Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Allar vörur DGJ orGanics eru án Parabena og SLS Þú velur náttúrulega É g legg mikið upp úr því að lifa í jafnvægi og til þess að það takist þá þarf matar- æðið að vera gott. Mér finnst skipta miklu máli að elda allt frá grunni, borða lítið af aukaefn- um og reyna að borða eins lítið af sykri og kostur er. Í öllum hraðan- um sem er í gangi í nútímaþjóðfé- lagi skiptir máli að eldamennsk- an taki skamman tíma. Ég er ekki hætt að borða sykur en það skipt- ir máli að borða hann bara „blá- spari“. Það er nefnilega ekkert að því að hafa hversdagsleikann svo- lítið einfaldan og leyfa sér meira þegar mikið stendur til. Þá verð- ur líka meira varið í sætindi ef þau eru sjaldan í boði,“ segir fjölmiðla- konan og ritstýra Smartlands, Marta María Jónasdóttir, en MMM Matreiðslubók Mörtu Maríu kom í verslanir í gær. Velur sætindin vel Um þykka og veglega bók er að ræða með 116 uppskriftum. „Þetta er vönduð bók með fjölbreytt- um fjölskylduuppskriftum,“ segir Marta María brosandi og bætir við að líklega séu 90% uppskriftanna í hollari kantinum. „Í bókinni er veglegur morgunverðarkafli, mik- ið af heilsusamlegu meðlæti, sósur sem gerðar eru frá grunni og súp- ur. Svo er það kaflinn Guilty Plea- sures, en í honum er að finna það allra besta sem hægt er að mat- reiða þegar eitthvað stendur til. Mér finnst mjög mikilvægt að velja sætindin vel og borða þau sjald- an.“ Í þjálfun hjá kærastanum Marta María hefur breytt um lífs- stíl. Eftir 33 hreyfingarlaus ár er hún komin á fullt í ræktina þar sem hún æfir kraftlyfingar undir dyggri leiðsögn kærastans, einka- þjálfarans Ingimundar Björgvins- sonar. Hún segir að mataræðið hafi ósjálfrátt orðið betra eftir að hún byrjaði að æfa. „Ég legg mikla áherslu á að borða bara mat en ekki duft,“ segir hún en neitar því að kærastinn hafi kennt henni mörg ný handtök í eldhúsinu. „Hann veit að sjálfsögðu hvaða matur gerir okkur gott og hverju er best að sleppa. Við lesum mik- ið utan á umbúðir á matvælum og því meira sem ég geri af því verð ég alltaf sannfærðari um að það sé langhollast að matbúa allt sjálfur. Í vor gerði ég tilraun á sjálfri mér og fór í gegnum sykurlaust sumar. Ég hætti að borða allan viðbættan sykur, sælgæti, gos og slíkt. Það er ótrúlegt hvað sykurinn hefur mik- il áhrif. Sykur kallar á meiri sykur og ég áttaði mig ekki á fyrr en ég sleppti honum hvað sykurneysla hefur margþætt áhrif á líkamann. Ég fann hvernig húðin varð betri, svefninn varð betri og lífið komst almennt í betra jafnvægi. Ég mæli eindregið með þessu.“ Erfitt til að byrja með Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt til að byrja með að sneiða fram hjá sykri. „Í eðli mínu er ég mikill sælgætisgrís. Þótt ég borði hollan mat þá hef ég oft dottið í nammiát af og til og sérstaklega þegar ég er þreytt. Að hluta til er auðveldara að borða engan sykur en bara smávegis. Þegar ég var komin yfir versta kaflann hætti ég að hugsa um sykur og verð ég að játa að það er góður staður að vera á. Þegar þráin í sætindi kom fékk ég mér epli eða ber. Eftir þetta sumar hef ég tamið mér að borða bara sykur ef ég er boðin í boð eða eitthvað slíkt.“ 60 kíló í bekk Marta María hefur fundið sig í kraftlyftingum. „Þetta er besta hreyfing sem ég hef prófað. Kraft- lyftingar kalla á mikla einbeitingu sem gerir að verkum að það er ekki hægt að hugsa um neitt annað á meðan. Fólk sem vinnur mikið þarf nauðsynlega á því að halda að hvíla hugann reglulega og í kraft- lyftingunum næ ég því. Ég er bara í mínu „zone“-i þegar ég lyfti,“ seg- ir Marta María sem er farin að taka 60 kíló í bekk. „Sko á kjötinu, það er að segja án búnaðar,“ skýtur hún hlæjandi inn í. Aðspurð segist hún aldrei hafa trúað því að hún myndi falla fyrir kraftlyftingaíþróttinni. „Í rauninni vantar allt íþróttagen í mig, ég var alltaf lélegust í leik- fimi og veit ekkert um boltaíþrótt- ir, svo þetta kemur dálítið á óvart. Það sem er samt aðalmálið í þessu er að þetta er skemmtilegt. Það að æfa reglulega losar um streitu og gerir manni ekkert nema gott.“ n „Sykur kallar á meiri sykur“ n Marta María gefur út matreiðslubók n Búin að breyta um lífsstíl Marta María Nýja bókin hennar Mörtu Maríu heitir MMM Matreiðslubók Mörtu Maríu. „Þótt ég borði hollan mat þá hef ég oft dottið í nammi- át af og til og sérstaklega þegar ég er þreytt. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Taílenskar sesamkjötbollur Eitt af því besta sem ég veit er að velta kjötbollum upp úr sesamfræjum áður en þær fara á pönnuna. Þetta litla trix gerir alveg gæfumuninn. 500 gr svína- eða lambahakk 1 egg 1 salatlaukur, smátt skorinn 4 hvítlauksrif, smátt skorin 2 dl sesamfræ 1 ferskur, rauður chili-pipar, smátt skorinn 2 tsk. lífrænn grænmetiskraftur 2 msk. kartöflumjöl, spelt eða möndlumjöl olía til steikingar salt og pipar eftir smekk Settu hakkið í skál og gerðu holu í miðjuna. Settu eggið í hana ásamt kartöflumjöli og hrærðu saman. Bættu salatlauk, hvítlauk og chili út í ásamt grænmetiskrafti og blandaðu vel saman. Búðu til litlar bollur og veltu þeim upp úr sesamfræjunum. Steiktu bollurnar á pönnu á öllum hlið- um. Gott er að hafa lok á pönnunni þegar ekki er verið að velta þeim. Þetta tekur um það bil 15 mínútur. Settu bollurnar í eldfast mót þegar þær hafa brúnast á öllum hliðum og stingdu þeim inn í ofn á meðan sósan er búin til. Þá taka þær sig og verða mjög góðar. Stilltu ofninn á 175°C. Taílensk tómatsósa 800 gr lífrænir tómatar í dós 1 msk. lífrænn grænmetiskraftur 1 msk. karríduft 1 límónulauf 1 stöngull sítrónugras salt og pipar eftir smekk 1 msk. hnetusmjör Settu tómatana á pönnuna og bættu hinu hráefninu út í, nema hnetusmjörinu. Láttu suðuna koma upp og hrærðu þá hnetusmjörinu saman við. Láttu malla við meðalhita í 5 mínútur. Taktu svo bollurnar úr ofninum og settu þær út í sósuna á pönnunni. Nýr lífsstíll, ný bók Marta María hefur gjörbreytt um lífsstíl og er meðal annars komin á fullt í kraftlyftingar eftir rúmlega 30 ára hreyfingarleysi. Kjötbollur Marta María reynir að búa til sinn mat frá grunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.