Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Hin Hljóða einkavæðing iðn- og verknámsins. Þeir hags- munir sem við eigum að hafa að leiðarljósi eru vitaskuld hagsmun- ir nemenda og hagsmunir iðn- og verknáms. Ef sameining, ákveðn- ari skuldbinding atvinnulífsins og breytt rekstrarform skilar sér í betra námi er í mínum huga rétt að taka það skref.“ Þá tók hún fram að hún hefði undanfarið skoðað kosti og galla breytts rekstrarforms skól- ans og varði litla aðkomu Alþing- is af málinu. „Hvað varðar beina aðkomu Alþingis að málinu tek ég fram að ekki þarf lagabreytingu til að sameining þessara tveggja skóla gangi eftir. Þessu er því ólíkt farið og við sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík – sem vinstri grænir voru á móti – og við væntan- lega sameiningu Kennaraháskól- ans og Háskóla Íslands þar sem í þeim tilvikum hefur þurft að nema úr gildi lög um viðkomandi stofn- un. Engin sérlög eru til um eins- taka framhaldsskóla og breyting á rekstri þeirra því ekki háð breytingu á lögum.“ Einkavæðing Tækniskól- ans gekk í gegn nokkru síðar án sér- stakrar umræðu. Hin pólitíska sýn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tengdu einkavæðingu skólans ít- rekað við eflingu verknáms en gerðu um leið lítið úr þeirri kerfis- breytingu sem átti sér stað. „Nú eru komnar fram hugmyndir um að sameina tvo verknámsskóla, Iðn- skólann í Reykjavík og Fjöltækni- skólann. Ég held að þetta sé akkúrat það sem menn eigi að gera til þess að efla þessar námsgreinar og efla starfsnámið. Ég held að það sem starfsnámið þurfi sé öflugur, metn- aðarfullur starfsmenntaskóli og það er það sem menn stefna að. Ég held að það sé akkúrat það sem starfs- námið þurfi, tengingu við atvinnu- lífið, eins og áform eru uppi um varðandi þennan nýja skóla. Ég er þess vegna ákaflega hlynntur hug- myndum um að sameina þessa skóla og spurningin sem menn þurfa fyrst og fremst að spyrja sig og taka afstöðu til er: Á að sam- eina þessa skóla og efla starfsnámið eða ekki? Fókusinn hjá þingmönn- um Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er hins vegar á allt aðra hluti. Þeim finnst það vera aukaat- riði en rekstrar formið aðalatriðið. Þau mega ekki sjá einkahlutafélag utan um skólastofnanir eða annan rekstur,“ sagði Sigurður Kári Krist- jánsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að mynda í umræðum á þingi. Frasar og stikkorð Mörður Árnason, fyrrverandi þing- maður Samfylkingarinnar, var með- al þeirra sem tóku til máls þegar einkavæðinguna bar á góma. „Við jafnaðarmenn höfum hitt skóla- stjórana tvo út af þessu og líka nokkra forustumenn kennara í Iðn- skólanum en það eina sem við höf- um handfast eru fréttir í fjölmiðlum og nokkur útprent, lítill bækling- ur með einstökum setningum, eins konar stikkorðum, og við höfum ekki aðra afstöðu til þess en þá að það þarf sterk rök til að taka opin- beran skóla og setja hann í annarra hendur. Þau rök hafa enn ekki kom- ið fram. Fátæklegar heimildir benda þó til þess að þetta áformaða hluta- félag hér sé líkara sjálfseignarstofn- un en venjulegu fyrirtæki á mark- aði og málið virðist vera af nokkuð öðru tagi en gegndi um HR og THÍ á sínum tíma, t.d. er því lofað að ekki verði skólagjöld við skólana. Það eru ekki til lög um Iðnskólann í Reykjavík, hvað þá Fjöltækniskól- ann en það á ekki að hindra Alþingi í því að ræða málin miklu rækilegar en við höfum tækifæri til nú. Ég treysti því að menntamálaráðherra gefi Alþingi, því næsta, og næstu rík- isstjórn tækifæri til þess að ákveða nánar um þetta mál.“ Kosningar á næsta leiti Það vekur athygli að umræðan um hinn nýja einkaskóla fór fram skömmu fyrir alþingiskosn- ingar árið 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mátti því vita að ný ríkisstjórn gæti tekið við, örfáum mánuðum eftir að hún hefði án að- komu Alþingis einkavætt stærsta framhaldsskóla landsins. Í dag eru um tvö þúsund og fimm hund- ruð nemendur í skólanum. Tækni- skólinn ehf. fær samkvæmt fjár- lögum næsta árs um 2,2 milljarða króna frá ríkinu. Það er nokkur hækkun frá undanförnum árum en skólinn hefur alla jafna fengið rétt undir tveimur milljörðum. Tungum tveim og þrem „Margt athyglisvert hefur komið hér fram. Það er ekki bara að stjórnar- andstaðan tali tungum tveim held- ur tungum þrem. Vinstri grænir hafa sína stefnu, þeir eru einfald- lega á móti einkaaðilum í rekstri á skólastarfi. Þeir greiddu atkvæði á móti sameiningu Tækniháskól- ans og Háskólans í Reykjavík, sem var studd dyggilega af atvinnulíf- inu. Svo koma hér þingmenn upp og segja að það hafi ekkert samráð verið haft við atvinnulífið. Atvinnu- lífið vildi m.a. fá þessa sameiningu í gegn og það er gott að hér sé dreg- ið fram, frú forseti, að Samfylkingin, stjórnarandstaðan gat ekki stutt sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík. Hún gat ekki stutt metnaðarfulla rammalöggjöf sem allt háskólasamfélagið hefur fagnað. Ekki gat Samfylkingin stutt það, hvað þá Vinstri grænir. Nú er komið að því að við erum að hlusta á það sem atvinnulífið, sem skóla- samfélagið er að tala um, það þarf að efla enn frekar iðn- og starfsnám. Við ákváðum það á sínum tíma að stofna starfsgreinaráðin, af hverju? Til þess að efla tengingarnar við at- vinnulífið. (Gripið fram í.) Að sjálf- sögðu þurftum við að hafa betri tengingar við atvinnulífið,“ sagði Þorgerður Katrín í umræðu um skólann. Einkaháskóli frá grunni Háskólinn í Reykjavík er í eigu Við- skiptaráðs, Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins. Skólinn er hlutafélag en óheimilt er að greiða arð úr félaginu. „Eigendur hafa ekki fjárhagslegan ávinning af rekstri HR og ekki heimilt að greiða arð til hluthafa. Í raun er því HR rekinn eins og um sjálfseignarstofnun sé að ræða og ávinningurinn snýst um að efla menntun í landinu, eink- um atvinnulífsgreina á sviði tækni, viðskipta og laga,“ segir á vef skól- ans. Háskólinn í Reykjavík ehf. var stofnaður árið 1988 í tengslum við Verzlunarskóla Íslands. Skólinn hét þá Tækniskóli Íslands. Skólinn var færður á háskólastig árið 2002 og hét þá Tækniháskóli Íslands. Um 3.500 manns stunda nám við skól- ann sem innheimtir skólagjöld. Gjöldin sem nemendur greiða eru frá tæplega 200 þúsundum á önn upp í hálfa milljón. Nemendur geta sóst eftir láni fyrir þeim gjöldum til Lánastofnunar íslenskra náms- manna. Námsgjöldin eru endur- skoðuð árlega. HR fær árlega um tvo milljarða úr ríkissjóði auk þess að geta sótt sér skólagjöld sem rík- ið lánar fyrir. Grunnskóla- og leikskólastigið Hjallastefnan ehf. er eitt umfangs- mesta fyrirtæki landsins í rekstri menntastofnana. Fyrir tækið rek- ur tæplega tuttugu leik- og grunn- skóla víða um land. Hjallastefn- an er einkafyrirtæki og rekið á þeim forsendum. Fyrirtækið var stofnað af Margréti Pálu Ólafs- dóttur árið 2000 til að standa að rekstri leikskólans Hjalla í Hafnar- firði á grundvelli þjónustusamn- ings. „ Vaxtarbroddur fyrirtækis- ins er mikill en stefnt er á að bæta við nokkrum leikskólum í hópinn á næstu árum, bæði hér á landi og jafnvel erlendis ef tækifæri skapast. Jafnframt er stefnan að halda áfram með þróun námskrár Hjallastefn- unnar fyrir grunnskólastig. Að auki er stefnan að bæta a.m.k. tveimur barnaskólum við innan fárra ára. Þannig er markmið okkar að innan tíu ára muni öll stærstu sveitarfé- lög landsins hýsa tilboð Hjallastefn- unnar um leik- og grunnskólastarf frá eins árs aldri til 12 ára,“ segir á vef fyrirtækisins. Hjallastefnan ehf. rekur í dag grunnskóla í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Ítarlega verður fjallað um aukna einkavæðingu og einkarekstur menntakerfsins á næstunni í DV. n atvinnulífs n Hjallastefnan rekur um 20 skóla n Veita þarf nemendum meiri stuðning Námið í einkarekstur Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra er opinn fyrir meiri einka- rekstri í skólakerfinu. Mennta- málaráðherra bætist þannig í hóp ráðherra núverandi yfirvalda sem opnað hefur á einkavæðingu grunnþjónustu. MyNd SiGTryGGur Ari Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Ómissandi Svunta & viskastykki Rjúpa 4.980 kr um jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.