Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Sjúklingar flakka milli lækna og stofnana undirmannaðri heilsugæslunni. Þá erum við ekki búin að ræða fyr­ irsjáanlegan meiri læknaskort þar sem meirihluti starfandi heimil­ islækna í dag hættir á næstu tíu árum.“ Atgervisflóttinn Guðrún Bryndís og Vilhjálmur Ari eru sammála um að spítalaþjón­ ustan sé á brauðfótum vegna lé­ legs húsnæðis og skorts á legu­ plássum. Þetta átti að vera búið að laga fyrir áratug að sögn Vilhjálms. „Álag á bráðaþjónustuna er sex til átta sinnum meira en á hinum Norðurlöndunum vegna lélegs að­ gengis að heilsugæslu. Húsnæðis­ vandamál Landspítalans og niður­ skurður sjúkradeilda úti á landi á sama tíma er stórt og flókið vanda­ mál. Launamál lækna eru svo kornið sem fyllir mælinn. Læknar fást ekki lengur til að vinna á lág­ um grunnlaunum sem hafa dreg­ ist langt aftur úr samanburðarhóp­ um. Laun svara ekki lengur ábyrgð og skyldum læknanna. Unglæknar láta sér ekki nægja mikið vaktaálag til að bæta upp launin öllu leng­ ur. Næga vinnu er að fá erlendis sem er tvisvar til þrisvar sinnum betur borguð. Betri aðstaða býðst á góðum launum tengt vísinda­ vinnu hvers konar. Allt er þetta af skornum skammti hér og illa laun­ að. Mikill atgervisflótti er skollinn á og um helmingur lækna hugsar sér nú til hreyfings ef ekki semst um launin á næstu vikum. Áratugi tekur að fylla upp í skarðið sem skapast þegar heilu kynslóðirnar vantar í starfsraðir lækna, auk þess sem skipulag læknanáms veikist mikið,“ segir Vilhjálmur. Þörf fyrir betra skipulag „Öll læknisþjónusta eins og reyndar heilbrigðisþjónustan í heild byggist á skipulagningu,“ heldur Vilhjálmur áfram. „Það þarf að vera skýrt hvert sjúk­ lingur á að leita með vandamál­ in sín. Í dag er allt opið; hjá sér­ fræðilæknum, barnalæknavakt, Læknavaktinni og bráðamóttök­ um hvers konar, aðallega LSH. Göngudeildarþjónusta er hins vegar að skornum skammti. Öll viðurkennd skipulagning miðast við að yfirleitt sé fyrsti viðkomu­ staðurinn hjá heimilislækni, sem síðar kallar eftir ráðgjöf sér­ fræðilækna á stofu eða göngu­ deildum. Eins ætti heimilis­ læknir að geta lagt inn sjúklinga til rannsókna á spítaladeildir, sem hann getur mjög takmark­ að í dag vegna plássleysis. Í besta falli getur hann sent sjúklinginn á bráðamóttökuna og vonast til að hann verði lagður inn það­ an. Oftar en ekki er hann send­ ur heim eftir takmarkaðar rann­ sóknir. Mikill kostnaður, tafir og óhagræði er af flakki sjúklinga milli lækna og stofnana. Lífsstíls­ sjúkdómarnir eru farnir að sliga heilbrigðiskerfið og er vaxandi vandamál sem heilsugæslan get­ ur með engu komið á móts við í dag vegna álags. Enginn er samt betur fallinn til að taka á þessum vandamálum en heilsugæslan,“ segir Vilhjálmur Ari að lokum. n rými alltof fá „Fólki er vísað frá Þau týndust öll í kerfinu n Aðstandandi segir heilbrigðisstofnanir á Íslandi ekki vinna saman F lókið og óskilvirkt heilbrigðis­ kerfi bitnar harðast á þeim sem síst skyldi – sjúklingum og aðstandendum. DV sagði í síðustu viku sögu Einöru Sig­ urðardóttur sem beið í fimm vikur eftir því að komast í blóðprufu eftir að hafa greinst með illkynja krabba­ mein. Í fyrra ræddi DV við Matthildi Kristmannsdóttur og Margréti Frið­ riksdóttur en þær eiga það sameigin­ legt að þekkja til annmarka heil­ brigðiskerfisins af eigin raun. Þá sagði RÚV í fyrra sögu Sigmars B. Haukssonar sem beið heima í níu daga án þess að fá aðhlynningu. Að gefnu tilefni rifjar DV upp sögur þessa fólks sem týndist í kerfinu. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Skortur á upp- lýsingagjöf og samstarfi „Þetta lítur þannig út í mínum augum að heilbrigð- isstofnanir á Íslandi séu ekki að vinna saman. Þetta er mjög stórt vandamál. Heilsugæslan, Lækna- vaktin og spítalinn eru ekki að vinna saman. Það fyllir mann miklu óöryggi að hugsa til þess,“ sagði Margrét Friðriksdóttir í viðtali við DV á síðasta ári. Margrét sagðist mjög ósátt við þá meðhöndlun sem móðir hennar, Hilda Hafsteinsdóttir, fékk í heilbrigðiskerf- inu. Hilda andaðist í apríl í fyrra en hún hafði greinst með krabbamein í hálsi tveimur mánuðum áður. Margrét furðar sig meðal annars á því að móðir hennar var aldrei lögð inn á spítala þrátt fyrir að vera með greinileg æxli í hálsi og undir stöðugu eftirliti vegna blóðþrýstings. Hún telur að skortur á upplýsingagjöf og samstarfi á milli lækna á mismunandi heilbrigðisstofnunum hafi orðið til þess að fársjúk móðir hennar fékk ekki við- eigandi læknishjálp. Það hafi að lokum orðið henni að bana. Fékk enga aðhlynningu í níu daga Sigmar B. Hauksson hélt að hann væri með flensu en fór til læknis þegar hann fór að gulna. Heimilislæknirinn sendi hann á bráðamóttökuna. „Þá kemur í ljós að hann er með æxli í ristlinum sem er búið að dreifa sér í lifrina,“ sagði Guðrún B. Hauksdóttir, systir Sigmars, í viðtali á RÚV á síðasta ári. Sigmar var lagður inn á meltingardeildina á Landspítalanum þar sem hann fór í aðgerð til að minnka guluna. Tveimur dögum síðar var hann útskrifaður og honum sagt að haft yrði samband við hann eftir nokkra daga þegar sérfræðingar væru búnir að fjalla um mál hans. Viku síðar var hringt í hann, honum tilkynnt að æxlið væri ekki skurðtækt og krabbameinsteymi Landspítalans myndi hafa samband við hann í framhaldinu. Níu dögum síðar var fjölskyldunni nóg boðið og höfðu alls þrír úr fjölskyldunni samband við krabbameinsdeildina. „Ég er nærri því öruggur um að hann hafi gleymst, vegna þess að þegar ég hringi á tíunda degi, þegar hann er búinn að vera heima fár- veikur og sárkvalinn, þá varð bara eins og panikk,“ sagði Jón Víðir Hauksson, bróðir Sigmars, um viðbrögðin þegar hann hafði samband við sjúkrahúsið. Þegar Sigmar hitti krabbameinslækni í fyrsta sinn kom í ljós ekki væri lengur hægt að beita lyfjameðferð því lifrin var svo illa farin. Ljóst var að hverju stefndi og lést Sigmar á aðfangadag 2012 – rúmum mánuði eftir að hann leitaði fyrst til læknis. Neitaði að yfir- gefa bráða- móttökuna Matthildur Kristmannsdóttir hafði gengið á milli lækna í fjölda ára alvarlega veik af krabbameini, án þess að fá rétta greiningu. Í raun má Matthildur líklega teljast heppin að vera á lífi. Veikindi hennar voru talin stafa af alvar- legu þunglyndi, sem hún þjáðist í raun aldrei af. Eina raunverulega meðferðin sem henni bauðst var því samtalsmeð- ferð með geðlækni og sterk geðlyf. Í september árið 2010 var Matthildur búin að fá nóg. Hún var komin enn eitt skiptið upp á bráðamóttöku, búin á sál og lík- ama. „Þá neitaði ég að fara út. Ég átti að fara, var útskrifuð og þeir fundu ekkert að mér, en ég sagði að ég færi ekki neitt. Þeir yrðu bara að finna hvað væri að mér,“ sagði Matthildur í samtali við DV í fyrra. Þá var loksins pantaður tími fyrir hana í maga- og ristilspeglun sem hún fór í sex vikum síðar. Staðan var orðin þannig að myndavélin komst ekki fram hjá æxlinu. Krabbameinið var komið á þriðja stig, hafði vaxið út úr ristlinum og náð að dreifa sér í eitlana. Beið í fimm vikur eftir því að komast í rannsóknir Í síðustu viku sagði DV sögu Einöru Sig- urðardóttur en hún greindist með illkynja eitlafrumukrabbamein í byrjun október. Fréttirnar voru henni skiljanlega mikið áfall. Í framhaldi af greiningunni var henni tjáð að hún þyrfti að undirgangast frekari blóðprufur og myndatöku áður en ákvörðun yrði tekin um meðferð. Einara beið hins vegar í rúmar fimm vikur eftir því að komast í umræddar rannsóknir. Þá tók nágrannakona hennar til sinna ráða, fór í símann og ýtti á eftir málinu. Eftir fjölda símtala og nánari eftirgrennslan fannst engin beiðni um blóðtöku eða myndatöku þegar kennitölu Einöru var flett upp. Einara hafði týnst í kerfinu. „Manni finnst bara eins og þetta eigi ekki að geta skeð. Hún hefði að mínu mati átt að fara í blóðprufu og röntgen í sömu viku og hún greindist með krabbameinið. Maður á ekkert sjálfur að þurfa að hringja út um allt,“ sagði Gyða Breiðfjörð, nágrannakona Einöru, meðal annars í samtali við DV. Beið í fimm vikur eftir blóðprufu Einara Sigurðardóttir týndist í kerfinu. Mynd Sigtryggur Ari „Fyllir mann miklu óöryggi“ Margrét Friðriksdóttir telur að skortur á upplýsingaflæði og sam- vinnu milli heilbrigðisstofnana hafi orðið móður hennar að bana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.