Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Menning 45 Lýðræðistilraunirnar voru ekki til einskis manna þjóðfundi árið 2010 sem átti að leggja línurnar fyrir vinnu 25 manna stjórnlagaþings sem var kosið sama ár. Eftir að kosningarn­ ar voru ógiltar af Hæstarétti vegna galla í framkvæmdinni skipaði Al­ þingi sömu 25 einstaklinga í svo­ nefnt stjórnlagaráð sem svo vann að frumvarpi um nýja stjórnarskrá – en hægt var að fylgjast með vinnu ráðsins og varpa fram tillögum á samfélagsmiðlum. Að lokum var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkur lykilatriði. En Alþingi hef­ ur ekki enn samþykkt frumvarp­ ið og fátt bendir til að það verði að veruleika. Af hverju er áherslan mest á þessa tilteknu tilraun? „Staðreyndin er sú að stjórnar­ skráin hefur vakið langmesta athygli í heiminum. Í fræðilegri umræðu um stjórnarskrárgerð og stjórnarskrárfræði er mikið horft á íslenska dæmið. Þetta stangast ör­ lítið á við umræðuna hérna heima, sem hefur hneigst til að vera ákaf­ lega neikvæð. Á því er annars vegar sú skýring að ferlið var gloppótt að mörgu leyti, hins vegar tel ég að gríðarlega hörð andstaða margra áberandi einstaklinga úr háskóla­ samfélaginu í lok árs 2012 og byrj­ un 2013 hafi haft mikil áhrif á með­ ferð þingsins. En þrátt fyrir allt fól þessi tilraun í sér ýmsar nýjungar sem að hafa ekki verið prófað­ ar áður neins staðar í heiminum. Til að nefna dæmi, þá var ákveðið snemma í ferlinu að hafa það opið allan tímann, það er aldrei neinn lokaður þáttur, það er alltaf uppi á borðinu hvað stjórnlagaráðið er að gera, um hvað er verið að fjalla, það eru birt drög jafnóðum og allir geta með einföldum hætti blandað sér í þessa umræðu. Þetta hefur aldrei verið gert áður. Vissulega voru þeir sem að hönnuðu þetta ferli kannski ekki búnir að kynna sér fræðin í kringum þetta út í hörgul. Hugtak­ ið „crowdsourcing,“ sem þýtt hefur verið sem lýðvistun, var til dæm­ is ekki notað af Íslendingum fram­ an af heldur kom þetta inn þegar erlendir fræðimenn skilgreindu ferlið á þennan hátt,“ útskýrir Jón og bendir á að Helene Landemore, lektor við Yale­háskóla, fjalli sér­ staklega um þennan þátt í bókinni. Óþolinmæði og pólitískar hindranir En hverjar eru niðurstöðurnar úr þessum rannsóknum, af hverju tókst ekki að láta þessa nýstárlegu tilraun hafa varanleg áhrif á ís­ lenskt stjórkerfi? Í innganginum að Lýðræðistilraunum nefnir þú að hindranirnar sem hafi staðið í vegi fyrir stjórnarskrárferlinu hafi annars vegar verið aðferðafræði­ legar og hins vegar pólitískar. Hvað áttu við með því? „Ég held reyndar að það sé viss einföldun benda bara á eitthvað eitt eða tvennt sem fór úrskeiðis. Ég tel samt að eftir að stjórnlagaþingið er kosið og fulltrúarnir fara að tala saman þá kemur upp ákveðin togstreita milli tveggja ólíkra sjónarmiða. Það er annars vegar sú hugmynd að ráð­ ið eigi að vinna mjög þröngt og af­ markað verkefni, og hins vegar sú hugmynd að þessir 25 fulltrúar beri á herðum sér ábyrgðina á því að vera höfundar stjórnarskrár fram­ tíðarinnar. Spurningin er hvort full­ trúarnir eru eins konar verktakar eða hvort hlutverk þeirra er í eðli sínu pólitískt,“ útskýrir Jón. „Gall­ inn á því hvernig málið er lagt upp af hálfu þingsins er að þetta er skil­ ið eftir óskilgreint. Þannig verður það hlutverk stjórnlagaráðs sjálfs að skilgreina hvað það eigi eigin­ lega að gera. Ég held að þetta hafi haft slæm­ ar afleiðingar á endanum. Alþingi hefði þurft að skilgreina mun bet­ ur verkefni ráðsins: á það að skrifa nýja stjórnarskrá, koma með tillög­ ur að uppbyggingu nýrrar stjórnar­ skrár, tillögu að ákveðnum grein­ um í nýrri stjórnarskrá eða á það bara að endurskoða gömlu stjórn­ arskrána? Ráðið tekur ákvörðun um að skrifa nýja stjórnarskrá. Þó að það hafi verið hægt að skrifa stjórnarskrá fyrir Bandaríkin á fjór­ um mánuðum árið 1787, þá myndi ég segja að það sé rauninni útilok­ að – og tel að dæmin sanni það – að 25 manna hópur af þessu tagi geti klárað slíkt verkefni í dag. Pólitískt umhverfi okkar er allt allt öðruvísi og miklu flóknara. Þetta er bara miklu flóknara en menn höfðu gert sér grein fyrir. Ef ráðið hefði haft tvö eða fjögur ár hefði það verið allt annað mál, en fjórir mánuðir, það einfaldlega gengur ekki. Þetta þýðir að plaggið sem kemur út úr vinnunni er svo viðkvæmt, það er svo auðvelt skjóta það niður, enda var það skotið niður. Ég tel að þetta hafi verið fyrirsjáanlegt. Þetta er það sem ég á við þegar ég tala um aðferðafræðilegan vanda.“ En hverjar eru þessar pólitísku hindranir sem þú nefnir? „Ég held að menn hafi ekki hugsað nægilega vel út í hvert pólitískt ferli málsins væri. Þar sem Alþingi verður að staðfesta stjórnarskrána þá blas­ ir við að hver sá hópur sem vinnur að málinu hlýtur að þurfa að starfa í samráði við þingið. En stjórnlaga­ ráð kaus að draga algjör skil milli sín og þingsins og stjórnarinnar. Það lagði mikla áherslu á að halda sjálfstæði sínu. Síðan töldu menn að með samstöðu sinni gætu þeir tryggt að þingið væri á einhvern hátt siðferðilega skuldbundið til þess að taka við stjórnarskránni. Þótt það sé vissulega hægt að halda því fram að einhver slík skuld­ binding hafi átt að vera til stað­ ar, þá hefur þingið völd til að gera annað. Ferlið hafði ekki verið hugs­ að til enda og þess vegna verður bara vandræðagangur þegar frum­ varpinu er skilað. Þjóðaratkvæða­ greiðslan haustið 2012 leysti engan vanda vegna þess að spurningarnar voru ekki nógu vel hannaðar og því var erfitt að sjá nákvæmlega hvað niðurstöður hennar þýddu.“ Tilraunirnar ekki til einskis Enn í dag eru einhverjar raddir sem krefjast þess að stjórnarskrár­ frumvarpið verði tekið upp að nýju. Myndir þú telja að það væri farsæl­ ast að koma nýju stjórnarskránni í gagnið um leið og færi gefst, eða eigum við bara að læra af því sem sem á undan er gengið og endur­ hugsa þessa vinnu? „Ég held að það sé mjög ótrúlegt eins og málin hafa þróast að það sé hægt að taka frumvarpið eins og það var fyrir tæplega tveimur árum og fara að dusta af því rykið. Ég held að það tækifæri sé farið, því miður. En það er starfandi stjórnar­ skrárnefnd sem á að vera að hugsa um þetta og ég held að það séu al­ veg færar leiðir ef menn eru tilbún­ ir að takast á við þetta af einlægni. Ég held að það væri alveg hægt að hugsa sér fyrirbæri eins og rök­ ræðukönnun til að fjalla um stjórn­ arskrárfrumvarpið. Það má alveg hugsa sér að það sé lagt fyrir og fólk taki afstöðu til grundvallarþátta þess frumvarps. Þá erum við að vísu ekki endilega að tala um að sá texti verði stjórnarskrá, en ég held að það sé að minnsta kosti ákveðin leið til þess að leggja þetta frum­ varp til grundvallar og ég held að það ætti að geta verið víðtæk sam­ staða um slíkt.“ Nú hefur þessi og raunar fleiri lýðræðistilraunir eftirhrunsár­ anna siglt í strand og ljóst að þær munu ekki hafa varanleg áhrif á ís­ lenskt stjórnkerfi. Þrátt fyrir gagn­ rýninn tón og að tilraun sé gerð til að greina hvað fór úrskeiðis virð­ ast fræðimennirnir sem eiga grein­ ar í bókinni almennt vera jákvæð­ ir í garð tilraunanna.Voru þessi fálmkenndu skref okkar þá ekki til einskis? „Alls ekki. Það er eitt lykilatriðið í bókinni. Umræðan á Íslandi hef­ ur verið dálítið innhverf og nei­ kvæð, en það skiptir máli að átta sig á alþjóðlegu samhengi þessar­ ar umræðu og nýta hana. Það sem við erum að reyna er að koma þessari alþjóðlegu umræðu um málið yfir á íslensku, að koma hug­ tökunum og hugsuninni yfir á ís­ lensku. Markhópurinn fyrir þessa bók er áhugasamur almenningur, aðgerðasinnar og aðrir sem hafa áhuga á málinu, en ekki síður fólk sem er virkt í stjórnmálum hvort sem það er í sínum sveitarfélögum eða á landsvísu í stjórnmálaflokk­ um. Menn verða að átta sig á því að beint lýðræði er ekki ógnun við full­ trúalýðræði, þarna höfum við verk­ færakistu sem fólk á að geta notfært sér.“ Nauðsynlegt að hvetja fólk til þátttöku Nú er eins og sumar þessara lýð­ ræðistilrauna nánast staðfesti gagnrýni efasemdamanna um beint lýðræði, þátttakan var oft og tíðum dræm. Getur kannski verið að almennir borgarar nenni ein­ faldlega ekki að taka þátt í beinu lýðræði? „Ég held að maður megi ekki einblína á þátttökuna. Vissu­ lega er það dapurleg staðreynd ef haldnar eru kosningar og enginn kemur. Þó að við séum ekki með neina formlega mælikvarða á það hvenær kosningar eru lögmætar og hvenær ekki, þá hefur fólk til­ hneigingu til að álíta að þær hafi enga merkingu ef þátttakan er und­ ir 50 prósentum. En við getum séð almenningssamráð á tvo vegu. Við getum skilið það svo að pólitíkin segi við almenning: „nú hafið þið tækifæri til að koma að málum, sýnið áhuga ykkar í verki.“ Ef fáir taka þeirri áskorun þá nota menn það auðvitað sem rök fyrir því að gera hlutina einhvern veginn öðru­ vísi. Hins vegar getum við litið á það þannig að aðkoma almennings geti bætt ákvarðanir og gert þær skynsamlegri. Þá flyst ábyrgðin á því draga fólk inn yfir á stjórnsýsl­ una. Við vitum alveg að það þýð­ ir ekkert að segja fólki bara að það megi koma, það þarf oft að dekstra fólk og hvetja það og jafnvel að veita því einhverja umbun, kannski með því að borga því fyrir að koma. Það er ekkert að því að nota slíkar aðferðir til að laða fólk að verkefn­ um, að minnsta kosti ef við teljum að aðkoma þess bæti ákvarðan­ ir, ekki bara að yfirvöld séu af góð­ mennsku sinni að gefa almenningi kost á að vera með.“ Eins er oft fundið að því að stjórnvöld gefi almenningi ekki kost á að koma að nægilega mik­ ilvægum verkefnum. Þetta sést til dæmis í gagnrýni á þátttökuver­ kefni Borgarinnar, Betri hverfi og Betri Reykjavík. „Það fara svo sem ekki háar upphæðir í Betri hverfi. En við verðum að sjá það sem til­ raun sem miðar að því að þróa og byggja upp ferli. Auðvitað vonast maður til að allir læri af þessu og stígi stærri skref næst. Það versta er hins vegar ef fólk stoppar og þor­ ir ekki að gera hlutina, fyllist von­ leysi og þorir ekki að prófa nýjar hugmyndir. Meirihlutinn í borginni verður að vara sig á því að falla ekki í þá gryfju að hugsa hlutina ein­ göngu út frá skammtímasjónar­ miðum þess sem hefur völdin í dag. Það er ósköp skiljanlegt að borgar­ stjórinn spyrji sig þess hvers vegna í ósköpunum hann ætti að leggja áherslu á umdeild verkefni sem gætu gert honum erfiðara fyrir að hrinda núverandi stefnumálum sínum í framkvæmd. En það er mik­ ilvægt að hugsa lengra og byggja upp ferli sem bæta samráðsleið­ ir til frambúðar, til að hægt sé að leysa flókin og umdeild mál. Það má kannski nefna flugvallarmál­ ið sem dæmi um slíkt mál. Núna er að koma skýrsla um flugvallar­ málið og það væri alveg tilvalið að sú skýrsla færi í vel skipulagt al­ menningssamráð, rökræðukönnun væri tilvalin sem aðferð til að velja á milli kosta sem væntanlega verða settir fram í skýrslunni.“ n n Jón Ólafsson ræðir lýðræðistilraunir á Íslandi eftir hrun n Erlendir fræðimenn áhugasamir um stjórnarskrána og þátttökufjárlög í Reykjavík „Það versta er ef fólk stoppar og þorir ekki að gera hlutina, fyllist vonleysi og þorir ekki að prófa nýjar hugmyndir. Skotin niður Jón Ólafsson segir fyrirsjáanlegt að stjórnarskrárfrumvarp sem unnið væri á fjórum mánuðum yrði ekki nógu skothelt. Þjóðfundurinn Tæplega 1.000 manna þjóðfundur markaði upphaf stjórnarskrárferlisins, en skipulag hans er meðal annars gagnrýnt í Lýðræðistilraunum. MyNd SigTryggur Ari Aðgengileg bók fyrir almenning Tilgangurinn með Lýðræðistilraunum er að gera fræðilega umræðu um lýðræði aðgengilegar almenningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.