Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 21.–24. nóvember 201412 Fréttir „Þessi ásýnd er því miður óverðskulduð“ Þ ingflokkur Pírata, þau Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafs- son, hafa lagt fram frum- varp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæðum almennra hegningarlaga sem setja tjáningarfrelsinu skorður verði breytt á þann veg að ekki verði heimilt að dæma menn til fangelsisvistar fyrir að tjá skoðanir sínar. Þingmennirn- ir telja slík ákvæði ekki samrýmast nýrri viðhorfum til mannréttinda. Með breytingunum sem þau leggja til myndu því heimildir til fangelsisrefsinga falla úr þeim grein- um almennra hegningarlaga er snúa að tjáningu skoðana. „Okkur finnst þetta sjálfsagt og löngu tímabært. Þó að það séu kannski til eðlilegar takmarkanir á tjáningarfrelsi, eru fangelsisrefsingar ekki ein af þeim og eru ekki við hæfi,“ segir Helgi Hrafn í samtali við DV. Það sé mikið áhyggjuefni að slíkar heimildir séu til í lögum. Þingflokkurinn leggur til að sjö greinum almennra hegningarlaga verði breytt. Um er að ræða grein- ar er varða meðal annars það að einstaklingar smána aðra, til dæm- is erlenda þjóðhöfðingja eða móðga fólk, lifandi eða látið, og hafa uppi ærumeiðandi aðdróttanir. Þetta er í annað sinn sem frumvarpið er lagt fram, en það kom einnig fram í fyrra en var ekki rætt og er því lagt fram óbreytt. Mikilvægt að breyta lögunum Helgi Hrafn segir mikilvægt að breyta lögunum og gæta hagsmuna almennings. Einnig sé það mikilvægt utan frá séð enda sé ásjóna Íslands á erlendum vettvangi sú að hér sé mik- il virðing borin fyrir tjáningarfrelsinu og við séum leiðandi á þeim svið- um. „Þessi ásýnd er því miður óverð- skulduð,“ segir Helgi Hrafn. Raun- veruleikinn sé allt annar og bendir hann á að á sama tíma og Íslandi sé hampað sé ítrekað verið að fjalla um dóma eða málshöfðun sem standist ekki nútíma kröfur um tjáningar- frelsið. Samræmist ekki kröfum lýðræðisríkja Hann vísar sérstaklega til málshöfð- unar aðstoðarmanns innanríkis- ráðherra, Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, gegn tveimur blaðamönnum DV, þar sem krafist er dóma samkvæmt al- mennum hegningarlögum. „Þar sjá menn ekki vestrænt lýðræðisríki,“ segir Helgi Hrafn. Þess má einnig geta að International Press Institute hefur einnig varað við því að laga- ákvæði um meiðyrði séu í hegn- ingarlögum þar sem hætt sé við að þau verði misnotuð. Helgi Hrafn vísar að auki til dóma mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt íslenska ríkið skaða- bótaskylt vegna dóma sem hafa fallið hér á landi í tjáningarfrelsismálum. „Þetta frumvarp gengur reynd- ar miklu skemur en við viljum. Það er meira sem við þurfum að laga, en þetta er eitthvað sem við teljum að allir geti verið sammála um. Ég held að jafnvel þeir sem eru hlynnt- ir því að þetta sé í hegningarlögum, telji það ekki við hæfi að við þessum brotum liggi fangelsisrefsing,“ segir Helgi Hrafn. Hann vísar einnig til þingsályktunartillögu um IMMI, International Modern Media Institu- te, alþjóðlegrar stofnunar um upp- lýsinga- og tjáningarfrelsi sem sett var á laggirnar á Íslandi árið 2010 að frumkvæði Alþingis. Stofnuninni er ætlað að vinna að því að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu í að vernda tjáningar- og upplýsinga- frelsi. „Ef við förum ekki að taka okk- ur saman í andlitinu missum við af þeim fjölmörgu tækifærum sem við gætum haft sem leiðandi afl á þess- um vettvangi,“ segir hann. n Íslandi er hampað fyrir baráttu fyrir tjáningarfrelsinu en á sama tíma má dæma fólk í fangelsi Svona myndu lögin breytast n Við því getur legið allt að tveggja ára fangelsisdómar ef einstaklingar smána opin- berlega erlenda þjóð, ríki, fána, ráðamenn eða þjóðhöfðingja og vilja Píratar að „eða fangelsi allt að 2 árum“ falli á brott úr lögunum. (95. gr. 1. mgr.) n Þá myndi þessi grein falla í heild út úr lögunum: „Sömu refsingu skal hver sá sæta sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.“ (95. gr. 2. mgr.) n Sá sem dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúar- bragðafélags getur sætt fangelsi í allt að þremur mánuðum. Orðin „eða fangelsi allt að 3 mánuðum“ myndu falla brott úr hegningarlögum. (125. gr.) n Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Hér myndi „eða fangelsi allt að 2 árum“ falla brott (233. gr.a.) n Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða ann- an mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum. Samkvæmt tillögu Pírata myndi fangelsisvistarákvæðið falla út og þess í stað yrði sett inn að viðkomandi sæti sektar- greiðslu. (233. gr.b.) n Sá sem meiði æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum geti sætt fang- elsi allt að 1 ári. Ákvæði um fangelsisvist myndi falla á brott hér. (234. gr.) n Sá sem drótti að öðrum manni, virðingu hans til hnekkis, þá varði það fangelsi allt að einu ári. Orðin „eða fangelsi allt að 1 ári“ falla brott. (235. gr.) n Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund sæti viðkom- andi fangelsi allt að tveimur árum. Hér myndi ákvæði um fangelsisvist falla brott og í staðinn koma ákvæði um sektir. (236. gr.) n Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft senni- lega ástæðu til að halda hana rétta, geti það varðað tveggja ára fangelsi, eða sekt. Hér yrði það aðeins að sekt. (236. gr. 2. mlsgr.) n Sé ærumeiðingum beint að dánum manni getur það varðað árs fangelsisvist. Ákvæði um fangelsisvist falli brott. (240. gr.) Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þetta frumvarp gengur reyndar miklu skemur en við viljum. Vilja breytingar Frumvarpið var lagt fram í fyrra, en fékk ekki brautargengi. Nú reyna Píratar aftur að knýja fram breytingar á reglum um tjáningarfrelsið. Mynd Sigtryggur ari „Þar sjá menn ekki vestrænt lýðræðisríki Kortavelta jókst í október Allt bendir til þess að vöxtur einkaneyslu verði einn megin- drifkraftur hagvaxtar á árinu 2014. Þetta kemur fram á vef Greiningar Íslandsbanka sem vísar í nýlega birtar tölur Seðla- bankans um kortaveltu. Í þeim sést að raunvöxtur í kortaveltu einstaklinga var 5,2 prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra, sem er nokkuð meira en vöxturinn hefur að jafnaði verið í mánuði hverjum á árinu, að sögn Greiningar. „Líkt og undanfarið var vöxtur kortaveltu í október mun hraðari utan landsteinanna en innan þeirra. Nam vöxtur í kortaveltu innanlands 3,5 prósentum en vöxtur í kortaveltu erlendis 17,2 prósentum að raunvirði milli ára. Vöxtur veltu erlendis skýrist að stórum hluta af aukningu í utan- landsferðum Íslendinga í október- mánuði frá sama tíma í fyrra, en einnig koma væntanlega til aukin kaup í erlendum netverslunum,“ segir í umfjöllun Greiningar. Meintur níðingur áfram í varðhaldi Karlmaður sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur átta ára drengjum á Akureyri verður í gæsluvarðhaldi til 14. desember, eða þar til dómur fellur í máli hans. Vikudagur greindi frá þessu en auk þess að vera grunaður um brot gegn drengjunum er maður- inn grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertri konu fyrr á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi með hótun fengið drengina til að fylgja sér inn í íbúð sína þar sem hann hafði þá á valdi sínu í stutta stund um miðjan ágústmánuð. Maðurinn sem um ræðir er rúmlega þrítugur en brot hans geta varðað allt að tíu ára fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.