Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 21.–24. nóvember 201438 Sport Gátu valið sér landslið n Eusebio hefði getað spilað fyrir Mósambík og Marcel Desailly fyrir Gana P atrick Viera, Marcel Des- ailly og Eusebio eru dæmi um frábæra leikmenn sem gátu valið að leika með öðru landsliði en þeir völdu. Því fer fjarri að þremenningarnir séu þeir einu sem höfðu þetta val. Vefritið Bleacher Report tók á dögunum saman lista yfir leikmenn í sömu sporum. Diego Costa, Adnan Januzaj og Raheem Sterling eru ekki sérstaklega tíundaðir í úttektinni en sem kunnugt er leikur Costa fyrir spænska landsliðið þrátt fyrir að hafa fæðst í Brasilíu. Januzaj leikur með Belgum en hann hefði einnig getað valið Albaníu, Tyrkland, Kosovo og England. Þá leikur Raheem Sterling með enska landsliðinu en hann fæddist á Jamaíku. n  John Barnes Lék með: England Hefði getað valið: Jamaíka, Skotland n Barnes fæddist á Jamaíku en fluttist til Englands þegar hann var tólf ára. Barnes var frábær leikmaður sem lengst af lék með Liverpool en fyrst vakti hann þó athygli hjá Watford. Eftir að Barnes fékk breskt vegabréf var hann valinn í enska landsliðið þar sem hann lék 79 landsleiki í það heila. Barnes sagði í viðtali árið 2008 að hann hefði getað spilað fyrir Skotland og Wales, auk Jamaíku og Englands. Sagði hann að ef Skotar hefðu beðið hann um að spila fyrir þá hefði hann líklega ekki sagt nei. Þar sem Englendingar föluð- ust fyrstir eftir kröftum hans valdi hann að spila fyrir þá.  Patrick Vieira Lék með: Frakkland Hefði getað valið: Senegal n Patrick Vieira er einn besti miðjumaður- inn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Um það eru líklega allir sammála. Vieira fæddist í Senegal en fluttist til Frakklands með fjölskyldu sinni þegar hann var átta ára. Hann sneri ekki aftur til fæðingarlands síns fyrr en árið 2003, en fimm árum áður hafði hann orðið heimsmeistari með Frökkum. Það er spurning hvort þeir hefðu hrósað sigri á HM '98 ef ekki hefði verið fyrir krafta hans.  Miroslav Klose Lék með: Þýskaland Hefði getað valið: Pólland n Miroslav Klose er markahæsti leikmaður HM frá upphafi en þessi magnaði leikmaður lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í sumar. Klose fæddist í Opole í Póllandi en fluttist til Þýskalands árið 1986 er hann var átta ára. Það var ekki fyrr en árið 2001, þegar Klose var far- inn að raða inn mörkunum fyrir Kaiserslautern, að pólska knattspyrnusambandið falaðist eftir kröftum hans. Hann hafnaði boði þeirra um að spila fyrir landsliðið þar sem hann vissi að hann ætti möguleika á að ná árangri með því þýska. Sú varð raunin og var Klose valinn í þýska landsliðshópinn síðar þetta ár. Söguna eftir það þekkja allir. Klose lék á ferli sínum 137 landsleiki fyrir Þjóðverja og skoraði hann 71 mark í þeim, þar af 16 í lokakeppni HM.  Marcel Desailly Lék með: Frakkland Hefði getað valið: Gana n Desailly var í franska hópnum sem varð heimsmeistari árið 1998. Þetta varnartröll lék lengst af með Milan og Chelsea og átti að nær öllu leyti afar farsælan feril. Foreldrar Desailly – og Desailly sjálfur – fæddust í Gana og þess vegna var ekkert því til fyrirstöðu að hann léki með Afríkuliðinu. Desailly hefur sjálfur látið hafa eftir sér að það hafi aldrei hvarflað að honum að spila fyrir annað landslið en það franska. Hann lék 116 landsleiki í það heila fyrir Frakka.  Deco Lék með: Portúgal Hefði getað valið: Brasilíu n Deco var í hópi öflugustu miðjumanna Evrópu fyrir ekki svo mörgum árum en þessi sókndjarfi miðjumaður lék meðal annars með Porto, Barcelona og Chelsea áður en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári. Deco fæddist í Brasilíu og lék með stórliði Corinthians þar sem hann vakti mikla athygli. Margir bjuggust við því að hann yrði valinn í brasilíska hópinn fyrir HM 2002 en þar sem Ronaldo, Ronaldinho og Rivaldo voru í hópnum var ekki talin þörf fyrir Deco. Ári síðar fékk hann portúgalskan ríkisborgararétt og hikaði hann ekki við að samþykkja boð portúgalska knattspyrnu- sambandsins um að leika fyrir Portúgal. Hann mætti Brasilíumönnum í sínum fyrsta landsleik og að sjálfsögðu setti hann mark í andlitið á þeim.  Lukas Podolski Leikur með: Þýskaland Hefði getað valið: Pólland n Lukas Podolski var að mörgu leyti í sömu sporum og Miroslav Klose þegar kom að því að velja landslið. Líkt og Klose fæddist Podolski í Póllandi og því hefði hann auðveldlega getað spilað fyrir pólska landsliðið. Podolski fluttist til Þýskalands þegar hann var tveggja ára og fékk hann strax ríkisborgararétt þar sem afi hans og amma voru Þjóðverjar. Podolski, sem hefur skorað 47 mörk fyrir þýska landsliðið, sagði síðar að pólska knattspyrnu- sambandið hafi fyrst sýnt honum áhuga þegar hann var fenginn til að leika með U21 árs liði Þjóðverja. Þá þegar hafði hann hins vegar ákveðið að spila fyrir þýska landsliðið.  Pepe Leikur með: Portúgal Hefði getað valið: Brasilíu n Þessi öflugi varnarmaður fæddist í Brasilíu. Það var ekki fyrr en hann fór í atvinnumennsku til Portúgal að hann vakti fyrst athygli. Hann var til dæmis aldrei valinn í yngri landslið Brasilíu. Árið 2007, eftir að hafa leikið í sex ár með Maritimo og Porto, fékk hann portúgalskan ríkisborgararétt og sama ár lék hann sinn fyrsta landsleik fyrir Portúgal. Síðan þá hefur Pepe verið í hópi öflugustu varnarmanna heims.  Marcos Senna Lék með: Spánn Hefði getað valið: Brasilíu n Marcos Senna átti farsælan feril í spænska boltanum þar sem hann lék með Villareal árin 2002 til 2013. Fyrri hluta ferils síns lék hann í fæðingarlandi sínu, Brasilíu, með hinum ýmsu liðum. Árið 2006 fékk hann spænskan ríkisborgararétt og var um- svifalaust valinn í spænska landsliðið. Hann var einn af lykilmönnum spænska liðsins sem varð Evrópumeistari árið 2008. Í heildina lék hann 28 landsleiki.  Eduardo Da Silva Lék með: Króatía Hefði getað valið: Brasilíu n Eduardo fór tiltölulega ungur að árum til Króatíu eftir að vökulir njósnarar Dynamo Zagreb fengu veður af hæfileik- um hans. Þetta var árið 1999 þegar Eduardo var 16 ára. Þremur árum síðar fékk hann króatískan ríkisborgararétt og árið 2004 var hann valinn í landslið Króata. Meiðsli settu strik í reikninginn á ferli Eduardos en í heildina lék hann 64 landsleiki fyrir Króata og skoraði 29 mörk. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á þessu ári. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.