Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 21.–24. nóvember 201418 Fréttir n Sex þúsund nemendur í HR og Tækniskólanum n Tækniskólinn í eigu útgerðarinnar og V ið eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra í þættinum Ísland í bítið snemma á árinu. Umræðuefnið var aukin einkavæðing í menntakerfinu. Illugi ræddi mismunandi rekstrar- form á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Ráðherra lét um- mælin falla á sama tíma og kennar- ar voru í verkfalli. Þá var hann spurður hvort stuðla ætti að frekari einkavæðingu kerfisins í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósentum hærri laun en aðrir kennararar. Einkavæðing grunnþjónustu er á stefnuskrá núverandi yfirvalda. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra hefur opnað á að ríkið feli einkaaðilum stærri hlut í rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Kristján hefur þannig bent á að einkaaðilar gætu komið að rekstri heilsugæslu- stöðva. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði í þættinum Sprengisandi í október að hún sæi ekkert því til fyrirstæðu að einka- aðilar kæmu að uppbyggingu sam- göngumannvirkja. Þá hefur Illugi við nokkur tækifæri opnað á einkavæð- ingu menntakerfisins. Við þetta er því svo að bæta að nýlega sendu viðskiptaráð og Samtök atvinnu- lífsins frá sér skýrslu sem ber heitið Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun þar sem kallað er eftir auknum einkarekstri í menntun. Hægt og hljótt „ Þar er ég að tala um Hjallastefnuna,“ sagði Ill- ugi um hugsanlega einkavæðingu skólakerfisins. Menntamálaráð- herra bendir þar réttilega á að nokk- ur hluti skólakerfisins, séu öll þrep kerfisins tekin með, sé þegar í einka- rekstri. Hvítbók um breytingar Menntamálaráðherra hefur kynnt stefnuplagg – svokallaða Hvítbók – vegna þeirra breytinga á skólakerf- inu sem hann boðar. Meðal mark- miða sem þar eru sett fram er að 60% nemenda ljúki námi á réttum tíma og að 90% nemenda nái lág- marksviðmiði í lestri. Ísland hefur undanfarinn áratug dregist aftur úr í lesskilningi nemenda samkvæmt PISA-könnuninni. Þá er áætlað að draga úr brottfalli. Meðal þeirra breytinga sem Illugi hefur boðað er að nemendur eldri en 25 ára verði ekki teknir inn í bóknám á fram- haldsskólastigi. Þetta kom meðal annars fram í viðtali í þættinum Sprengisandi þar sem hann sagðist vera að auka það fé sem greitt yrði með hverjum nemanda enda væri ekki vanþörf á. Aðgerðir Illuga munu hins vegar útiloka ákveðinn hóp úr bóknámi. Illugi benti á að undan- farin ár hefðu úrræði fyrir þá sem ekki kláruðu nám við framhalds- skóla stóraukist og nefndi þar til sögunnar Háskólabrú Keilis, Grunn- námsdeild Háskólans í Reykja- vík sem og grunnnám Háskóla Ís- lands. Nemendur sem stunda nám við Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsnámi og því ekki um raun- verulegt úrræði að ræða. Þótt vissu- lega séu dæmi þess að Háskóli Ís- lands meti inn nemendur sem ekki uppfylla formleg skilyrði. Hálf milljón á önn Háskólabrú Keilis er úrræði sem stendur til boða nemendum sem ekki luku stúdentsnámi. Námið kostar nemendur um hálfa milljón á ári en meðal skilyrða eru 70 fram- haldsskólaeiningar. Frumgreina- nám Háskólans í Reykjavík kostar nemendur hundrað þúsund krón- ur á önn. Inntökuskilyrði í frum- greinanám skólans er að hafa lok- ið starfsnámi eða stúdentsprófi en hægt er að sækja um undanþágu og mat á starfsreynslu. Hvítbók Ill- uga um endurbætur á skólakerfinu vitnar ítrekað til breytinga sem gerð- ar hafa verið á menntastefnu Ont- ario í Kanada síðastliðna tvo ára- tugi. Fjallað var um breytingarnar í tímaritinu Canadian Journal of Edu- cation Administration and Policy árið 2012, en þar er gerð tilraun til að greina áhrif nýfrjálshyggjustefnu og markaðsvæðingar á breytingarn- ar. Breytingum á kerfinu er skipt í þrjú tímabil. Bent er á að upphaf- legi hvati breytinganna hafi verið að spara og forgangsraða fé. Sú er raunin á Íslandi. Þá nefnir Hvítbók ráðherrans ekki að kennarar í Ont- ario-fylki hafi staðið í viðstöðulausri kjarabaráttu frá því að breytingarn- ar hófust. Þess skal þó getið að þriðja atrenna til breytinga er talin hafa tekist afar vel. Þá eru verkföll kennara afar algeng í Kanada en rétt að taka fram að fylki landsins njóta mikils sjálfræðis þegar kemur að menntamál- um. Óljós Hvítbók Í þessu samhengi má benda á ályktun Kennarasambands Íslands vegna Hvít- bókar. Sambandið hefur lýst sig tilbú- ið til stefnumótun- arvinnu. Athygl- isverð yfirlýsing í ljósi þess að bókin vitnar ít- rekað til mik- ilvægis þess að vinna all- ar breytingar í víðtæku samráði. Kennara- samband Íslands hefur hins vegar bent á að inn- leiðing nýrrar mennta- stefnu hafi raunar legið niðri síðan árið 2008 sökum fjárskorts. „Innleiðing menntastefnunnar frá 2008 hefur að stórum hluta legið niðri vegna efna- hagskreppunnar. Kennarasamtökin eru sammála um nauðsyn þess að nú þurfi að veita skýrari leiðsögn um framkvæmd og áherslur. Skól- ar þurfa fjármagn í samræmi við það meginmarkmið að öllum nem- endum bjóðist innihaldsríkt og fjöl- breytt nám við hæfi, list-, verk- og bóklegar greinar og skapandi kennsluhættir. Kennarastéttin þarf einnig stuðning við þá sérfræðivinnu sem inn- leiðingin krefst. Ekki verð- ur lengur vikist undan því að verja meiri fjármunum til stuðnings við nemend- ur.“ Þá segir að margt sé gott í Hvítbók- inni en annað sé óskýrt. Þá hafa kennar- ar bent á að enn standi til að skera niður til mennta- kerfisins. „Stjórn Kennara- sam- bands Íslands harmar að í fjár- lagafrum- varpi ársins 2015 skuli enn vera þrengt að framhalds- skólum landsins og aðgengi ungs fólks að námi skert. Rekstur framhalds- skóla landsins er fyrir löngu kom- inn að þolmörkum. Það skýtur því skökku við að á sama tíma og stjórn- völd afþakka tekjustofna er boðaður áframhaldandi niðurskurður í skóla- kerfinu. Til að ná þessum markmið- um er meðal annars gert ráð fyrir 5% fækkun nemenda í framhaldsskól- um og skert aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskóla- stigi. Styrkur íslenska framhalds- skólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Þessi stefna boðar gjörbreytingu á menntapóli- tík í landinu.“ Þrátt fyrir að Ont- ario-breytingarnar séu margnefnd- ar í Hvítbók ráðherra sem dæmi um vel heppnaðar breytingar þá hafa kennarasambönd landsins ekki fengið beina aðild að breytingunum. Þótt samtökin reki nokkra sjálfstæða vinnuhópa sem ætlað er að fylgjast með framvindu breytinganna. Stærsti framhaldsskóli landsins Tækniskólinn ehf. er fjölmennasti framhaldsskóli landsins. Skólinn var einkavæddur í tíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Eigend- ur skólans eru Landssamband ís- lenskra útvegsmanna (nú Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi), Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík. Tækni- skólinn sem stofnaður var árið 2008 varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Skólinn er stærsti framhaldsskóli landsins. Einkavæðing tækniskól- ans vakti tiltölulega litla umræðu þegar hún fór fram árið 2007. Þáver- andi þingkona VG, Kolbrún Hall- dórsdóttir, gerði málið þó að sínu. „Við fréttum af því fyrst í fjölmiðlum fyrir 4–5 vikum að til stæði að sam- eina Fjöltækniskóla Íslands og Iðn- skólann í Reykjavík undir heitinu 2T Tækniskólinn og stofnað um hann einkahlutafélag. Hugmyndirnar hafa verið kynntar af skólastjórum skólanna og þeir gefið út bækling til að sýna á spilin sem eru til staðar. Í honum segir að Fjöltækniskóli Ís- lands og Iðnskólinn ætli að samein- ast í nýjum og öflugum skóla, þetta verði einkarekið félag með faglega sjálfstæðum skólum atvinnugreina, þarna kemur fram að skólinn eigi að vera í fremstu röð í alþjóðleg- um samanburði og að bakhjarlar hans séu Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök íslenskra kaupskipaútgerða, Samorka, Sam- tök iðnaðarins og Iðnaðarmanna- félagið í Reykjavík.“ Kolbrún gerði athugasemd við hugmyndir um að skólinn yrði rekinn sem fyrirtæki. Efling verknáms Gagnrýni á áformin svaraði þáver- andi menntamálaráðherra á þá leið að hér væri verið að efla verk- nám í landinu með breyttu rekstrar- formi. „Bein aðkoma atvinnulífsins að iðnnámi er ótvíræður kostur og því hef ég talið ástæðu til að skoða óskir atvinnulífsins um að yfirtaka rekstur Iðnskólans með jákvæðum hug. Ég tel að þetta geti orðið til þess að efla enn frekar þá miklu nánd sem verður að vera og er nauðsyn- leg á milli vinnumarkaðarins og Hin Hljóða einkavæðing Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com „Á leikskólastiginu þá hefur sú þró- un orðið, eiginlega bara hægt og hljótt, og tekist alveg frábærlega til. Þar er stór hluti af leikskóla- börnunum sem er kom- inn inn í sjálfstætt rekna leikskóla. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku „Ekki verður lengur vikist undan því að verja meiri fjármunum til stuðnings við nemendur. Einkavæddi Iðnskólann Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi mennta- málaráðherra, einkavæddi Iðnskólann skömmu fyrir kosningar árið 2007. Þá taldi hún sig ekki þurfa heimild Al- þingis fyrir því. Mynd SIgtryggur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.