Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Sport 39 Gátu valið sér landslið Arsenal ósigrað í 23 heimaleikjum  Eusebio Lék með: Portúgal Hefði getað valið: Mósambík n Eusebio er einn besti knattspyrnu­ maður sögunnar en hann fæddist í Afríkuríkinu Mósambík. Á unglingsárum flutti hann til Portúgal og var valinn í portúgalska landsliðið. Í heildina lék þessi magnaði framherji 64 landsleiki og skoraði hann 41 mark í þeim. Það hefur væntanlega ekki verið erfitt fyrir Eusebio að velja portúgalska landsliðið fram yfir landslið Mósambík sem aldrei hefur verið hátt skrifað í knattspyrnu­ heiminum.  Mauro Camoranesi Lék með: Ítalía Hefði getað valið: Argentínu n Mauro Camoranesi varð heimsmeist­ ari með Ítölum árið 2006 en hann hefði allt eins getað leikið fyrir landslið Argentínu þar sem hann var með tvöfalt ríkisfang. Hann fæddist í Argentínu en var keyptur til Verona á Ítalíu árið 2000. Árið 2002 var hann seldur til Juventus og ári síðar var hann valinn í ítalska landsliðið. Í heildina lék Camoranesi 55 landsleiki á sjö ára tímabili.  Simone Perrotta Lék með: Ítalía Hefði getað valið: England n Simone Perrotta varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006 eins og Camora­ nesi. Þessi sterki miðjumaður fæddist á Englandi árið 1977. Þegar Perrotta var fjögurra ára flutti fjölskylda hans til Ítalíu og virðist aldrei hafa staðið til hjá Perrotta að leika fyrir enska landsliðið. Hann var fyrst valinn í ítalska U21 árs landsliðið árið 1998. Í heildina lék hann 48 landsleiki fyrir Ítali og byrjaði hann alla sjö leiki Ítala þegar þeir urðu heimsmeistarar árið 2006. n Manchester United heimsækir Emirates n 17 leikmenn á meiðslalistanum S tórleikur helgarinnar í enska boltanum um helgina er viðureign Arsenal og Manchester United á Em- irates-vellinum í London. Leikurinn fer fram síðdegis á laugardag. Bæði lið hafa verið í tals- verðu basli upp á síðkastið. Arsenal er í 6. sæti deildarinnar með 17 stig eftir að hafa fengið aðeins 8 stig af 24 mögulegum í síðustu sex leikj- um. United er hins vegar í 7. sæti með 16 stig en liðið hefur fengið 11 stig af 24 mögulegum í síðustu sex leikjum. Öflugir á heimavelli Þó að gengi Arsenal hafi valdið stuðningsmönnum nokkrum von- brigðum hefur árangur liðsins á heimavelli verið góður undan- farið. Arsenal er ósigrað í síð- ustu 23 heimaleikjum sínum í úr- valsdeildinni. Þá má geta þess að Manchester United hefur ekki enn unnið útileik á tímabilinu. Liðið hef- ur gert þrjú jafntefli og tapað tveim- ur leikjum. Margir meiddir Meiðsli hafa plagað leikmannahóp beggja liða en samtals eru sautján leikmenn úr liðunum á meiðsla- listanum eða tæpir fyrir leikinn um helgina. Hjá Arsenal ber helst að nefna Olivier Giroud, Mikel Arteta, Mesut Özil, Mathieu Debuchy og Laurent Koscielny en hjá Man- chester United Daley Blind, Mic hael Carrick, David De Gea, Marcos Rojo og Ashley Young. Þá hefur Falcao glímt við meiðsli en vonast er til að hann verði klár í slaginn á sunnu- dag. Þá er ekki útséð hvort David De Gea og Michael Carrick verði fjarver- andi. Sömu sögu er að segja af Mikel Arteta, Olivier Giroud og Laurent Koscielny sem gætu náð leiknum. Fátt stöðvar Chelsea Chelsea, sem situr í toppsætinu, tekur á móti WBA á laugardag. Chelsea er í raun langefst með 29 stig, fjórum stigum meira en Sout- hampton og átta stigum meira en Manchester City sem er í 3. sæti. Fátt virðist geta stöðvað Chelsea- liðið sem virkar skrefi framar en öll önnur lið í deildinni. WBA er í 13. sæti deildarinnar. Englandsmeistarar Manche- ster City mæta Swansea á laugar- dag í leik sem væntanlega verður athyglisverður. Swansea er í 5. sæti deildarinnar með 18 stig en City sem fyrr segir í 3. sæti með 21 stig. Liverpool heimsækir Crys- tal Palace á sunnudag. Liverpool- liðið vill væntanlega hefna fyr- ir ófarirnar á Selhurst Park í fyrra þegar liðin skyldu jöfn, 3–3, í ótrú- legum fótboltaleik. Liverpool var 3–0 yfir þegar 12 mínútur voru eft- ir en Palace tókst á ótrúlegan hátt að jafna leikinn. Með því fóru tit- ilvonir Liverpool svo gott sem út um gluggann og komst Manchest- er City í bílstjórasætið um enska tit- ilinn. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Hart barist Arsenal og Manchester United hafa oft verið ofar á töflunni þegar þau hafa mæst á undanförnum árum. Það er ljóst að leikmenn munu leggja allt í sölurn­ ar á laugardag. Skora loksins með vinstri Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stuðn­ ingsmaður Luton, spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum. Stefán býst við að óvæntir hlutir gerist á Stamford Bridge og að Liverpool fari sneypuför á Selhurst Park. Laugardagur Chelsea - WBA 0–1 „Ég sá heillandi tölfræði um WBA­liðið, að það er eina liðið þar sem leikmenn hafa enn ekki skorað mark með vinstri fæti á tímabilinu. Ég hef trú á að það breytist um helgina. Þeir munu vinna 1–0 með marki sem verður skorað með vinstri.“ Everton - West Ham 2–1 „Ég þekki svo mikið af West Ham­mönn­ um. Það verður aðeins lækkaður í þeim rostinn og þeir tapa þessum leik, 2–1.“ Leicester - Sunderland 3–1 „Draumur hins hlutlausa áhorfenda. Þetta er voðalega erfitt hjá Sunderland um þessar mundir og góður tími fyrir Leicester að mæta þeim. Þeir vinna þetta 3–1.“ Manchester City - Swansea 3–2 „Þetta verður markaleikur, 3­2 fyrir heimamenn.“ Newcastle - QPR 2–2 „Það er jafnteflisþefur af þessum leik. QPR má ekki fara niður því þá bíður liðsins sekt­ argreiðsla og jafnvel gjaldþrot. Það verður einhver dramatík í lokin. QPR er þekkt fyrir að nota allan uppbótartímann.“ Stoke - Burnley 2–0 „Burnley er ekki að fara taka marga sigra í vetur, því miður. Þetta verður leiðinlegur og fyrirsjáanlegur 1–0 eða 2–0 sigur hjá Stoke með skallamörkum.“ Arsenal - Man. United 2–1 „Ég hef smá „soft spot“ fyrir Arsenal, ég verð nú að viðurkenna það. Ég hallast frekar að því að þeir hafi þetta en það verður naumt. Ég segi 2–1 fyrir Arsenal. Hvorugt lið er gott í að halda hreinu.“ Sunnudagur Crystal Palace - Liverpool 1–0 „Þetta er leikur sem mun væntanlega vekja neikvæð hugrenningatengsl hjá Liverpool­mönnum. Ég held að við séum að horfa þarna á sigur Crystal Palace. Ég held að sigurmarkið komi með fádæma slysalegu marki.“ Hull - Tottenham 0–2 „Tvö lið í smá basli en Tottenham er aðeins að skríða saman held ég. Ég á alltaf dálítið erfitt með Hull. Fyrir ekki svo mörgum árum voru mínir menn í Luton í blóðugri baráttu um sigur í sinni deild og Luton og Hull fóru saman upp. Svo breyttust örlögin á mjög ólíkan veg fyrir þessi tvö lið. Það er alltaf pínulítið sárt að sjá Hull þarna uppi þannig að ég vil þeim allt það versta.“ Mánudagur Aston Villa - Southampton 1–0 „Southampton er á miklu flugi en mér þykir vænt um Aston Villa. Þeir voru náttúrlega besta lið Evrópu þegar maður var að byrja fylgjast með fótboltanum í gamla daga. Það er ekkert hægt að taka þetta Southampton­lið alvarlega endalaust. Sú blaðra hlýtur að fara að springa og það er ágætt að Aston Villa sjái um það.“ Illa við Hull Stefán Pálsson er stuðnings­ maður Luton sem leikur í fjórðu efstu deild Englands. Honum er illa við Hull en liðin voru á svipuðum slóðum fyrir örfáum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.