Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 36
36 Skrýtið Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Vildi í fangelsi í Norður-Kóreu n Bandaríkjamaður á villigötum n Tókst ætlunarverkið og sá þá eftir öllu Í apríl á þessu ári fór Bandaríkja- maðurinn Matthew Todd Miller frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu í fremur óvenjulegum erinda- gjörðum. Þegar til Norður-Kóreu var komið eyðilagði hann vegabréf- ið sitt og freistaði þess að sækja um hæli. Markmið hans var að láta hand- taka sig í landinu og komast í norður- kóreskt fangelsi. Það er síður en svo eftirsóknarvert að dúsa í norðurkóresku fangelsi. Í þessu lokaða og sumpart frumstæða einræðisríki eru refsingarnar í takt við annað; grimmilegar. Rannsókn Sam- einuðu þjóðanna hefur afhjúpað að í fangelsum landsins viðgangist refs- ingar á borð við aftökur, pyntingar, nauðganir, fóstureyðingar og annað kynferðisofbeldi. Fangar eru myrtir og þeir svívirtir. Líklega mætti fullyrða að flestir myndu gera hvað sem þeir gætu til að forðast slíkan stað. Það var ekki tilfellið í máli Matt- hews Miller. Hann vildi komast frá Bandaríkjunum og „festast“ í Norð- ur-Kóreu. Það var einlægur ásetning- ur hans að sitja inni í landinu þrátt fyrir að Norður-Kóreumenn vildu helst af öllu senda rugludallinn með fyrstu vél heim. Vildi líta undir yfirborðið NK News tók viðtal við manninn í gegnum tölvupóst yfir nokkurra daga skeið, eftir að ósk hans rætt- ist. Vefsíðan sérhæfir sig í fréttum af Norður- Kóreu. Miller bar að hann hafi viljað sjá hvernig Norður- Kórea væri undir yfirborðinu – undir þeirri falsmynd sem haldið er að ferða- mönnum. „Ég vildi bara fá svör við spurningum mínum, augliti til auglitis, frá Norður-Kóreumönnum sjálfum,“ skrifaði hann miðlinum. Hann útskýrði reyndar ekki hvern- ig það að vera handtekinn í landinu kæmi honum í samband við heima- menn. „Ég óttaðist mest að þeir myndu ekki handtaka mig.“ Ásetningur Millers, sem er fram- bærilegur myndasöguteiknari og sér- legur áhugamaður um Lísu í Undra- landi, var einlægur og ferlið skipulagt. Hann hafði meðferðis, til að auka lík- urnar á því að verða handtekinn, minnisbók sem hann skrifaði þegar hann dvaldi í Kína. Í henni stóð að hann væri tölvuhakkari á vegum WikiLeaks sem hefði það að markmiði að koma bandaríska hernum burt úr Suður-Kóreu. „Ef til vill var þessi skrudda svolítið skot yfir markið. Þeir komust strax að því að hún var upp- spuni og vildu vita hvers vegna ég væri kominn til Norður-Kóreu. Hann sagði við NK News að hann hefði greint frá því í yfirheyrslum að hann byggi yfir hernaðarleyndarmálum og að þeir mættu að vita að bróðir hans væri flugmaður í bandaríska flughernum. Hann segir að þeim hafi staðið á sama. Hitti annan Bandaríkjamann Miller, sem er 25 ára frá Bakersfield í Kaliforníu, segir að þegar Norður- Kóreumenn hafi ákveðið að senda hann ekki úr landi hafi hann verið fluttur á stórt hótel, eða gistiheim- ili, þar sem hann var læstur inni – á meðan heimamenn réðu ráðum sín- um. Á sama stað var meðal annarra Kenneth Bae, kóresk-bandarískur ferðamaður sem hefur verið í haldi frá því í nóvember 2012 vegna áforma um að steypa stjórnvöldum í landinu af stóli. Bae þessi var dæmdur til 15 ára þrælkunarvinnu. Eftir fjögurra mánaða þref var Miller í september dæmdur til sex ára þrælkunarvinnu fyrir að hafa komið til Norður-Kóreu í fjandsam- legum tilgangi undir því yfirskini að hann væri ferðamaður. Í kjölfarið var hann sendur í fangelsislegra um- hverfi, að eigin sögn. Við hafi tekið erfiðisvinna á einhvers konar bónda- bæ. Miller bar að vistin í fangelsinu hefði verið með ágætum, enda telja menn að Norður-Kóreumenn hafi staðið í þeirri trú að raunverulegur tilgangur Millers væri að rannsaka og afhjúpa mannréttindabrot í fang- elsum landsins. BBC greinir frá því að Miller hafi, eftir skamma vistun, fengið bakþanka – merkilegt nokk. Fljótlega rann upp sá dagur að hann sá eftir öllu saman. Honum tókst að senda heim hjálparbeiðni og það var að lokum James Clapper, yfirmaður leyniþjónustustofnana í Bandaríkj- unum, sem flaug til Norður-Kóreu til þess að fá hann lausan. Banda- ríkjamenn vilja helst ekki að þegnar þeirra séu fangar í Norður-Kóreu. James Clapper tókst þann 8. nóv- ember að ná Bandaríkjamanninum unga, ásamt áðurnefndum Kenn- eth Bae, heim frá Norður-Kóreu, enda þungavigtarmaður í utanríkis- málum. Miller iðrast uppátækisins og má teljast heppinn. „Ég sé eft- ir þessu. Ég braut af mér og sóaði tíma bæði Norður-Kóreumanna og Bandaríkjamanna.“ Á hinn bóginn bendir hann á að honum hafi tekist ætlunarverk sitt. Hann dvaldi í fimm mánuði í Norður-Kóreu og gaf sig á tal við marga heimamenn. Hon- um tókst að upplifa Norður-Kóreu, á þann hátt sem hann vildi. „Þetta voru mistök en þetta gekk samt upp,“ segir hann. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Frambærilegur teiknari Miller þráði að gægjast undir yfirborðið í Norður-Kóreu. Honum varð að ósk sinni. Dómurinn Miller var dæmdur til sex ára þrælkunarvinnu. Réttarhöldin þóttu vera sýndarleikur. Laganna vörður Norðurkóresk fangelsi þykja ekki eftirsóknarverður staður að vera á. „Ég sé eftir þessu J enya Bolotov, 26 ára Rússi, hef- ur róið að því öllum árum, síð- astliðin sjö ár, að líkjast spen- dýrinu breiðnef, sem frekast hann má. Bolotov hefur teygt og togað andlit sitt til þess að verða „eins og ég hef alltaf viljað vera. Í útliti er ég nú eins og breiðnefur en að innan líkist ég meira fugli. Fugl- ar veita mér innblástur og birt- ast mér í draumum,“ hefur Orange News eftir þessum einkennilega manni. Bolotov hefur með plaststykkj- um útbúið nokkurs konar gogg á andlitið og er hinn sérkenni- legasti í útliti. Hann segir að þær breytingar sem hann hafi ráðist í hafi gert honum gott. Lífið hafi fyll- ingu – svolítið eins og nefið, sem hann treður út með stífum gúmmí- hring. „Ég elska breiðnefi; útlit þeirra og meira að segja nafnið (e. duck-billed platypus). Ég kann að meta hvernig andlit mitt breytist og varirnar teygjast. Núna lít ég út eins og breiðnefur.“ Hann segist alltaf hafa hrifist af þessu dýri og útlitið hamli hon- um ekki neitt. Hann geti borðað og talað eins og aðrir. „Ekkert hefur breyst,“ segir hann en viðurkenn- ir að hann fái stundum óumbeðn- ar athugasemdir varðandi útlit sitt á götum úti. „Ég er orðinn vanur þessum athugasemdum og reyni bara að hlusta ekki á þær.“ n Breytir sér í breiðnef n Sérkennilegur Rússi fer ótroðnar slóðir n Segist vera fugl að innan Breiðnefur Dýrin lifa einungis í Austur- Ástralíu. Óvenjulegur Bolotov fær stundum mein- legar athugasemdir á götum úti. Samkyn- hneigðum bola bjargað Sam Simon, skapari þáttaraðanna um Simpson-fjöl- skylduna, lagði að mestu til fé, ígildi einnar milljónar króna, til bjargar „samkynhneigðu“ nauti á Írlandi. Nautinu Benjy átti að slátra eftir að í ljós kom að dýr- ið gagnaðist ekki kvígum. Dýra- verndunarsinnar hófu þá að safna peningum svo flytja mætti nautið til Hillside Animal Sanct- uary í Norfolk, en þar er griðar- staður um 2.000 skepna sem bændur hafa ekki viljað af ýms- um orsökum. Simon, sem er mikill dýravin- ur, greiddi stærstan hluta upp- hæðarinnar en fyrir söfnun- inni stóðu samtökin TheGayUK. „Flest dýr eru nýtt til manneldis, en að fella þessa skepnu vegna samkynhneigðar hefði verið tvö- faldur harmleikur,“ er haft eftir Simon. Eltir af hákörlum Tveir kajakræðarar komust í hann krappan úti fyrir strönd- um Flórída í Bandaríkjunum á dögunum. Um tvo kílómetra frá ströndu urðu þeir þess var- ir að þeir voru eltir. Tveir stórir sleggjuháfar fylgdu ræðurun- um eftir. Þeir hertu róðurinn til muna og freistuðu þess að róa til lands. Hákarlarnir fylgdu þeim eftir um tveggja kílómetra leið og rákust í eitt skipti í kajak annars þeirra. Mennirnir sluppu hins vegar ómeiddir, en með hjartað í buxunum, í land. Þeir náðu myndbandi af eftirförinni en þessi tegund hákarla ræðst sjaldan að fólki. Orange News greinir frá þessu. Fór heim á jarðýtu Þrítugur karlmaður í New Jersey í Bandaríkjunum skildi eftir sig slóð eyðileggingar eftir að hafa ekið heim til sín á jarðýtu. Meðal þess sem eyðilagðist þegar mað- urinn ók á vinnuvélinni til síns heima má nefna tré, drykkjar- brunn, trébekki og stóra gras- flöt. Það þarf vart að taka fram að maðurinn var dauðadrukk- inn þegar lögregla hafði hend- ur í hári hans. Að sögn lögreglu á maðurinn yfir höfði sér ákæru fyrir að aka undir áhrifum áfeng- is. Auk þess verður honum gert að standa straum af kostnaði vegna skemmda sem uppátæki hans olli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.