Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 21.–24. nóvember 201428 Fólk Viðtal E yrún mætir í viðtalið beint úr ræktinni, frískleg með blautt hárið. Hún á smá tíma lausan þangað til hún á að vera mætt í kennslu upp í háskóla, sem er hluti af doktorsnáminu. Hún er ekki alveg í venjulegu rútínu um þessar mundir. Var í fæðingarorlofi til ágúst­ loka og þá tók við námsleyfi sem stendur fram í desember. En hún fékk doktorsstyrk frá Háskólasjóði Eim­ skipafélags Íslands. Hún er því bara á kafi í náminu – ekki vinnunni. Ásamt því að sinna barninu. Blaðamaður minnist strax á áður­ nefnda grein, en hún vakti mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. „Þetta er mín skoðun og ég stend við hana. En ég er ekki að tala fyr­ ir hönd lögreglunnar, eða allra lög­ reglumanna,“ segir Eyrún ákveðin. Hún hefði hins vegar kosið að grein hennar opnaði umræðuna um auk­ inn vopnaburð á uppbyggilegan hátt á meðal lögreglumanna, en fannst lögreglan ekki tilbúin í það. Flakkaði töluvert Þessi skoðanasterka og skelegga kona er fædd í Reykjavík árið 1973 en fjölskyldan flutti fljótlega aust­ ur á land og bjó í Fellabæ um tíma. Þegar Eyrún var níu ára fluttu þau aftur til Reykjavíkur en fjölskyldan settist svo að í Garðabæ þegar Eyrún var tólf ára. Hún hefur þó aldrei litið á sig sem Garðbæing og sækir ekki íþróttaleiki með Stjörnunni, líkt og yngri systkini hennar. Hún telur sig Reykvíking, enda hefur hún búið þar lungann úr lífi sínu. Eyrún var á töluverðu flakki á unglingsárunum, fór meðal annars sem skiptinemi til Brasilíu í eitt ár og sem au­pair til Ítalíu í nokkra mánuði. Hún hafði því í nógu að snúast og gaf sér ekki tíma til að klára framhaldsskóla á þessum árum. Sitt fyrsta barn eignaðist hún rétt rúmlega tvítug og annað barnið kom skömmu síðar. Vildi mennta sig fyrir lögregluna Þegar Eyrún kom heim eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku fann hún að hún vildi mennta sig og byrjaði á því að klára stúdentsprófið 27 ára gömul. Svo lá leiðin í mannfræði í Háskóla Ís­ lands þar sem hún fann sig mjög vel. „Það hafði alltaf blundað í mér að fara í lögregluna og þegar ég kom heim frá Danmörku, áður en ég kláraði stúd­ entsprófið, þá var ég mjög spennt að sækja um í löggunni. Ég veit ekki hvernig sú hugmynd kviknaði, en ég var einhvern veginn sannfærð um að þetta væri starf sem væri áhugavert og mér myndi þykja skemmtilegt.“ Þrátt fyrir að Eyrún væri orðin spennt fyrir lögreglustarfinu þá taldi hún skynsamlegast að klára stúdentspróf­ ið og sækja sér háskólamenntun áður en hún léti drauminn rætast. „Þegar ég var að ljúka við mann­ fræðina þá var ég komin með þriðja barnið, sem ég eignaðist á með­ an ég var í náminu. Ég sá ekki al­ veg fyrir að ég fengi strax vinnu sem mannfræðingur þannig að ég dustaði rykið af þeirri hugmynd að fara í lög­ guna. Ég fór á fullt að æfa og fór í inntökuprófið sumarið 2002, þegar litla barnið var bara sex mánaða,“ segir Eyrún og brosir, enda gerir hún sér líklega grein fyrir því að eru ekki margar konur sem leika það eftir. „Barnið var sex vikna þegar ég byrjaði á æfa og ég komst inn um haustið,“ bætir hún við. Blaðmaður verður þess fljótt áskynja að Eyrún er hörkutól og kallar ekki ömmu sína. „Ég varð fyrir áfalli“ Hún hóf svo nám í Lögregluskólanum í janúar 2003 og útskrifaðist úr mann­ fræðinni í febrúar sama ár. Það á ekki vel við hana að sitja auðum höndum, en hún vill þó ekki viðurkenna að hún sé ofvirk. Á þessum tíma var hún ein­ stæð móðir með þrjú börn, þar af eitt undir eins árs aldri. Það var því ekk­ ert sjálfgefið að hlutirnir gengju upp, en þeir gerðu það engu að síður. Hún viðurkennir þó að þetta hafi verið ansi strembið á köflum. Upplifun Eyrúnar af Lögregluskól­ anum var hins vegar ekki sérstaklega jákvæð og telur hún að margt megi betur fara í náminu þar. „Ég varð fyr­ ir áfalli í fyrsta skipti á ævinni. Eftir að hafa tekið stúdentsprófið svona seint, sem fullorðin manneskja og móðir, hafa svo farið í þriggja ára háskóla­ nám og þaðan í Lögregluskólann. Það var meiriháttar sjokk. Þetta voru mik­ il vonbrigði og þar fæðist sú þörf hjá mér að hafa eitthvað um Lögreglu­ skólann að segja.“ Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vakti mikla athygli á dögunum þegar hún ritaði grein í Fréttablaðið sem bar heitið Fleiri löggur – færri byssur. Þar gagnrýndi hún hug- myndir um aukinn vopnaburð lögreglumanna. Hún vill frekar efla lögregluna með mannskap og menntun en vopnum. Hún hefur skoðanir á flestu og er óhrædd við að tjá þær. Fyrir vikið er hún ekkert sérstaklega vinsæl innan lög- reglunnar, en henni er nokkuð sama. Sólarhringur hennar virðist vera lengri en flestra, en samhliða vinnunni sinnir hún doktorsnámi í mannfræði og er mjög virk í pólitísku starfi Vinstri grænna, ásamt því að vera móðir fjögurra barna. „Ég er kona með skoðanir“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ég hef upplifað það mjög sterkt að ég er ekki hluti af heildinni í lögreglunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.