Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Í slenska lögreglan hefur verið að fá allt að 200 kvartanir á mánuði vegna efnis sem birtist á vefsíð­ um svo sem Facebook eða hótana sem einstaklingar sæta á netinu eða í rafrænum samskiptum. Fólkið á það sameiginlegt að telja á sér brotið eða það ratar á efni sem það telur vera vafasamt og varða ís­ lensk lög. Á undanförnum árum hefur DV fjallað ítarlega og ítrekað um það hvernig margir upplifa sig varnar­ lausa gegn ofbeldi á netinu en bent á að erfitt getur reynst að ná utan um það lagalega séð. Málið er enda flókið þar sem tækninni fleygir fram hratt og örugglega og lögin halda ekki endilega í við breytingarnar. Svo eru einnig einstaklingar sem virðast sérstaklega lunknir við að finna nýjar leiðir til þess að hrella aðra. Hótanir og jafnvel ofsóknir á netinu eða símleiðis eru því erfiðar viðfangs. Oftar en ekki eru þær nafn­ lausar og sendar í gegnum erlend forrit og því takmarkað hvernig hægt er að bregðast við. Úrræðin eru í sumum tilfellum til staðar, segir Sigrún Jóhannsdóttir héraðsdómslögmaður og vísar til almennra hegningarlaga. Þeir sem hafa til dæmis uppi hótan­ ir eiga samkvæmt lögunum að vera dæmdir samkvæmt refsiramma sem býður upp á tveggja ára fang­ elsi en í mörgum tilfellum eru við því sektargreiðslur og yfirleitt skil­ orðsbundnir dómar. Þessu ákvæði er mjög oft beitt þegar um er að ræða heimilisofbeldi. Sigrún segist velta því fyrir sér hvort íslensk lög nái utan um þessi mál sem tengjast rafrænum samskiptum. Getur ekki verndað hana Á vefsvæði sem vistað er erlendis er íslenskt spjallborð þar sem myndir af íslenskum konum og stúlkum ganga manna á milli. Mikið er gert úr því að fá myndir af konunum fáklæddum eða nöktum. Sumir netverjar leggja inn pantanir af myndum af ákveðn­ um einstaklingum og aðrir nota svæðið til að ná sér niður á konun­ um eða stúlkunum eftir sambands­ slit. Í slíkum tilfellum, það er þegar fyrrverandi elskhugar dreifa efni, er það kallað hefndarklám. Móðir 13 ára stúlku segist hafa fengið veður af því að verið væri að óska eftir myndum af dóttur sinni á vefsvæðinu. „Hún er þrettán ára gömul og þeir eru að biðja um nektar­ myndir af henni. Hún þorir ekki í sund og hún fer ekki í sturtu í leikfimi. Reyndar hef ég verið að leyfa henni að sleppa við bæði fögin í skólanum, þetta reynir svo mikið á hana. En ég get það ekki til lengdar. Skólinn get­ ur ekkert gert og þegar ég fór til lög­ reglunnar var mér sagt að þeir gætu lítið gert; síðan væri vistuð erlend­ is og að myndir af stúlkunni hefðu ekki farið í dreifingu. Ég, sem móð­ ir hennar, gat sem sagt ekki verndað hana nema með því að leyfa henni að sleppa því að fara í sturtu,“ segir hún. DV hefur ítrekað fjallað um síður sem þessa, en hún er ekki nefnd á nafn hér til að auglýsa hana ekki. Úrræðin til staðar – en samt ekki Víða erlendis er unnið að því að banna hefndarklám. Sigrún bendir á að á Íslandi sé það brot á friðhelgi einstaklingsins, að dreifa slíku efni. Sá kafli almennra hegningarlaga er háður því að brotaþoli fari í einka­ mál. Vilji brotaþoli höfða einkamál sjálfur á hendur geranda, eru því úr­ ræði til þess, en ekki allir hafa til þess andlega og fjárhagslega burði. Í ein­ hverjum tilfellum væri hægt að fella það undir 210. gr. hegningarlaga, er varðar dreifingu á klámi. Þá þyrfti þó að fara í skoðun á því hvað klám er og skilgreiningar þess. Það getur reynst erfitt að skilgreina klám enda er engin ein íslensk skilgreining á klámi til staðar og hugtakið hefur tek­ ið miklum breytingum í áranna rás. Einnig mætti skoða hvort hægt væri að kæra fyrir brot á blygðunarsemi. „Það mætti fara fram umræða um það hvort lögin nái hreinlega utan um þetta og hvort það þurfi ekki að bregðast við þessu,“ segir Sigrún. Hún segist ekki þekkja dæmi þess að einstaklingar hafi verið dæmdir fyrir dreifingu á hefndarklámi hér á landi. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða ungar stúlkur eða drengi, sem verða fyrir því að vafasömum mynd­ um er dreift af þeim, er ekki um ann­ að að ræða en telja það sem barna­ níðsefni. Dreifing á því er brot á hegningarlögum og getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Vandinn felst sem fyrr í því að síðurnar eru oftar en ekki vistaðar erlendis og erfitt getur reynst að hafa hendur í hári þeirra sem deila þar efni. Lögreglumaður sem DV ræddi við segir mikinn fjölda af kvörtunum berast til lögreglunnar vegna mála sem þessara, það er að myndir gangi á síðunum eða að óskað sé eftir síð­ unum sé lokað vegna efnis sem þar birtist. Maðurinn segir erfitt að fylgja eftir öllum málum, en að í þeim til­ fellum þar sem efni er dreift af börn­ um sé gripið til sérstakra varúðar­ ráðstafana. n „Það mætti fara fram umræða um það hvort lögin nái hrein- lega utan um þetta. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Notaði Snapchat Í fyrra sagði DV frá ungri konu sem var ofsótt af fyrrverandi sambýlismanni og barnsföður. Sá notaði smáforritið Snapchat til að klekkja á konunni. Hann stofnaði stöðugt nýja reikninga undir nafni konunnar og sendi í gríð og erg nektarmyndir af henni sem hann hafði aðgang að. Bætti hann við notendum Snapchat, fólki sem konan þekkti og einnig ókunnugum. Konan hafði, eðli málsins samkvæmt, ekki veitt heimild fyrir dreifingu myndanna. Hún telur sig vera eiganda þeirra, en maðurinn telur sig vera það líka. Maðurinn sendi konunni líka stöðugt skilaboð, undir dulnefni, á Facebook, í smáskilaboðum og í tölvupósti. Mörg voru skilaboðin rætin og ljót en önnur innihéldu misvel dulbúnar hótanir um ofbeldi og líkamsmeiðingar. Allt var þetta andlegt ofbeldi sem konan hafði þá sætt um árabil án þess að hægt væri að gera annað en að ræða við manninn sem átti að auki til að sitja um heimili hennar. Konan hefur ekki höfðað einkamál en hefur ítrekað leitað til lögreglunnar. Eftir því sem DV kemst næst hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur manninum og ekki var sett nálg- unarbann á hann. Eftir umfjöllun DV hafði maðurinn í hótunum við starfsmenn blaðsins. Hótað nauðgun fyrir ögrandi myndband Systurnar í sveitinni Hljómsveitt, Anna Tara og Katrín Helga Andrésardæt- ur, fengu grófar nafnlausar hótanir á netinu eftir útgáfu lagsins Næs í rassinn. Lagið og myndbandið þótti afar umdeilt. Þeir einstaklingar sem létu efni þess fara fyrir brjóstið á sér hótuðu söngkonunum öllu illu, meðal annars nauðgunum og ofbeldi. Hrædd við myndirnar Hún þorir ekki í sund og hún fer ekki í sturtu í leikfimi, segir móðir 13 ára stúlku. SviðSett Mynd SHutterStock „Ég gat ekki verndað hana“ n Mál sem varða ofsóknir eða ofbeldi á netinu falla oft á milli skips og bryggju Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is iPad Air Verð frá: 89.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.