Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 21.–24. nóvember 201442 Ferskt íslenskt Ekkert lát er á íslensku grósk- unni. Þetta er með því ferskara að þessu sinni. Ragga Gröndal sendi nýlega frá sér plötuna Svefnljóð. Á plöt- unni kveður við framandi tón hjá söngkonunni og draumkennd- an, líkt og titillinn gefur sterklega til kynna. Titillag plötunnar hefur fengið að hljóma stuttlega á öldum ljósvakans. Við mælum þó einnig með lögunum Litla Barn og Haustlauf. Sunna Björk sendi frá sér plötu á dögunum. Sú ber nafnið Biðu- kolla og er hún einnig fyrsta plata söngkonunnar. Á plötunni tekur hún fyrir gamlar íslenskar perlur í djass- og blúsút- setningum. Söng- konan Sunna Björk er lítt þekkt hér á landi enda nýflutt heim eftir langa dvöl erlendis þar sem hún nam tónlist og söng. Einar Þorgríms sendi frá sér plötuna Dýr merkurinnar með tólf glænýjum barnalögum. Á plötunni sem er töfrandi saga um söng dýranna má heyra allt um ferðir Einars heimshorna á milli með töfratæki sem breytir röddum dýra í mannamál. Það er tónlistar- maðurinn og þjóðlagasmiðurinn Gímaldin sem útsetur tónana. Væntaleg er þriðja sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar, Ýlfur. Hugmynd plötunnar má rekja til heima- gerðrar kassettu sem höfundur gaf út í örfáum eintökum fyrir 16 árum. Ýlfur er safn tíu laga og eru fimm textar eftir höfund, fjórir eft- ir Geirlaug Magnússon og einn eftir Gyrði Elíasson. L istamaðurinn sem stundum kallar sig Prince er nú að gefa út sína 19 plötu á 20 árum, en erfitt er að nefna eitt einasta lag frá þessu tímabili. Öllu er til tjaldað á nýrri plötu hans, gullnir hippar, viðtöl við sál- fræðing og jafnvel stutt kynning á dönsku. Kynlífsálfurinn (sem eitt sinn var kosinn kynþokkafyllsta grænmetisæta í heimi) er nú að nálgast sextugt og er hér frekar í hlutverki kynlífsráðgjafa. Hann mælir með því að konur séu kysstar á hálsinn, morgunmaturinn get- ur beðið, en maður þarf að gera sér grein fyrir valdi brjóstanna vilji maður sigrast á þessu. Í Affirmation-syrpunni kemur hann fram undir raunverulegu eftir nafni sem Mr. Nelson og leit- ar á náðir miðils sem segir hon- um að ekkert „ég“ sé til, aðeins „við.“ Ekki er ljóst hvort niðurstaðan hér er kynferðisleg eða trúarleg eða beggja blands, en platan öll hefði þurft að vera mun fókuseraðri til að verða góð „konsept“-plata. Það eru góðar lín- ur sem sameina bæði á borð við: „You used to treat me like David/ Now I feel like Saul,“ en líklega er niðurstaðan þessi hér: „Sex with me ain't enough/ That's why we gotta do it metaphysically.” Lagið Gold Standard situr örlítið í manni, hér er ef til vill komið popp fyrir erfiða tíma, með undarlegum línum á borð við „Let me see you go Ebola/ I love the way you shut your body down.“ Fátt annað er jafn eftirminnilegt. Prince er sem fyrr fyrsta flokks söngvari og hljóð- færaleikari, en það vantar smellina sem hann eitt sinn hristi svo auð- veldlega fram úr erminni. n Kynlífsálfur vex úr grasi Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Art Official Age Flytjandi: Prince Útgáfurár: 2014 Geldof stærsti vandi Afríku Bob Geldof gaf í vikunni út enn eitt neyðarsöfnunarjólalagið fyr- ir Afríku, þrátt fyrir að hafa verið margbeðinn um að hætta og þá ekki aðeins af fólki með snefil af tóneyra, heldur líka af íbúum allra fimmtíu og sex landa álfunnar. Lagið Do they know it's Cristmas hefur verið endurút- gefið þrjátíu árum eftir að það kom fyrst út. Í ár safnast velmein- andi einvalalið saman og syngur kunnulegt stef, nú gegn ebólu. Lagið hefur nú þegar verið harð- lega gagnrýnt af íbúum álfunnar, sem og hjálparsamtökum ytra þar sem textinn þykir fara langt yfir strikið og beinlínis draga upp ranga mynd af lífinu í Afríku. – Haldið ykkur fast, það eru nefnilega ekki allir veikir og sveltandi þar. Búið er að laga textann að- eins til svo hann passi betur við viðfangsefnið, hér eru tvær full- yrðingar sem hafa farið sérstak- lega fyrir brjóstið á Afríkubúum á Twitter: „Where a kiss of love can kill you and there’s death in every tear“ og „There is no peace and joy in west Africa this Christmas.“ Svona fyrir utan titil lags- ins sem gefur til kynna að hið óheppna Afríkufólk sé svo fjarri hinum „heilaga Vesturheimi“ að það viti ekki einu sinni hvað klukkan slær. Lagið er því ekki aðeins niðurlægjandi fyrir íbúa Afríku, heldur einnig brjálæðis- lega rasískt og gefur frá sér ein- hver skilaboð um að svart fólk þurfi hvíta hetju. Það er fjarri lagi. I ngibjörg Elsa Turchi ólst upp í Þingholtunum og byrjaði snemma að læra á hljóðfæri, eða um sex ára aldurinn. Hún, eins og flestir, byrjaði á blokk- flautu og vann sig síðan áfram í píanó leik, harmóniku og á gítar. Það var svo í menntaskóla sem hún ákvað að leggja tónlistina fyrir sig. Hún er á meðal fremstu bassa- leikara landins og spilar með þrem- ur hljómsveitum en sinnir auk þess undirleik fyrir fjölda annarra lista- manna. Hún einn stofnmeðlima Stelpur rokka sumarbúðanna á Ís- landi og kennir forngrísku í MR. „Það var eiginlega bara tilviljun að ég tók upp bassann. Mér fannst það allt í einu eitthvað heillandi hljóðfæri og ég fór svo í kjölfarið að fylgjast með bassaleikkonum. Það var þannig ekki einhver fyrirmynd sem kom mér af stað, heldur leit- aði ég þeirra eftir á. Það eru ekki svo margar áberandi fyrirmyndir fyrir stelpur þarna úti, og þá á ég við hljóðfæraleikara þar sem þær eru margar í söng.“ Verkefnastýra Stelpur rokka Ingibjörg er einn stofnenda sum- arbúðana Stelpur rokka hér á landi. Með verkefninu vilja að- standendur hvetja stelpur af öllum gerðum til þess að sleppa fram af sér beislinu og læra á hljóðfæri án sjálfsefa. „Ég held að þetta muni skila sér [inn í tónlistasenuna, innsk. blm.] innan fimm ára. Það er ótrú- lega magnað að fylgjast með þeim. Ég held að þetta sé það mest gef- andi sem ég hef nokkurn tímann gert. Þú fylgist með þínum stúlkum allan tímann. Ég kenni þeim á gít- ar og bassa. Svo endar námskeiðið alltaf á að maður er hágrátandi á lokatónleikum. Þær eru svo flottar.“ Yfir standa viðræður við Reykja- víkurborg um að innleiða styttri námskeið á vegum Stelpur rokka í frístundastarf grunnskólannna eft- ir áramót. „Það er draumurinn, að geta starfað við þetta allan ársins hring og þá ekki bara í sjálfboðaliða- starfi. Ég væri til í að strákar gætu líka komið, og þá er ég að tala um stráka sem skilgreina sig sem stráka. Því að það er svo mikilvægt að þeir fái líka að sjá kvenfyrir- myndir í hljóðfæraleik. Þar sem starf okkar gengur fyrst og fremst út á námskeið fyrir stelpur og öll þau sem skynja sig sem stelpur, þá er þetta flókin umræða,“ segir Ingi- björg hugsi. „Það má samt gjarnan velta þessu fyrir sér. Ef við bjóðum öllum nema cis-strákum, þá finnst manni það líka svo ósanngjarnt eitthvað,“ bætir hún við. Læs á fornar tungur Líkt og áður kom fram er Ingibjörg í þremur hljómsveitum; Boogie Trouble og Ylju ásamt því að spila undir hjá Soffíu Björgu. Hún leggur einnig stund á nám í FÍH og sinn- ir jafnframt kennslu í Menntaskól- anum í Reykjavík. „Ég er að kenna grísku í MR. Ég er með BA í latínu og forngrísku,“ útskýrir hún. „Ég var í MR og fannst fornmál- in mjög áhugaverð. Eftir menntó fór ég því beint í háskólann og lauk þar tungumálaprófi. Tungumál- in eru einhvernvegin svo fullkom- ið mótvægi við hljóðfæraleikinn," segir hún að lokum. n María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Kennari á daginn og „bassa leikkona“ á kvöldin „Svo endar nám- skeiðið alltaf á að maður er hágrátandi á lokatónleikum. Þær eru svo flottar. Ingibjörg Elsa er einn stofnmeðlima Stelpur rokka sumarbúðanna og kennir forngrísku í MR Tók upp bassan fyrir tilviljun Ingibjörg er á meðal fremstu bassaleikara á Íslandi um þessar mundir. Mynd SIGTryGGur arI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.