðað pylsur sem Frye geymdi í sameiginlegum ísskáp þeirra. Í frétt Huffington Post kemur fram að fórnarlambið hefði hlotið annars stigs bruna í andliti og verði með ör í andlitinu um ókomin ár. Í ljósi þess hversu alvarleg árásin var, og þeirrar staðreyndar að Frye hafði tvisvar fengið dóm fyrir tilraun til manndráps, þótti hæfileg refsing 25 ára fangelsi. Skotinn í höfuðið í fótboltaleik Ellefu ára drengur þykir hafa sloppið vel eftir að hafa verið skotinn í höfuðið í knattspyrnuleik á Englandi um síðustu helgi. Drengurinn var að keppa ásamt liðsfélögum sínum í borginni Newcastle þegar hann fann skyndilega fyrir stingandi sársauka fyrir ofan vinstra aug­ að. Taldi hann að grjóti hefði jafnvel verið kastað og lent í höfði hans. Annað kom þó á daginn þegar hann fór út af vell­ inum en þá tók faðir hans eftir því að það sem hafði lent í höfði hans var ekki steinn. Ljóst er að einhvers konar loft­ byssa var notuð og eru þrír fjórt­ án ára piltar grunaðir um verkn­ aðinn. Drengurinn mun vera á góðum batavegi eftir árásina. B andarísk kona í Missouri hefur verið dæmd í 78 ára fangelsi fyrir að beita börn sín ofbeldi. Upp komst um málið í október árið 2011 þegar tíu ára dóttir konunnar sagði bókasafnsverði í skólanum sín­ um að hún væri aum í handleggn­ um. Sagði stúlkan að móðir hennar hefði barið hana með hafnabolta­ kylfu fyrir að vinna ekki húsverkin nógu hratt. Bætti stúlkan við að átta ára systir hennar hefði einnig verið barin með kylfunni fyrir að vera of lengi í sturtu. Huffington Post greinir frá því að eldri stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús eftir að hún sagði til móður sinnar. Læknir skoðaði hana og kom þá í ljós að stúlkan var með mikla áverka á handleggnum. Þannig væri skert blóðflæði í hand­ legginn sem gerði hann kaldan og harðan viðkomu. Sögðu saksóknar­ ar að móðirin, Lakechia Stanley, 34 ára, hefði beitt dætur sínar pynting­ um með skipulögðum hætti. Í viðtölum við stúlkurnar lýstu þær frekari barsmíðum og pynting­ um. Þannig sögðu þær móður sína hafa notað svokallað vatnsbretti. Þær hafi verið bundnar við bretti á meðan móðir þeirra helti vatni yfir andlit þeirra svo þær áttu erfitt með að anda. Þá hafi hún neytt þær í ís­ kalda sturtu og barið þær með raf­ magnsköplum og bitlausum áhöld­ um af ýmsu tagi. Eiginmaður Stanley, Andrew Rui Stanley, hafði áður verið dæmdur í 160 ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum sem eru þrjú talsins. n Pyntaði börnin með vatnsbretti Lakechia Stanley fékk 78 ára fangelsisdóm en eiginmaður hennar 160 ára dóm 78 ára fangelsi Saksóknarar sögðu að Stanley hefði beitt börn sín ofbeldi með skipulögðum hætti. Eiginmaðurinn Fullyrða má að Andrew verði bak við lás og slá það sem eftir er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.